Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Síða 10

Skessuhorn - 08.09.2021, Síða 10
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202110 Akraneskaupstaður og Sjóvá skrif- uðu síðastliðinn fimmtudag undir samning um tryggingar bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sagði það ánægjulegt fyrir Akranes- kaupstað að vera nú í viðskiptum með tryggingar í heimabyggð. Auk þess sagði hann aðila máls hafa náð góðu samkomulagi sem lækki veru- lega kostnað Akraneskaupstaðar. „Það sýnir okkur að þið eruð áköf í að sækja okkar viðskipti og að við höfum verið mjög farsæl að lenda ekki í alvarlegum tjónum. Ég hef fulla trú á að þetta sé upphafið að farsælu samstarfi til framtíðar,“ sagði Sævar Freyr. Haraldur Ing- ólfsson, útibússtjóri Sjóvá á Akra- nesi, tók undir orð Sævars og sagði það skipta Sjóvá miklu máli að fá Akraneskaupstað í viðskipti. „Við viljum veita góða þjónustu á Akra- nesi og því er ánægjulegt fyrir okk- ur að ná þessum samningi,“ sagði Haraldur. arg Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR um fylgi flokka, og Morgun- blaðið birtir á mánudaginn, næðu fimm flokkar að koma mönnum á þing í Norðvesturkjördæmi í kosn- ingunum 25. september nk.; Sjálf- stæðisflokkur fengi þrjá, Framsók- arflokkur tvo, Vinstri grænir einn og Samfylking einn. Jöfnunarþings- ætið félli í hlut Miðflokksins. könnunin byggir á svörum 818 einstaklinga á landsvísu. Sam- kvæmt henni fengi Sjálfstæðis- flokkurinn 24,9% fylgi á lands- vísu, Framsóknarflokkur 13,3%, Samfylking 12,1% og Vinstri græn 10,8%. Aðrir flokkar fengju undir tíu prósenta fylgi. Þeir næðu þó all- ir mönnum á þing fyrir utan Frjáls- lynda lýðræðisflokkinn. píratar mælast með 9,8%, Viðreisn með 8,4%, Sósíalistaflokkurinn 8,1%, Miðflokkurinn 6,6% og Flokkur fólksins 4,5%. mm Út er komin skýrsla um aukið sam- starf safna á Vesturlandi. Skýrsl- an er unnin af ráðgjafafyrirtæk- inu Creatrix undir stjórn Signýj- ar Óskarsdóttur og Emmu bjarg- ar Eyjólfsdóttur, en hún var unnin í samstarfi við Sigurstein Sigurðs- son menningarfulltrúa hjá Sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi. SSV var falið af mennta- menning- armálaráðuneytinu að kanna fýsi- leika á auknu samstarfi eða samein- ingu safna á Vesturlandi í samráði við höfuðsafn og viðurkennt safn með vísan til safnalaga. Skýrslan byggir að hluta til á gögnum sem safnað var 2019 en þá voru tekin viðtöl við forstöðumenn safna í eigu sveitarfélaga á Vestur- landi og við safnverði og starfs- fólk safna. Einnig byggir skýrslan á hugmyndum sem komu fram í samtali safnafólks á ráðstefnu um safnamál vorið 2020 sem skipulagt Ný verslun, dótarí, var opnuð á Akranesi í síðustu viku. Hún er til húsa í verslanamiðstöðinni Smiðju- völlum 32. Í dótaríi er mikið úr- val leikfanga frá öllum helstu leik- fangaframleiðendum. Þá er mikið úrval af fatnaði í boði ásamt gjafa- vöru. Það eru hjónin tinna Grímars- dóttir og Axel Freyr Gíslason sem eiga verslunina en þau hafa um árabil rekið fyrirtækið Smáprent á Akranesi. Smáprent hefur um langt skeið rekið leikfangaverslun, fyrst við Skagabraut og nú síðast dal- braut, en að sögn tinnu og Ax- els Freys var húsnæði Smáprents sprungið auk þess sem þau langaði til þess að auka vöruúrvalið. Þau seldu því húsnæði sitt við dalbraut fyrr á þessu ári og hafa nú opnað nýja og mun stærri verslun á nýjum stað. Verslunin dótarí er opin alla virka daga frá klukkan 13 til 18 og frá kl. 11 til 15 um helgar. frg Mikið úrval fatnaðar má finna í Dótaríi. Verslunin Dótarí opnuð á Akranesi Axel Freyr Gíslason í versluninni Dótarí. Mikið úrval leikfanga er í Dótaríi. Skýrsla um samstarf safna á Vesturlandi var af SSV. Ráðstefnan fór fram rafrænt á tímum heimsfaraldar. Á málþinginu voru einnig innlegg frá sérfræðingum og öðru safnafólki á landinu. Hugmyndir og viðhorf viðmæl- enda voru dregnar saman í tillög- ur til framkvæmda og þær kynntar fagaðilum í safnastarfi á Vesturlandi á rafrænum fundi. Hugmyndir voru kynntar og umræður um þær fóru fram á meðal safnafólks og full- trúa sveitarfélaga sem voru á mál- þinginu. Í kjölfar málþingsins var skýrslan uppfærð í takt við góðar ábendingar sem komu bæði skrif- lega og munnlega inn á málþingið. undir lok júnímánaðar birt- ust tvær skýrslur á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem fjalla um skýrslu um varðveislu og aðgengi að menningararfinum ann- ars vegar og um stefnumörkum um safnastarf hins vegar. Í báðum stefn- unum er fjallað um mikilvægi sam- starfs bæði á milli safna innbyrðis og á milli stjórnvalda og safnanna. Áhersla er lögð á eflingu innviða sem eiga að stuðla að faglegu safn- astarfi, til dæmis í formi öruggs hús- næðis til varðveislu muna. „Ljóst er að hugmyndir safnafólks á Vestur- landi ríma vel við stefnu stjórnvalda um öflugt og faglegt safnastarf til framtíðar. Auk þess að staðfesta að söfn á Vesturlandi eru nú þegar í samstarfi þá liggja fyrir hugmyndir um að efla það samstarf með stofn- un klasa safna og sýninga á Vestur- landi, þar sem sýningar, setur og önnur safnatengd starfsemi, sem ekki fellur undir safnalög, hafi jafn- framt aðgang að vettvanginum. Einnig er lagt til að sveitarfélög á Vesturlandi hefji formlegt sam- tal um meiri samvinnu varðandi minjavörslu í landshlutanum sem og framtíð rafrænnar skjalavistun- ar,“ segir í tilkynningu frá Sigur- steini Sigurðssyni menningarfull- trúa SSV. mm Söfn og sýningar á Vesturlandi í eigu og/eða rekstri sveitarfélaga. Teikning úr skýrslunni Aukin samvinna safna á Vesturlandi. Fimm flokkar næðu mönnum inn í Norðvesturkjördæmi Haraldur Ingólfsson, útibússtjóri Sjóvá á Akranesi, og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, skrifuðu undir samning Sjóvá við Akraneskaupstað. Fyrir aftan á mynd eru þau Birgir Viðarsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar, og Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar. Akraneskaupstaður og Sjóvá skrifa undir samning

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.