Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Side 12

Skessuhorn - 08.09.2021, Side 12
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 202112 Nú eru liðin tvö ár síðan sett voru markmið til fimm ára hjá Land- búnaðarháskóla Íslands um að fjölga nemendum, rannsóknum og samstarfsverkefnum. blaðamað- ur Skessuhorns leit við á Hvann- eyri fyrir helgi og settist niður með Ragnheiði I Þórarinsdóttur rektor og tók stöðuna í skólanum. „Það verður eiginlega að segjast að það hafi læðst aftan að okkur þessi mikla fjölgun nemenda og verkefna. Þetta gekk mikið hraðar en við gerðum ráð fyrir og nú höfum við næst- um tvöfaldað nemendafjöldann á tveimur árum,“ segir Ragnheiður ánægð. Við skólann er boðið upp á þrjár fagdeildir; Ræktun og fæða, Náttúra og skógur og Skipulag og hönnun og að sögn Ragnheið- ar skiptist fjölgun nemenda nokk- uð jafnt á allar deildir. „Þegar við rýnum í tölurnar virðist skiptingin líka nokkuð jöfn á námsstig, en við erum með nám á framhaldsskóla- stigi, b.S. nám, M.S. nám og dokt- orsnám,“ segir Ragnheiður. Bættir innviðir Markmiðin sem sett voru fyr- ir tveimur árum skiptast í sex áherslur; nýsköpun, rannsóknir, kennslu, innviði, að fjölga nemend- um og starfsfólki og aukin kynning á skólanum. „Við höfum síðustu tvö ár verið grimmari að sækja um í samkeppnissjóði, en við vorum að fá um 100-120 milljónir á ári úr slíkum sjóðum áður. Síðustu tvö ár höfum við farið hátt í 300 milljónir og stefnum á svipaða tölu í ár. Þess- ir fjármunir gefa okkur svo kost á að fá til okkar fleiri doktorsnema og meistaranema. Það skiptir okkur miklu máli að fá til okkar doktors- nema, þeir koma inn í kennsluna til okkar og styðja við allt starfið. En til þess að taka á móti þeim verðum við að hafa fjármagnið. Við þurf- um samhliða þessu að bæta innviði okkar, uppfæra tækjabúnað og taka inn tækninýjungar á skólabúunum okkar svo við getum stundað rann- sóknir á háu plani. Það þarf bæði að vera spennandi fyrir nemend- ur að koma til okkar og við þurfum að hafa aðstöðu fyrir þá að stunda rannsóknir,“ segir Ragnheiður. Leggja áherslu á landbúnað Ragnheiður segist bjartsýn á að Ís- lendingar séu að vakna og átta sig á mikilvægi þess að leggja meiri áherslu á landbúnað. Hún segir Covid faraldurinn hafa ýtt undir þá vakningu hér á landi. „Íslendingar geta gert mun betur í landbúnaði og þetta er iðnaður sem ég hef fulla trú á að gæti orðið jafn stór eða stærri stoð en sjávarútvegurinn. Við ættum að horfa til frekari útflutn- ings á landbúnaðarvörum,“ seg- ir Ragnheiður. „Það tók ekkert svo langan tíma fyrir sjávarútveginn að þróast frá smábátum í stóra togara og massífan útflutning. Menn eru ekkert að horfa á innanlandsmark- aðinn í þeirri þróun. Þetta gerðist með því að horfa á sjávarútveginn í stærra samhengi. Af hverju ætt- um við ekki að horfa líka þannig á landbúnaðinn? Við höfum allt sem til þarf á Íslandi; land, hreint um- hverfi, hreint vatn, hreina orku og hreina ímynd,“ segir Ragnheiður. Gera Ísland sjálfbært „Ég hef fulla trú á að Íslendingar eigi inni mörg tækifæri í matvæla- framleiðslu en þá þurfum við að marka langtímastefnu í landbúnaði, með tímaramma og eftirfylgni, og leggja meiri áherslu á markaðssetn- ingu,“ segir Ragnheiður og bætir við að það sé ekki aðeins mikilvægt til að auka gjaldeyristekjur held- ur einnig til að gera Ísland sjálf- bærara. „tækifærin eru til staðar. Skipin eru enn að koma með meira en þau fara með svo það er ljóst að útflutningstækifærin eru til stað- ar fyrir þær vörur sem þola flutn- ing á skipum. Við getum líka flutt ferskvörur í flugi,“segir Ragnheið- ur og bætir við: „Við þurfum líka að skoða áframvinnslu hér heima. Sól- þurrkaðir tómatar eru oft þurrk- aðir með jarðvarma, og við eigum nóg af honum. Við höfum land- svæði, jarðvarma, vatn og allt sem til þarf til ylræktar og kornræktar. Þarna eru ónýtt tækifæri. Evrópu- sambandið hefur sett það mark- mið að 25% af ræktuðu landi í Evr- ópu eigi að vera lífrænt ræktað árið 2030. til að styðja við það verkefni eru sjóðir sem hægt er að sækja um í. Þarna eru kannski tækifæri fyr- ir okkur. Við gætum auðveldlega skapað okkur sess á þessu sviði. Við erum í dag mjög aftarlega í lífrænni ræktun í samanburði við margar aðrar þjóðir í Evrópu. Þegar við ættum í raun að vera mjög framar- lega,“ segir Ragnheiður. Lambakjötið orðið eftir „Ísland ætti að vera matvælaland,“ segir Ragnheiður og brosir. „Þá er líka grundvallaratriðið að fólk fái aur fyrir vinnuna sína. Einhver benti nýverið á að verslanir hér á landi noti lambakjötið til að lokka fólk til sín. Þetta er síðasta varan sem við ættum að markaðssetja á þennan hátt, þetta er bara vanvirð- ing við vöruna og bændur. Það er ekkert eðlilegt að lambakjötið sé ódýrasti maturinn til að bjóða upp á, jafnvel ódýrari en að panta pizzu,“ segir hún. Aðspurð segist Ragn- heiður telja að þarna megi kenna bæði markaðssetningu og vöruþró- un um. Lambakjötið hafi orðið eftir í markaðsþróuninni. Mikil breyting hefur orðið á framsetningu á fiski í verslunum á undanförnum áratug- um og samhliða hefur verðið hækk- að. „Fólk veit varla lengur hvernig heil ýsa lítur út, það sér bara eitt- hvað hvítt í sósu. Það er orðið svo auðvelt að taka með sér bakka af fiski úr búðinni og fara heim og elda. Það þarf kannski bara að gera lambakjötið neytendavænna og taka mið af breyttum fjölskyldu- stærðum,“ segir hún. Tækjabúnaður þarf að svara kalli nútímans Aðspurð segir Ragnheiður Land- búnaðarháskólann mikilvæg- an hluta af þessari matvælaþró- un, ekki aðeins til að mennta fólk á sviði landbúnaðar heldur einn- ig í rannsóknum og framþróun á þessu sviði. „Svo við getum spil- að okkar part þurfum við að vera framarlega með aðstöðu sem nem- endur geta lært af. Það gengur ekki að vera með háskóla á þessu sviði nema tækjabúnaður svari kalli nú- tímans. kannski getum við ekki verið fremst hvað það varðar á öll- um sviðum en þá kemur inn sam- starf við erlenda skóla. Við höfum verið vel búin þar og getað boðið nemendum okkar að fara erlendis í nám. Þar eru Íslendingar líka sterk- ir, og kannski betri en aðrar þjóð- ir. Við eigum auðvelt með að fara út og sækja þekkingu og erum dug- leg að gera það,“ segir hún og bæt- ir við að einnig sé mikil eftirspurn frá nemendum erlendis að koma á Hvanneyri að læra. „Við erum al- veg smá roggin með það og núna er til að mynda biðlisti hjá okkur að koma í skiptinám. En það er líka ekki síður mikilvægt fyrir okkur að fá nemendur í skiptinám eins og að senda nemendur út,“ segir hún. Stefna á 80% traust Ragnheiður segir það hafa gengið vel að ná markmiðunum sem sett voru fyrir tveimur árum en að einu þeirra hafi skólinn þó ekki náð. „Eitt af markmiðum sem við sett- um okkur var 80% traust frá al- menningi. Gallup gerir könnun og mælir traust til ýmissa stofnana og fyrirtækja og einnig hversu vel fólk þekkir þær stofnanir. Það þarf að borga fyrir þátttöku en við tókum ekki þátt fyrr en núna í byrjun árs og eigum því ekki tölur frá því áður en við settum þessi markmið. Við vorum með rúmlega 50% traust en Háskóli Íslands og Forsætisemb- ættið trónir á toppnum með í kring- um 80% traust. Þar viljum við líka vera og stefnum þangað. Við vor- um yfir meðallagi í samanburði við aðrar stofnanir og þegar horft var á hinn ásinn, hversu vel fólk þekkti til okkar, vorum við undir meðallagi. Þarna eru sóknarfæri fyrir okkur að efla kynningarmálin,“ segir Ragn- heiður. Iðragerjun nautgripa Í upphafi síðustu viku undirrit- uðu Ragnheiður og Guðmund- ur Ingi Guðbrandsson, umhverf- is- og auðlindaráðherra, samning þar sem umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið ætlar að styðja við rannsóknir um metanlosun vegna iðragerjunar nautgripa. En hvað felst í þeirri rannsókn? „Þetta er einn af stóru þáttunum í okk- ar losunarbókhaldi, metanlosun frá nautgripum. Metan er reikn- að sem ígildi koltvísýrings þar sem metan er nokkuð hærra en koltví- sýringur. Rannsóknin snýst í raun um að finna út hversu mikil met- anlosun er frá kúabúum hér á landi svo hægt sé að færa það inn í los- unarbókhaldið. Í dag erum við að nota staðla erlendis frá en kannski er þessi losun allt öðruvísi frá okk- ar kúm. Þær eru minni og öðru- vísi en kýr erlendis en metanlosun frá þeim hefur aldrei verið mæld áður,“ útskýrir Ragnheiður. Þetta er þó aðeins annar af tveimur þátt- um í rannsókninni. Hinn þáttur- inn snýr að því hvort hægt sé að ná niður metanlosun í kúm með breyttu fóðri. „Það hefur verið sýnt fram á að ákveðnir þörungar í fæði kúa geti minnkað metanlos- un og það er eitthvað sem við vilj- um skoða betur, hvort hægt sé að ná niður þessari losun með breyttu fóðri. Þessi rannsókn gæti líka leitt til frekari vitneskju um áhrif fóð- urs á gæði mjólkur. Þannig getum við einnig stuðlað að meiri gæðum í mjólkurframleiðslu,“ segir Ragn- heiður. Skordýrarækt Landbúnaðarháskólinn fékk í sum- ar dýralækni til að hefja forverk- efni í skordýraræktun á Íslandi. Í því verkefni er verið að skoða og gera tilraunir með mjölorma og hermannaflugur, skoða hvort hægt væri að framleiða úr þeim prótein og nýta í fóður. „Í dag erum við að flytja inn mikið af soja og öðru próteinmjöli. kannski gæti skor- dýramjöl komið í staðinn. Það er þegar byrjað að nota slíkt mjöl í dýrafóður fyrir ketti og hunda og í fiskeldi. kannski væri hægt að bæta þessu inn í kjúklinga- og svína- rækt. Það myndi gera okkur sjálf- bærari á Íslandi og minnka kolefn- isspor okkar töluvert ef við gætum sjálf framleitt meira prótein í fóð- ur,“ segir Ragnheiður og brosir til blaðamanns áður en hún bætir við: „Svo væri hægt að nota þetta til manneldis. Við þurfum að hugsa til framtíðar í matvælaframleiðslu, hvernig við ætlum að fæða þessa tíu milljarða. Svo er miklu lægra kolefnisspor að rækta skordýr heldur en kjöt,“ segir hún og bæt- ir við að um tveir milljarðar manna í heiminum borði í dag skordýr. „Það eru yfir 2000 tegundir skor- dýra étnar í heiminum. Evrópu- búar lokuðu bara á þennan mögu- leika á einhverjum tímapunkti og ákváðu að þetta væri ekki mat- ur. En kannski er það að breytast. Einu sinni borðuðu ömmur okkar og afar ekki kjúkling því það þótti bara ekki matur. kjúklingur er í dag vinsælli en lambakjöt. Hver veit nema skrodýrabuff verði vin- sælla en kjúklingabuff eftir fáein ár,“ segir hún og hlær. „Við þurf- um að skoða leiðir til að vera sjálf- bærari. Við fundum það í Covid, þegar landamæri lokuðust, hversu mikilvægt það er að þurfa ekki að treysta á svona mikinn innflutn- ing. Hversu lengi ætli vélin væri að stöðvast hjá okkur ef allt myndi loka? Hvað ættum við mikið af mat? Sérstaklega ef þessir gras- bítar sem við þó erum nokkuð vel að okkur í að rækta, væru búnir að leggjast af því framleiðslan stendur ekki undir sér. Skordýrarækt gæti kannski fætt okkur og verið notuð í fóður fyrir aðra fæðu. Mér þyk- ir spennandi að fylgjast með hvert þessi þróun fer. Það er líka mikil- vægt í þessu háskólasamfélagi, að vera alltaf með á nótunum í þró- un. Það væri ekki hægt að viðhalda kennslu á þeim ógnarhraða sem allt er á núna, án þess að vera með rannsóknir og taka þátt í nýsköp- un og að framþróa kennsluefnið. Þá bara staðnar allt og við verðum eftir,“ segir Ragnheiður Þórarins- dóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. arg „Ísland ætti að vera matvælaland“ segir Ragnheiður Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Ragnheiður Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.