Skessuhorn


Skessuhorn - 08.09.2021, Side 23

Skessuhorn - 08.09.2021, Side 23
MIðVIkudAGuR 8. SEptEMbER 2021 23 Krossgáta Skessuhorns Háttvís Væla Grugg Dugði Afrek Hlífa Ötull Hælir Kjáninn Fuglinn Vinkill Möndull Planta Hvíldi Hrós 7 Siglu- tré Ögn 2 Rimman Virðing Sér um Prófa Kvaka Átt Þaut Ónáðar Atgerfi Þaut Bar- lómur Rasar Hnoðar Flókin Utan Nöf Kaðall Ætlun Fjar- stæða Upptök Erfiði Ellefu Bið Reifi Varla Afa Myndun Nóg Áríð- andi Bardagi Mjöður 501 1 Sk.st. Marr 51 6 Yst mjólk Vangá Titill Flýti Askur Kvað Ras Börnin Röð Samt. Ljósker Kopar Skörp 4 Dundar Hljóp Draup Sefa Tvíhlj. Sprot- ann Óska Ásaka Gufubað 8 Op Stólpi Hólmi Samtök Káma Kona Ókunn Getur Tölur Úrkoma Dæs Bera Kveikur Fúsk Missir Átt Lyftir Röð Gelt Vissa Sjór 5 Minnist Alda Elskar Haka Glöð 3 1 2 3 4 5 6 7 8 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vakin á því að krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn. is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. Í síðustu krossgátu var rétt lausn „Fagurgali“. Heppinn þátttak- andi var brynhildur Lea Ragnarsdóttir, Gilsbakka Hvítársíðu, 311 borgarnes. L A N G A N I R R A F T A R O T A R R Ú ! A A L L U R Æ F O R A ! L A S K I Ó G Á T E I R R U S L A K N E Y T I ! ! T Á R I N U A R F I S T A U H I N D R U N I K T L Ó R U N N I Ó F Æ R T A M A L D I R Ú M B A K ! R Æ S I R H A S T Ó O A G U T L Á R A A T Ó M R Á S U L T A N I L M V A L R A U S N A N D A B E R A U N N I N N R R I F R I L D I T A N G U R O T A ! U ! G A L S A S A F R Ó R U K U R Æ L L I L A U T G U M S T A L Æ ! R A G N Ó T T A ! A N A F A G U R G A L I Valdimar Hallgrímsson á Akra- nesi gaf í sumar Safnaðarheimilinu Vinaminni líkan af Akraneskirkju sem hann smíðaði upp á eigin spýt- ur og er mikið hagleiksverk. Ekki nóg með að ytra útlit kirkjunnar sé til fyrirmyndar, því ef kíkt er inn í kirkjuna þá blasa þar við kirkju- bekkir, kirkjugestir, ljósakróna og altaristafla innst í kirkjunni. Valdimar er Skagamaður, fædd- ur árið 1949, sonur hjónanna Hallgríms Matthíassonar, dúdda í Mörk, og Þuríðar Árnadóttur. Systkini hans eru þau Þóra Elísa- bet, Matthías og Auður. Hann á þrjá syni; birgi, Hallgrím og Guð- mund Árna, sem allir búa í dan- mörku og sex barnabörn. Valdi, eins og hann er kallaður, bjó á Akranesi til ársins 1984 en flutti þá út til danmerkur í 29 ár og bjó þar til ársins 2013 þegar hann flutti aft- ur heim til Íslands. Valdi er smiður að mennt og mikill handverksmaður. Hann fékk meistaraprófið árið 1977 og var að vinna upp frá því í smíðavinnu í Akri, hjá Húsverki, Guðmundi á Minni borg og í Haferninum. Hann starfaði í danmörku í 14 ár við uppsetningum í verslunum toys R´us og vann meðal annars einnig á Írlandi, í kúveit og Þýska- landi og á öllum hinum Norður- löndunum við sömu iðju. Tók augnmál af kirkjunni blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Valda á dögunum og spurði hann fyrst hvernig þessi hugmynd hefði kviknað hjá hon- um. Hann segir að hugmyndin hafi komið frá því að Ragnheið- ur Sveinbjörnsdóttir, frænka Ingi- bjargar fyrrum konu Valda, sendi þeim jólakort árið 1990 út til dan- merkur af Akraneskirkju. „Ég tók augnmál af kirkjunni og byggði hana út frá því. Vinnustundirnar á bak við þetta verkefni voru um 250-300 tímar. Ég er smá montinn yfir því hvað hlutföllin pössuðu vel. Ég gerði þetta á tveggja ára tíma- bili og yfirleitt eftir vinnu og svo smíðaði ég kassa utan um hana til að geyma hana í. Ég setti hana allt- af upp á jólunum í stofunni heima í danmörku til skreytingar og til að fá stemningu á heimilið.“ Skreytt að innan Þegar Valdi flutti til Íslands fyrir átta árum fylgdi kirkjan með í far- angrinum og var stofustáss hjá hon- um í þó nokkurn tíma en svo fékk hann þá hugmynd að gefa hana til minningar um foreldra sína. Henni hefur nú nýlega verið fundinn góð- ur staður í Vinaminni til varðveislu en Skagamaðurinn og listamaður- inn bjarni Skúli ketilsson, baski, hannaði umhverfis- og bakgrunns- verk til að kirkjan kæmi sem best út hvað varðar lýsingu og fái sinn sjarma sem hún á skilið, eins og baski orðaði það. Valdi segir að það hafi verið mjög skemmtilegt þegar hann var búinn að gera kirkjubekk- ina en ekki verið með neitt í huga til að setja kirkjugestina inn í kirkj- una: „Þegar ég fór til danmerkur fyrir tveimur árum síðan í svona módelbúð þá áttu þeir tólf fígúrur í búðinni sem pössuðu akkúrat inn í kirkjuna á bekkina sem ég svo mál- aði sjálfur. Myndina í altaristöfl- unni gerði tengdadóttir mín, Maria Munkholm, sem ég er mjög ánægð- ur með.“ Valdi segir einnig að litla hvíta grindverkið sem er utan um kirkj- una hafi verið þannig í gamla daga og kirkjuturninn sömuleiðis. Þak- ið á kirkjunni hafi hann byggt úr umbúðum af bílhurð á toyota sem hann fékk á bílaverkstæði og eru alls 500 skífur á þakinu. Aðspurður hvort hann sé með fleiri svipuð verk í vinnslu segir Valdi að hann hafi aðeins skoðað það að gera líkan af Mörk, æsku- heimili sínu sem var á Skólabraut 8, og það geti verið að það komi seinna. vaks Valdimar Hallgrímsson. Gaf Vinaminni líkan af Akraneskirkju Þarna má sjá inn í kirkjuna. Bakgrunnsverk Baska kemur vel út í safnaðarheimilinu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.