Skessuhorn - 15.09.2021, Page 6
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 20216
Styrkja menn-
ingarverkefni
BORGARBYGGÐ: at-
vinnu-, markaðs- og menn-
ingarmálanefnd Borgar-
byggðar auglýsir eftir um-
sóknum um styrki til menn-
ingarverkefna í sveitarfé-
laginu árið 2021 en næsta
úthlutun fer fram í október
og þurfa umsóknir að ber-
ast í síðasta lagi viku fyrir
fund nefndarinnar sem er
28. september nk. Mark-
mið styrkveitinganna er að
styðja við fjölbreytta menn-
ingarstarfsemi í sveitarfé-
laginu og stuðla að jákvæðri
þróun í menningarmálum.
Í reglum Borgarbyggð-
ar um téðar styrkveitingar
segir að tilgreind verkefni
samkvæmt framangreindu
markmiði séu listaverk, út-
gáfa bókmennta, vísinda-
greina, fræðibóka, skýrslna
og annað sem hefur menn-
ingarlegt varðveislugildi til
lengri tíma, útgáfa mynd-
og hljóðdiska sem hafa
menningarlegt gildi og
sýnilega sérstöðu, styrkir til
smærri menningarviðburða
í sveitarfélaginu, varðveisla
menningarminja og styrkir
til að varðveita menningar-
arfleifð, til að mynda húsa-
og upplýsingaskilti. -frg
Kynhneigð
útiloki ekki
blóðgjöf
LANDIÐ: Heilbrigðis-
ráðherra hefur sett drög
að breytingu á reglugerð
um söfnun, meðferð, varð-
veislu og dreifingu blóðs og
viðauka iV við sömu reglu-
gerð til umsagnar í Sam-
ráðsgátt stjórnvalda. Breyt-
ingin hefur í för með sér
að því er bætt inn í reglu-
gerðina að það sé óheim-
ilt að mismuna blóðgjöf-
um á grundvelli ómálefna-
legra sjónarmiða, svo sem
kyns, kynhneigðar, upp-
runa eða stöðu að öðru
leyti. Breytingin felur jafn-
framt í sér að kynhegðun
veldur ekki lengur varan-
legri frávísun blóðgjafar. Í
staðinn er kveðið á um að
blóðgjafi megi ekki hafa
stundað áhættusamt kynlíf
í fjóra mánuði fyrir blóð-
gjöf. Lögð er til skilgrein-
ing á því hvað telst vera
áhættusamt kynlíf en í því
felst að það sé kynlíf sem
eykur verulega líkur á að
alvarlegir smitsjúkdómar
berist með blóði. -mm
Atkvæðagreiðsla
utan kjörfundar
VESTURLAND: atkvæða-
greiðsla utan kjörfundar vegna
alþingiskosninga laugardag-
inn 25. september næstkom-
andi hófst 13. ágúst og heldur
áfram fram til kjördags. Hægt
er að kjósa utan kjörfundar á
skrifstofum og útibúum sýslu-
manna um allt land fram að
kjördegi. Öllum á kjörskrá
er heimilt að kjósa utan kjör-
fundar hjá hvaða sýslumanni
sem er, óháð búsetu. Hjá
sýslumanninum á Vesturlandi
má greiða atkvæði alla virka
daga. Lesendur eru hvattir til
að kynna sér utankjörfund-
arstaði í auglýsingu í síðasta
Skessuhorni. -arg
Akstursþjónusta
fyrir eldri
borgara
STYKKISH: Stykkishólms-
bær býður nú upp á aksturs-
þjónustu fyrir eldri borgara,
67 ára og eldri. Markmiðið
með akstursþjónustunni er að
gera öldruðum einstaklingum
í Stykkishólmi kleift að búa
lengur heima. Skilyrði fyrir
akstri er að umsækjandi sé 67
ára eða eldri, eigi lögheimili
í Stykkishólmi, búi sjálfstætt,
hafi ekki aðgang að eigin bif-
reið og sé ófær um að nota
aðrar samgöngur. Þjónustan
er í boði alla fimmtudaga frá
kl. 13 til 15. Gjald fyrir hverja
ferð er 500 krónur. Ráðhús
Stykkishólmsbæjar annast af-
greiðslu umsóknar um þjón-
ustuna en hægt er að panta
akstur með því að hringja í
afgreiðslu Ráðhússins í síma
433-8100 eða senda tölvupóst.
Bogi thor Bragason sér um
aksturinn. -vaks
Blaðamannafélag Íslands hefur sent
áskorun til stjórnmálaflokkanna um
að gera það að stefnumáli sínu að
tryggja að á Íslandi fái þrifist frjáls-
ir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar. Í
tilkynningu segir að fjölmiðlar séu
grundvöllur lýðræðislegrar um-
ræðu og lýðræðislegra samfélaga,
um það er ekki deilt. „Það er einnig
óumdeilt að rekstrarumhverfi fjöl-
miðla hefur versnað mikið á und-
anförnum árum. Ástæðan er fyrst
og fremst stórfelldar breytingar á
fjölmiðlamarkaði með tilkomu er-
lendra efnisveitna, samfélagsmiðla
og tæknirisa á borð við Facebook
og Google sem soga til sín æ stærri
hluta af auglýsingafé. Þá hefur sú
þróun orðið að færri eru tilbúnir til
að greiða fyrir fréttir eða fréttatengt
efni vegna þess mikla framboðs sem
er af fríu fréttaefni á netinu.“
Þá segir í yfirlýsingu BÍ að staða
fjölmiðla sé ekki einkamál fjöl-
miðlanna sjálfra heldur varðar hún
samfélagið allt. „Sterkir, öflugir fjöl-
miðlar eru forsendur þess að hægt
sé að veita stjórnvöldum og stórfyr-
irtækjum nauðsynlegt aðhald. Það
ætti að vera markmið hvers lýðræð-
issamfélags, hverrar ríkisstjórnar,
hvers löggjafarþings, að gera það
sem í þeirra valdi stendur til að
tryggja öfluga, frjálsa og sjálfstæða
fjölmiðlastarfsemi í landinu. Því
skorar Blaðamannafélag Íslands á
þá flokka sem bjóða fram í komandi
alþingiskosningum að taka upp til-
lögur að nauðsynlegum breyting-
um sem félagið telur stuðla að því
að forsendur fyrir rekstri fjölmiðla
gjörbreytist.
að auki skorar Blaðamanna-
félagið á stjórnmálaflokka að hafa í
huga samfélagslega ábyrgð sína og
mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðis-
lega umræðu í samfélaginu þegar
ákvörðun er tekin um birtingu aug-
lýsinga. BÍ hvetur stjórnmálaflokka
til að setja sér stefnu, sem birt er
opinberlega, um hlutfall auglýs-
ingafjármagns sem veitt er til er-
lendra miðla, og jafnframt að birta
að kosningum loknum sundurliðun
á því hve miklu fjármagni var varið
til erlendra miðla annars vegar og
íslenskra hins vegar.“ mm
Á landsþingi Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar, sem haldinn var
fyrstu helgi mánaðarins, tóku rúm-
lega 300 fulltrúar aðildareininga
þátt í líflegum umræðum um starf-
semi félagsins og framtíðarsýn. Fé-
lagar kusu sér nýjan formann og
nýja stjórn ásamt því að álykta um
ýmis mál. Þingið skoraði bæði á
dómsmálaráðherra og ríkisstjórn
Íslands. Áskorun til dómsmálaráð-
herra snýr að lagaumgjörð um pen-
ingaspil sem er í skoðun hjá vinnu-
hópi sem ráðuneytið skipaði fyrr á
árinu og hefur heildarlagaumgjörð
málaflokksins til endurskoðunar.
Mikið hefur mætt á almanna-
varnakerfinu undanfarin tvö ár og
reynsla komin á þær breytingar sem
gerðar hafa verið á kerfinu undan-
farin ár. Þingið skoraði á ríkis-
stjórnina að halda áfram af fullum
þunga endurskoðun á lögum um al-
mannavarnir með það að leiðarljósi
að tryggja enn betur viðbragðs-
hæfni og sjálfstæði þeirra sem að
málaflokknum vinna.
Nýr formaður og stjórn var kosin
á Landsþinginu. Otti Rafn Sigmars-
son var kosinn nýr formaður félags-
ins í stað Þórs Þorsteinssonar. Otti
Rafn hefur setið í stjórn félagsins
síðustu tvö kjörtímabil og gegndi
embætti varaformanns undanfarin
tvö ár. Hann er félagi í Björgunar-
sveitinni Þorbirni í Grindavík, hef-
ur verið virkur félagi í rúm 20 ár og
látið til sín taka á vettvangi félags-
ins á ýmsum sviðum. Í nýrri stjórn
sitja auk hans Þorsteinn Þorkels-
son, Borghildur Fjóla kristjáns-
dóttir, Gísli V. Sigurðsson, Hafdís
einarsdóttir, Hildur Sigfúsdótt-
ir, Valur S. Valgeirsson, Þorsteinn
Ægir egilsson og Þór Bínó Frið-
riksson frá akranesi. mm
Ný stjórn Landsbjargar. Ljósm. Landsbjörg.
Landsbjörg skorar á stjórnvöld
Blaðamannafélagið minnir á nauðsyn
sjálfstæðra fjölmiðla