Skessuhorn - 15.09.2021, Page 29
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 2021 29
Kísiljárnverksmiðjan Elkem Ísland leitar að öflugu starfsfólki í framleiðslustörf. Elkem er skemm�legur og �ölbrey�ur
vinnustaður sem byggir á sterkri liðsheild og góðri fyrirtækjamenningu.
Elkem Ísland er vímuefnalaus vinnu-
staður og í aðdraganda ráðningar eru
umsækjendur beðnir um að gangast
undir vímuefnapróf. Umsækjendur
þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Elkem Ísland | Grundartanga | 301 Akranes | elkem@elkem.is | www.elkem.is
Við erum að leita að fram�ðarstarfsmönnum í teymið
Æskilegir eiginleikar umsækjenda eru:
Sterk öryggis- og gæðavitund
Metnaður �l að starfa við sérhæfða hágæðaframleiðslu
Sveigjanleiki og styrkur �l að vinna jöfnum höndum sjálfstæ� og í teymi
Jákvæðni, vinnusemi og vilji �l að læra af reynslu samstarfsmanna
Sendu inn umsókn á www.elkem.is
Varp hafarna hefur heppnast vel í
ár, að sögn Róberts arnars Stefáns-
sonar, líffræðings hjá Náttúrustofu
Vesturlands. talið er að stofninn
telji nú á fjórða hundrað fugla og
að 86 óðul séu í ábúð. alls var orpið
á 69 óðulum og komust 58 ungar á
legg á 45 þeirra, sem er met. Stofn-
inn er þó talsvert langt frá því að ná
sama styrk og fyrr á öldum en þró-
unin er mjög jákvæð.
Hafarnarstofninn hefur verið í
hægum vexti allt frá áttunda ára-
tugnum en þá hafði hann stað-
ið að mestu í stað allt frá því um
1920. Þá taldi stofninn um 20 varp-
pör. Stofninn hafði sætt ofsóknum
auk þess sem haförninn sótti í æti
sem var eitrað og sett út fyrir refi.
Þá leið stofninn fyrir notkun þrá-
virkra lífrænna mengunarefna víða
um heim, svo sem ddt og pCB,
sem bárust hingað með loftstraum-
um og fardýrum. „Margir ránfuglar
áttu erfitt vegna téðra ofsókna og
mengunarefna,“ segir Róbert.
Þegar bann hafði verið sett við
útburði eitraðs ætis tók stofninn
að vaxa. Róbert bendir á að stofn-
inn hafi gengið í gegnum flösku-
háls erfðafræðilega vegna fæðar.
„Frændur og frænkur æxluðust og
er erfðafræðileg einsleitni í stofn-
inum mikil. Mögulega hefur það
hægt á fjölgun stofnsins eftir að
hagstæðari skilyrði sköpuðust en
litlir og einsleitir stofnar hafa minni
getu til að bregðast við umhverfis-
breytingum,“ segir Róbert. Þá segir
hann jafnframt að vöxtur stofnsins
á Íslandi hafi verið hægari en stofn-
ar hafarna annars staðar í evrópu
og að mögulega skýrist það að ein-
hverju leyti af þessari einsleitni hér
á landi.
að sögn Róberts er hafarnar-
stofninn sá fuglastofn á Íslandi sem
hvað best er fylgst með. Náttúru-
fræðistofnun Íslands hefur umsjón
með vöktun hans en vinnur í náinni
samvinnu við Náttúrustofu Vestur-
lands og fuglaáhugafólk. Hafern-
ir geta náð a.m.k. tuttugu ára aldri
og munu ungamerkingar undanfar-
inna ára varpa skýrara ljósi á aldurs-
samsetningu stofnsins, ferðir á milli
landshluta og ýmsa aðra þætti. Varp
hafarna er þéttast við sunnanverð-
an Breiðafjörð en varpútbreiðslan
nær frá Faxaflóa vestur um og að
Húnaflóa. Á þessu svæði gætir mik-
illa sjávarfalla og grunnsævi er mest
hér við land. aðgengi arna að fæðu
er þess vegna betra á þessu svæði en
annars staðar. Hafernir hafa fjöl-
breytt fæðuval og sérhæfa sig ekki í
neinni sérstakri tegund. uppistað-
an í fæðu hafarnarins er þó fuglar
og grunnsævisfiskar.
ernir sjást nú orðið í öllum
landshlutum og ef stofninn heldur
áfram að vaxa er líklegt að varpút-
breiðslan aukist. Haförninn verpir
í apríl og ungarnir verða fleygir í
lok ágúst. Hins vegar er með haf-
erni eins og mörg mannanna börn
að hann hangir lengi heima eða allt
að áramótum. frg/ Ljósm. af
Varp hafarna heppnaðist vel
AUGLÝSING UM SKIPULAG -
BORGARBYGGÐ
AUGLÝSING UM NIÐURSTÖÐU
SVEITARSTJÓRNAR
BORGARBYGGÐAR VEGNA
SKIPULAGS
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10.
júní 2021 eftirfarandi tillögur samkvæmt 32. gr. og
41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022.
Breytt landnotkun við Stafholtsveggi II í
Borgarbyggð, landnotkunarreitur fyrir
verslun- og þjónustu S11.
Deiliskipulag ferðaþjónustu í landi
Stafholtsveggja II.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu
Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is.
Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt
52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og
lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur
fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til
úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga
lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem
kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu
skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is