Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 30

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 30
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202130 SK ES SU H O R N 2 02 1 Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 Kosningar til Alþingis fara fram 25. september næstkomandi. Kjörskrá á Akranesi hefur nú verið lögð fram og samþykkt. Kjörskráin liggur frammi í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Dalbraut 4, 1. hæð, á skrifstofutíma frá og með 15. september næstkomandi til kjördags. Þeim sem vilja koma athugasemdum á framfæri vegna kjörskrár er bent á að snúa sér til sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Akraneskaupstaðar (433-1020, netfang: steinar.adolfsson@akranes.is). Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt til kjördags gert leiðréttingar á kjörskrá ef við á. Akranesi, 9. september 2021 YFIRKJÖRSTJÓRN AKRANESS Hugrún O. Guðjónsdóttir, formaður Einar Gunnar Einarsson Björn Kjartansson SK ES SU H O R N 2 02 1 Alþingiskosningar 2021, Akranesi Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25. september 2021, fer fram í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum og hefst kjörfundur kl. 09:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00. Íþróttahúsið Jaðarsbökkum, gengið inn um norður anddyri. I. kjördeild Akralundur til og með Esjubraut II. kjördeild Esjuvellir til og með Jaðarsbraut III. kjördeild Jörundarholt til og með Smiðjuvellir IV. kjördeild Sóleyjargata til og með Þjóðbraut Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma á kjördag og hafa meðferðis persónuskilríki. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 899-9180. Netfang: kosning@akranes.is Kjósendur eru hvattir til að gæta að eigin smitvörnum í samræmi við gildandi reglur á hverjum tíma. Akranesi, 9. september 2021 YFIRKJÖRSTJÓRN AKRANESS Hugrún O. Guðjónsdóttir, formaður Einar Gunnar Einarsson Björn Kjartansson Það fór ekki fram hjá nokkr- um manni að fyrir skemmstu gaf hljómsveitin aBBa út tvö ný lög eftir 40 ára þögn frá hljómveita- bransanum. Fyrsta plata aBBa, Ring Ring, kom út árið 1973 og væntanleg er ný plata 5. nóvember sem nefnist Voyage en sveitin var stofnuð í Svíþjóð árið 1972. aBBa voru frumkvöðlar í gerð tónlistar- myndbanda en hinn þekkti sænski leikstjóri Lasse Hallström (Mitt liv som hund, Chocolat og the Ci- der House Rules) leikstýrði flest- um myndböndum aBBa frá ár- unum 1974-82 og einnig mynd- Framleiðir tónleikasýningu ABBA inni frá 1977, aBBa: the Movie. Á næsta ári eru fimmtíu ár frá stofnun sveitarinnar og í tilefni af því verð- ur aBBa með tónleikaröð í nýrri tónleikahöll í Lundúnum sem er sérstaklega hönnuð og byggð utan um sýndarveruleikatónleika með aBBa. tónleikarnir verða í maí á næsta ári. Þar mun tölvu aBBa, eins og þau litu út árið 1979, birtast á sviðinu og flytja sína helstu smelli með lifandi stórri hljómsveit sem verður með tölvu aBBa á sviðinu. Skagakonan Svana Gísladóttir rekur kvikmyndafyrirtæki í Lund- únum og hefur búið í Lundúnum í 24 ár og búin að afreka eitt og ann- að. Hún vann árum saman við að framleiða tónlistarmyndbönd með fólki eins og Radiohead, Björk, Oasis, Coldplay, Oasis, adele og fleirum en hún ákvað þeg ar hún var búin að vinna í leyni með da- vid Bowie að síðustu myndbönd- unum hans að hún ætlaði ekki að gera fleiri tónlistartengd verkefni. Svana fékk svo símtal frá aBBa og sló til og hefur verið nánasti sam- starfsmaður þeirra síðustu fjögur ár í þessu verkefni sem hefur verið unnið með mikilli leynd undanfarin ár. Það er brjálað að gera hjá Svönu þessa dagana í þessu öllu saman og baðst hún því undan viðtali og fengum við góðfúslegt leyfi hjá Rás 2 að nota glefsur úr viðtali sem þau Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson tóku við hana í síðustu viku í morgunútvarpi Rásar 2. Erfitt á tímum brexit og covid Svana segir aðspurð hvert hennar hlutverk sé í þessu verkefni að hún sé búin að vera framleiðandi í eng- landi í um 20 ár og hafi verið að vinna með þeim í þessu síðan árið 2017. Hún sé að framleiða þessa tónleikasýningu fyrir aBBa og að þetta sé svona þeirra barn sem þau voru að fæða. Hún segir einnig að þetta sé búið að taka mjög lang- an tíma og mjög krefjandi að setja þetta á svið. „Við erum búin að fara í gegnum eins og við köllum sköp- unarferil, þetta er svona verkefni sem gerist ekkert yfir eina nótt og við erum búin að prófa ýmsa hluti þangað til við áttuðum okkur á því hvað kæmi best út og erum rosalega ánægð með það sem við erum að opna núna í maí. Svo erum við að byggja byggingu líka, ég veit ekki hvort einhver sem hefur reynslu af byggingavinnu geti ímyndað sér hvernig eigi að gera það á tímum Brexit og Covid. Það er kannski mesta stressið í þessu öllu saman. Við erum að byggja þrjú þúsund manna höll í Olympic park í austur Lundúnum, þetta er alveg á yndis- legum stað þar sem borgarstjórinn bauð okkur að byggja og þá er ein- mitt BBC að fara að opna höfuð- stöðvar sínar þarna nálægt.“ Svana segir að það eigi að vera hægt að taka þetta niður á 14 vik- um: „en ég fer nú þarna annan hvern dag og er að horfa á þetta núna. Hvernig eigum við að fara að því að taka þetta niður? Þetta er alveg rosaleg bygging þannig að ég er að biðja mitt fólk að endurskoða hvort það sé pottþétt hægt að taka þetta niður á 14 vikum.“ Gera tónlistinni góð skil tæknilega séð verður þessi sýning alveg einstök? „Það er ofsalega mik- il tækni í þessu, við erum búin að fylla bygginguna sjálfa af allskon- ar dóti og endurhanna þakið í höll- inni þrisvar sinnum til að hún haldi þyngslunum, alls 600 tonn. Þau í aBBa eru sjálf digital í sýningunni þannig að við erum að vinna með industrial Light and Magic stúdíó George Lucas sem hefur gert Star Wars myndirnar og the avengers. Ákvarðanatakan á hverjum degi snýst ekkert um tæknina heldur að gera þessari tónlist góð skil og fólk- ið sem kemur að sjá og hlusta fái upplifun sem er meira tilfinninga- leg heldur en að vera að horfa upp í loftið og hrífast af tækninni.“ Svana segir enn fremur að í sýn- ingunni verði alls 22 lög og hún sé um 100 mínútur að lengd og þetta verði bara eins og að fara á tónleika með aBBa í dag. Þau hafi átt um 60 smelli í gegnum tíðina og það verða örugglega einhver lög sem fólk muni sakna. Hefur þú eitthvað fengið að hitta þau sjálf í þessari vinnu allri? „Já, ég er búin að vera að vinna með þeim í 4-5 ár í þessu og er að fram- leiða þetta með þeim. Þó að þetta séu lifandi goðsagnir að þá er nóg að vinna með þeim í tvær mínútur til að vita að þetta er ósköp venju- legt fólk, þau eru bara mjög eðlileg og yndislegt fólk.” segir Svana að lokum. vaks Svona líta ABBA út í dag, öll komin yfir sjötugt. Hljómsveitin ABBA starfaði á árunum 1974-1982. Svana ásamt Benny Andersson, Ludvig syni Bennys og Björn Ulvaeus á kynn- ingunni fyrir tónleikasýninguna.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.