Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 31

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 31
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 2021 31 FJÖLSKYLDUSVIÐ BORGARBYGGÐAR AUGLÝSIR STÖÐU FÉLAGSRÁÐGJAFA Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag með ríka sögu, í nálægð við höfuðborgina þar sem íbúar og gestir upplifa öflugt skólastarf, íþrótta-, menningar- og listalíf, góða þjónustu og vinalegt viðmót ásamt fjölbreyttri afþreyingu í einstakri náttúrufegurð. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini. Erum við að leita að þér? HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu, þ.m.t. félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð. Annast greiningu, könnun og vinnslu barnaverndarmála. Aðkoma að þjónustu og ráðgjöf við fólk með fötlun, bæði börn og fullorðna. Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustu-stofnunum vegna málefna barna og fjölskyldna þeirra. Forvarnarmál. MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR Starfsréttindi í félagsráðgjöf. Þekking og reynsla á sviði barnaverndar og meðferð fjölskyldumála. Þekking og reynsla af vinnu með fólki með skerðingar æskileg. Þekking á forvarnamálum æskileg. Lipurð í mannlegum samskiptum. Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi. Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð. Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu. Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti. FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ Vinnutími: dagvinna Starfshlutfall: 100% Starfsvið: fjölskyldusvið Umsóknarfrestur: 20. september 2021 Umsókn skal senda í gegn um https://alfred.is/starf/felagsradgjafi-13. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf. Áhugasamir einstaklingar, án tillit til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri. Netfang vildis@borgarbyggd.is Símanúmer 433 7100. SK ES SU H O R N 2 02 1 SK ES SU H O R N 2 02 1 Alþingiskosningar 2021 Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september 2021. Upplýsingar um flest er lýtur að kosningunum er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is. Kjörskrá Kjósendur eru á kjörskrá þar sem þeir eiga skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjörskrá fyrir Dalabyggð liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 10. september til kjördags, mánudaga – föstudaga kl. 9:00 – 13:00. Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Heimilt er að gera slíkar athugasemdir til sveitarstjórnar fram á kjördag. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna er hafin. Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar til kjördags. Innanlands er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Dalabyggð fer fram í afgreiðslu sýslumanns, Miðbraut 11 í Búðardal á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30 til 13:00. Kjörfundur Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Dalabyggð verður í fundasal stjórnsýsluhússins á Miðbraut 11 í Búðardal og stendur frá kl. 10:00 til kl. 20:00. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkum á kjörstað. Kjósendur skulu sýna tillitsemi og virða sóttvarnir á kjörstað. Kjörstjórn Dalabyggðar Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir á vef sínum eftir styrkum- sóknum frá einstaklingum og fyrir- tækjum í samræmi við reglur Stykk- ishólmsbæjar um styrkveitingar. Í auglýsingunni segir: „Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykk- ishólmsbæjar er að styðja við sjál- fsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstak- linga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífs- gæðum og fjölbreytilegu mann- lífi og öflugu íþrótta- og æskulýðs- starfi. almennar styrkveitingar fara fram tvisvar á ári, á fundum bæjar- stjórnar í mars/apríl og október/ nóvember. Varðandi styrki til til einstaklinga, félaga og/eða samtaka sem starfa að íþrótta- og æskulýðsstarfi í Stykkis- hólmi eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi þá má veita styrki bæði vegna einstakra verk- efna eða viðvarandi starfsemi. Skilyrði styrkveitinga er að at- burður eða verkefni sé í Stykk- ishólmi, en varðandi íþrótta- og æskulýðsstarf er það skilyrði að umsækjendur skuli hafa lögheimili í Stykkishólmi. Þá skulu félög sem eru deildarskipt sækja um styrk fyr- ir sínar deildir. ekki er úthlutað sér- staklega til deilda heldur skal við- komandi félag ráðstafa þeim fjár- munum sem það fær í styrk, sjálft til deildanna eftir reglum hvers fé- lags fyrir sig. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinargerð um fram- kvæmd þess og ráðstöfun styrk- fjárins til að ný umsókn komi til greina, sbr. verkáætlun í umsókn og skilmálum styrks. frg Borgarbyggð og umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafa gert með sér samninga um styrkveitingar til annars vegar bættrar úrgangsþjón- ustu við frístundahús og hins veg- ar söfnunar brotajárns í dreifbýli í Borgarbyggð. Styrkurinn til úr- gangsþjónustu nemur fjórum millj- ónum króna og styrkur til söfnun- ar brotajárns sex hundruð þúsund krónum. Ráðuneytið auglýsti 18. mars eft- ir umsóknum lögaðila um styrki til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis hér á landi. Markmiðið með styrkveitingun- um er samkvæmt samningunum að efla úrgangsforvarnir, bæta flokk- un úrgangs, efla tækifæri til end- urvinnslu úrgangs sem næst upp- runastað, stuðla að aukinni endur- vinnslu og annarri endurnýtingu og efla tækifæri til nýsköpunar og þró- unar á búnaði sem dregur úr magni úrgangs eða auðveldar flokkun, endurvinnslu og aðra endurnýt- ingu. Styrkveitingunum er ætlað að styðja við nauðsynlega uppbygg- ingu innviða hringrásarkerfisins á Íslandi og nýsköpun og þróun sem stuðlað getur að innleiðingu þess hérlendis. frg Styrkja hringrásarhag- kerfi í Borgarbyggð Stykkishólmsbær auglýsir eftir styrkumsóknum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.