Skessuhorn - 15.09.2021, Síða 37
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 2021 37
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Borgarbyggð –
miðvikudagur 15. september
Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum ætl-
ar að hittast í Brún kl. 13:30. Boðið verð-
ur upp á hina margrómuðu réttarsúpu
á fundinum.
Dalabyggð –
miðvikudagur 15. september
Opinn dagur verður hjá kjötsmiðjunni
Miðskógi í Dölum frá kl. 14:00. Þar geta
áhugasamir komið og kynnt sér aðstöð-
una og starfsemi smiðjunnar. Verkefnið
við að koma kjötsmiðjunni á fót hef-
ur haft langan aðdraganda og er smiðj-
an kærkomin viðbót fyrir matvælafram-
leiðslu í sveitarfélaginu. Smiðjan hefur
hlotið styrki m.a. frá Uppbyggingarsjóði
SSV og Framleiðnisjóði landbúnaðar-
ins til uppbyggingar. Húsið verður form-
lega opnað af fulltrúum SSV og eru allir
áhugasamir velkomnir.
Borgarnes –
miðvikudagur 15. september
Guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 20:00.
Kirkjukór Borgarneskirkju leiðir sálma-
söng undir stjórn Steinunnar Árnadótt-
ur organista. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason
þjónar fyrir altari.
Borgarnes –
miðvikudagur 15. september
Bjarni Jónsson, Oddviti VG í Norðvest-
ur kjördæmi og Guðmundur Ingi Guð-
brandsson umhverfisráðherra halda op-
inn fund í Arinstofunni á Landnámssetr-
inu kl. 20:00.
Akranes –
fimmtudagur 16. september
Foreldramorgnar byrja aftur á Bóka-
safni Akraness og verða alla fimmtu-
daga í vetur, að undanskildum 23. sept-
ember, kl. 10:00. Verður þá opið hús fyrir
foreldra og ungabörn, kjörið tækifæri til
að kynnast öðrum foreldrum og rabba
saman um lifið og tilveruna. Samvera og
fræðsla, heitt kaffi á könnunni.
Akranes –
fimmtudagur 16. september
Opinn fundur með frambjóðendum
Framsóknar í Norðvesturkjördæmi kl.
20:00 á Bárunni. Sigurður Ingi mætir og
fer m.a. yfir mál Sundabrautar. Formleg
opnun kosningaskrifstofu verður á sama
tíma. Léttar veitingar í boði.
Akranes – föstudagur 17. september
Konukvöld Sjálfstæðisflokksins á Gamla
Kaupfélaginu kl. 19:45. Veislustjóri
kvöldsins er enginn annar en Iddi Biddi
og mun hann sjá til þess að halda stuð-
inu gangandi. Jógvan Hansen mun sjá
um að heilla gesti upp úr skónum. Þórdís
Kolbrún mætir. 18 ára aldurstakmark.
Borgarbyggð –
laugardagur 18. september
Skógarganga Ferðafélags Borgarfjarð-
arhéraðs í Einkunnum – Fólkvangi kl.
14:00. Gangan verður með ævintýra-
legu ívafi og ýmsum uppákomum. Ætl-
að börnum á öllum aldri. Ganga á létt-
an hring um skóginn og það er aldrei að
vita hverjir verða á vegi gönguhópsins.
Að göngu lokinni verður boðið upp á
heitt kakó í rjóðrinu þar sem grillið er.
Akranes – sunnudagur 19. september
ÍA og Fylkir mætast í Pepsi Max deild
karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram
á Akranesvelli og hefst kl. 16:00. Þetta
verður síðasti heimaleikur ÍA í deildinni
í sumar.
Borgarbyggð –
sunnudagur 19. september
Nú verður dustað rykið af geispunum
og farið upp í hlíðar Stálpastaða og birki
gróðursett. Þetta er fjáröflun fyrir Skóg-
ræktarfélagið Dafnar og eru allir með-
limir velkomnir og mega taka liðsauka
með sér. Boðið verður upp á hressingu
að gróðursetningu lokinni og væri gott
ef að þeir sem ætla að koma staðfesti
sig til þess að hægt verði að versla inn
í samræmi við fjölda og sporna gegn
matarsóun og/eða ofáti. Lagt verður af
stað frá Hvanneyri kl. 13:00 og fólk verð-
ur flutt upp á jeppum þar sem að skóg-
arstígarnir eru ekki fólksbílafærir. Dafnar
mun reyna að verða sér út um smárútur
fyrir þá sem vilja koma með frá Hvann-
eyri og/eða sameinast í bíla. Vonandi
sjáumst við sem flest í þessari náttúru-
perlu, hátt upp á Hálsi.
Ódýr bíll til sölu
Volvo S40 SE árgerð 2002 er til sölu
á 100.000 krónur. Bíllinn er keyrður
224.000 km. Leðursæti, cruise control,
hiti í framsætum, vökvastýri og velti-
stýri, nýir demparar, bremsuklossar og
bremsudiskar að aftan. Verðlækkun
vegna sparnaðar í tryggingu og skoð-
unargjalds. Frekari upplýsingar í síma
867-6927.
Rafmagnshjól
Samanbrjótanlegt rafmagnshjól sem
passar í skott á flestum bílum. Upplýs-
ingar á netfangið svavar.kristinsson@
gmail.com.
Á döfinni
TIL SÖLU
Smáauglýsingar
Nýfæddir Vestlendingar
23. ágúst. Stúlka. Þyngd: 4.346.
Lengd: 55 cm. Foreldrar: Lovísa
Ósk E. Halldórsdóttir og Hálfdán
Finnbogason, Hnífsdal. Ljósmóðir:
Ásthildur Gestsdóttir.
1. september. Drengur. Þyngd:
3.586 gr. Lengd: 49,5 cm. Foreldrar:
Petrea Hjartardóttir og Viðar Freyr
Viðarsson, Akranesi. Ljósmóðir: G.
Erna Valentínusdóttir.
25. ágúst. Stúlka. Þyngd: 3.508 gr.
Lengd: 50 cm. Foreldrar: Ása Elín
Helgadóttir og Grétar Þór Þórs-
son, Vestmannaeyjum. Ljósmóðir:
Hafdís Rúnarsdóttir.
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur
í Reykholti
Sími 433 8000
www.snorrastofa.is
snorrastofa@snorrastofa.is
Snorrastofa í Reykholti
Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson
Þriðjudagur 21. september 2021
kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu
Fjallað verður um Finn Jónsson,
sem var prestur í Reykholti og
síðar biskup, og skrif hans um
Snorra Sturluson og Reykholt í
Kirkjusögu sinni (1772 til 1778)
og útgáfu á Heimskringlu (1777
til 1783).
Aðgangur ókeypis
Verið velkomin
Reykhyltingur
um Reykhylting
Ævisögur Snorra Sturlusonar á latínu eftir Finn Jónsson biskup
Gottskálk Jensson, rannsóknardósent við Kaupmannahafnarháskóla
og gestaprófessor við Háskóla Íslands