Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 29
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 2021 29 Borgarbyggð – miðvikudagur 13. október Félag aldraðra Borgarfjarðardöl- um hittist í Brún kl. 14. Spiluð verð- ur félagsvist. Hvalfjarðarsveit – miðvikudagur 13. október Hin árlega hrútasýning Búnað- arfélags Hvalfjarðarsveitar verð- ur haldin í fjárhúsinu í Skorholti kl. 17:00. Veitt verða verðlaun fyr- ir bestu hvítu kollóttu hrútana, bestu mislitu hrútana og bestu hvítu hyrndu hrútana. Í boði er stigun á lömbum fyrir sýninguna. Fjáreigendur eru hvattir til að mæta og njóta spennandi sam- verustundar. Gætum að almenn- um sóttvörnum. Borgarnes – miðvikudagur 13. október Kynningarfundur um uppbygg- ingu LazyTown studio. Forsvars- menn Upplifunargarðsins ehf., sem hafa um nokkurt skeið unn- ið að undirbúningi fyrir uppbygg- ingu LazyTown studio í Borgar- nesi, munu ásamt kaupfélags- stjóra Kaupfélags Borgfirðinga kynna hugmyndir sem uppi eru um samstarf við uppbyggingu húss fyrir starfsemina á lóðinni við Digranesgötu 4. Magnús Schev- ing kynnir hugmyndir tengdar uppsetningu studiosins o.fl. Allir velkomnir ! Grundarfjörður – fimmtudagur 14. október Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleik- ari munu koma fram á tónleikum á vegum Listvinafélags Grund- arfjarðarkirkju kl. 20.00. Á efnis- skránni eru allar helstu perlur tón- skáldsins ástsæla, Sigvalda Kalda- lóns en þær stöllur komu fram á Kaldalónshátíð í sumar í Ísafjarð- ardjúpi á vegum Minningarsjóðs Sigvalda Kaldalóns þar sem haldið var upp á 75 ára afmæli á útgáfu af verkum tónskáldsins. Borgarnes – fimmtudagur 14. október Tónleikar á Landnámssetrinu kl. 20:00. Söngkonan Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir og klassíski gít- arleikarinn Francisco Javier Jáu- regui flytja ástsæl sönglög eft- ir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ás- geirsson, Jón Nordal, Huga Guð- mundsson, Hauk Tómasson og Sigfús Halldórsson í bland við ís- lensk þjóðlög í útsetningum gít- arleikarans sjálfs. Miðasala á tix.is miðaverð: 3.500 kr. Landið – föstudagur 15. október Bleiki dagurinn. Landsmenn eru hvattir til að bera bleiku slauf- una, klæðast bleiku og lýsa upp skammdegið með bleikum ljós- um og sýna þannig konum sem greinst hafa með krabbamein stuðning og samstöðu í verki. Borgarnes – föstudagur 15. október Skallagrímur tekur á móti Hauk- um í 1. deild karla í körfuknatt- leik. Leikið verður í Borgarnesi kl. 19:15. Grundarfjörður – föstudagur 15. október Helgarnámskeið með norska sagnamanninum Torgrim Mell- um Stene. Blundar í þér sagna- þulur? Námskeiðið er haldið af Sögustofunni í Grundarfirði í sam- starfi við Sagnaseið á Snæfells- nesi og Svæðisgarðinn Snæfells- nes og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. Námskeiðið fer fram á ensku. Nánari upplýsingar á Fa- cebook viðburðinum Sagnanám- skeið - Stories of Remembering. Reykjavík – laugardagur 16. október ÍA og Víkingur R mætast í úrslita- leik í bikarkeppni karla í knatt- spyrnu. Leikurinn fer fram á Laug- ardalsvelli og hefst kl. 15:00. Borgarnes – sunnudagur 17. október Enn á ný kemur Einar Kárason rit- höfundur á Söguloftið í Land- námssetrinu með hina mögn- uðu sögu Stormfugla. Frásögnin er byggð á samnefndri bók Ein- ars sem kom út árið 2018 og fékk frábærar viðtökur. Þar segir hann magnaða sögu um afdrif íslenskra sjómanna sem lenda í aftakaveðri úti fyrir Nýfundnalandi og byggir á sönnum atburðum. Áhorfendur mega eiga von á óvenjulegri og áhrifamikilli stund, þar sem sagna- þulurinn Einar flytur þessa áhrifa- miklu sögu í návígi við áhorfend- ur. Miðaverð er 3.500 krónur og miðasala er á tix.is. Borgarbyggð – miðvikudagur 20. október Félag aldraðra Borgarfjarðardöl- um. Almennur félagsfundur kl. 14:00. Maður er manns gaman í samræðum og spilum. Á döfinni TIL SÖLU Nýfæddir Vestlendingar Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s . barnið! www.skessuhorn.is 5. október. Drengur. Þyngd: 4.098 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Sigrún Björg Guðmundsdóttir og Pét- ur Andri Ólafsson, Reykjavík. Ljós- móðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 6. október. Stúlka. Þyngd: 3.380 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Aníta Rut Aðalbjargardóttir og Gísli Þorri Sigurðsson, Hellissandi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 8. október. Drengur. Þyngd: 4.590 gr. Lengd: 54,5 cm. Foreldrar: Gunnhildur Jónsdóttir og Ingólfur Pétursson, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. Borgarnes – miðvikudagur 20. október Skallagrímskonur fá Breiðablik í heimsókn í Subway deild kvenna í körfuknattleik kl. 19:15. Vantar þig aðstoð við bústörfin? Eldhressir nemendur á 2. ári í bú- fræði við Landbúnaðarháskóla Ís- lands bjóða fram vinnu við hin ýmsu störf gegn greiðslu í fjár- öflun fyrir komandi útskriftarferð. Áhugasamir hafi samband við Sig- ríði Magneu í síma: 783-0731. Húsnæði óskast Óska eftir húsi í sveit, á svæði 301, 311 eða 320. Langtímaleiga. Upp- lýsingar á netfang: tungl@mail. com. Nagladekk Nánast ný nagladekk til sölu, Coo- per WSC 91T 195-65-15. Notuð í einn mánuð. Upplýsingar veitir Ei- ríkur í síma: 893-3094. Markaðstorg Vesturlands Smáauglýsingar LEIGUMARKAÐUR ATVINNA Í BOÐI Alþjóðlegur dagur barnsmissis Föstudaginn 15. október kl. 20:00 verður haldin minningarathöfn í Akraneskirkju þar sem við minnumst þeirra barna sem létust í móðurkviði, í og eftir fæðingu. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur og séra Þóra leiðir hugljúfa stund. Að stundinni lokinni verður farið að minningarreit látinna barna í Akraneskirkjugarði. Athöfninni verður streymt og má nálgast slóðina á facebook síðu Akraneskirkju. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.