Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Page 4

Skessuhorn - 08.12.2021, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þróunarsamvinnan mikilvægust Um þessar mundir eru tvö ár frá því kórónaveiran var fyrst greind austur í Wu- han héraði í Kína. Einhver bið varð á því að heimsbyggðinni yrði gert viðvart um tilurð hennar og svo fór að hún breiddist út til allra landa, hingað í lok febr- úar 2020. Segja má að þessi veira hafi kollvarpað öllum þeim rythma sem þjóð- ir heims voru í. Hún hefur valdið faraldri sem markað hefur spor allsstaðar og hreint ekki í sjónmáli hvenær eða hvort honum ljúki. Nú hafa milljónir jarðar- búa dáið en með bóluefnum og ríkulegum sóttvörnum hefur tekist að minnka útbreiðslu og auka lífslíkur þeirra sem veikjast. Hins vegar um leið og slakað hefur á vörnum á landamærum, eða innan landa, hefur hún blossað upp, aftur og aftur. Ég minnist þess að miklar vonir voru bundnar við bóluefni sem lyfja- fyrirtæki fóru strax að þróa. Nokkur þeirra náðu á ógnarhraða að þróa vörn sem dró úr veikindum þeirra sem sýktust og fækkaði í þeim hópi. Fólki hvarvetna í hinum vestræna heimi var létt. Flestir vildu láta bólusetja sig jafnvel þótt vit- að væri að ekki hafði gefist allur sá tími til tilrauna sem venjan er við þróun og framleiðslu nýrra hátæknilyfja. Þegar nokkurn veginn allir fréttatímar fjölluðu um bóluefnin gegn veirunni, voru strax einhverjir sem bentu á þá staðreynd að það yrði ekki nóg að ríkustu þjóðir heims næðu að kaupa bóluefni fyrir lands- menn sína; það yrði að leggja fátækustu þjóðum þessa heims lið og sjá til þess að þær fengju líka bóluefni. Þær þjóðir áttu nú þegar fullt í fangi með að brauð- fæða landa sína. Réttilega var bent á að það yrði raunveruleg þróunaraðstoð sem ætti eftir að koma öllum til góðs. Sú hefur orðið raunin. Stökkbreytt afbrigði veirunnar berst nú með ógnarhraða milli heimsálfa. Það virðist eiga rætur í sunnanverðri Afríku. Þetta nýja afbrigði er að sögn vísinda- manna um margt ólíkt þeim fyrri. Er sagt meira smitandi en ekki hefur verið sýnt fram á að fólk verði veikara en af hinum fyrri afbrigðum veirunnar. Jafnvel verður það minna veikt. Nú krossa allir fingur um að svo sé. Hins vegar hafa vísindamenn sagt að þessi stökkbreyting veirunnar, í löndum þar sem hlutfall bólusettra er miklu lægra en í hinum ríkari hluta heimsbyggðarinnar, þýðir að nú er heimsbyggðin nær upphafi veirunnar en endalokum hennar. Ja, svei. Breski vísindamaðurinn Jeremy Farrar er framkvæmdastjóri góðgerðasam- taka sem kallast Jeremy Trust og starfa að heilbrigðismálum. Farrar heldur því fram að þeim árangri sem náðst hefur með útbreiðslu kórónaveirunnar hafi nú verið sóað. Skortur á pólitískri forystu heimsleiðtoga sé um að kenna og kannski mætti segja eigingirni hinna ríku. Það sé ekki nóg að bólusetja íbúa ríkra þjóða því meðal óbólusettra í þróunarríkjum og þar sem ekki eru pen- ingar til að kaupa bóluefni, stökkbreytist veiran, tekur á sig nýjar myndir og hringekjan heldur áfram. Í grein sem Farrar skrifaði í Observer í síðustu viku segir hann m.a. að ríku löndin hafi einblínt á sig og sína og haldið að með því yrði heimsfaraldurinn að baki. Ekki er annað hægt en vona að þjóðarleiðtogar stærstu iðnríkja heims, rík- asta hluta jarðarbúa, vakni nú af þyrnirósarsvefni sínum. Svo lengi sem menn líta ekki á viðbrögð við faraldrinum sem verkefni á heimsvísu, er ekki við því að búast að koma megi í veg fyrir útbreiðslu hans. Svo vill til að þetta suður-afríska afbrigði sem kallað hefur verið ómíkron barst hingað til lands í síðustu viku. Þegar þetta er skrifað er það bundið við af- markaðan hóp fólks sem tengist Akranesi. Nú krossum við fingur að takist að halda því í skefjum og allir nái bata. Eina ráðið sem við sem þjóð höfum er hins vegar þetta: Tökum varnaðarorð manns eins og Jeremy Farrar alvarlega. Rík- isstjórnin ætti á vettvangi alþjóðasamskipta að tala fyrir heimsátaki í að styðja þróunarlönd við að bólusetja alla á kostnað okkar - og það snarlega. Það skyldi þó aldrei vera að málaflokkurinn þróunarmálaráðherra verði sá mikilvægasti í nýrri ríkisstjórn? Jú, ég held það. Ég skora því á Þórdísi Kolbrúnu R Gylfa- dóttur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í nýrri ríkisstjórn að taka málið upp á næsta ríkisstjórnarfundi. Það þolir enga bið. Magnús Magnússon Bjarni Ólafsson AK kom með fyrsta loðnufarminn á þessari vertíð inn til Neskaupstaðar skömmu fyrir hádegi á mánudaginn. Þar gleðj- ast menn yfir að vertíðin sé hafin en eru súrir yfir að þurfa að keyra fiskimjölsverksmiðjuna á olíu, en orsökina fyrir því má lesa um í frétt á forsíðu blaðsins. Bjarni kom með alls 1600 tonn til Neskaup- staðar, afli sem fékkst í átta hollum 40-50 mílur norður af Melrakka- sléttu. Loðnuveiðiflotinn er allur á þeim slóðum, í sérstöku hólfi úti af landgrunnskantinum og markast af Langanesi í austri og Eyjafirði í vestri. Á þessum slóðum er heim- ilt að veiða loðnu með flotvörpu, en Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- ráðherra gaf út reglugerð þess efn- is í liðinni viku. Það varð til þess að skipin gátu loks farið að veiða. „Við vorum búnir að eyða tölu- verðum tíma í að leita að loðnu áður en leyfið var gefið. Við höfð- um náð einhverjum 30 tonnum fyr- ir vestan land, en það var bara smá- loðna. Það er eitthvað af loðnu á þessu svæði sem skipin eru á núna en hún er dreifð og djúpt. Veiðin er þokkaleg, ekkert mok, þótt hún aukist dag frá degi. Þetta eru engar ógurlegar göngur enn. Nær allt veiðist á daginn og þar sem birt- an er stutt þá skiptir að vera á rétt- um stað þegar dagur rennur,“ segir Þorkell Pétursson skipstjóri í sam- tali við Austurfrétt, héraðsfrétta- blað Austfirðinga. Laust fyrir klukkan þrjú á mánu- daginn var búið að landa um 400 tonnum af farminum. Hafþór Ei- ríksson, verksmiðjustjóri, sagði vertíðina fara ágætlega af stað því loðnan er þokkalega vel haldin. Allur farmurinn verður bræddur í mjöl eða lýsi. Hann segir allt klárt í bræðslunni sem hafi verið í full- um gangi síðan í sumar. Galli sé þó að fiskimjölsverksmiðjurnar verði keyrðar á olíu. Börkur, Beitir og Barði eru með- al þeirra skipa sem voru á miðunum á mánudaginn og voru komin með ágætan afla. Því er útlit fyrir fleiri loðnufarma í bræðslurnar fyrir austan land á næstunni þótt alltaf sé áfangi þegar sá fyrsti berst, einkum eftir slök ár en engin loðna veiddist 2019 og 2020 og það sem kom á land í byrjun árs var með minna móti. Nú þurfa íslensku skipin hins vegar að hafa sig við til að ná ríf- lega 626 þúsund tonna kvóta. „Það er gaman að fá fyrsta farminn fyr- ir áramót,“ segir Jón Mar Jónsson, yfirmaður landvinnslu hjá Síldar- vinnslunni í samtali við Austurfrétt. mm Maður sem nýverið átti leið niður að fossinum Glanna í Norðurárdal tók eftir að hrafnaþing mikið var í gangi rétt fyrir innan golfskálann í hrauninu. Hann fór að skoða þetta nánar. Í ljós kom að einhver hafði losað sig á þessum stað við nokkra poka sem innihéldu meðal annars úrbeinaða kindaskrokka og ann- an lífrænan úrgang sem hrafnarnir voru að gera skil. Athæfi þetta ber vott um ótrúlegan umhverfissóða- skap. mm/ Ljósm. aðsend Loðna farin að veiðast norðan við land Bjarni Ólafsson AK kemur með fyrstu loðnuna. Ljósm. Austurfrétt/SigAð. Umhverfissóðar á ferð við Glanna Á fundi bæjarstjórnar Stykkis- hólmsbæjar á morgun, fimmtu- dag, liggur fyrir tillaga um að hefja formlegar sameiningarviðræður milli Helgafellssveitar og Stykk- ishólmsbæjar. Þetta kemur fram í auglýsingu um fundinn sem birt var á heimasíðu Stykkishólmsbæjar síðdegis í gær. Þar kemur fram að óformlegur fundur hafi þegar ver- ið haldinn með fulltrúum sveitar- félaganna. Í fundarboðinu kem- ur einnig fram að sveitarstjórn Helgafellssveitar hafi fyrir sitt leyti samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður við Stykkis- hólmsbæ. Í tillögunni felst að íbú- ar hvors sveitarfélags um sig munu greiða atkvæði um sameininguna vorið 2021 þannig að kosið verði í sameinuðu sveitarfélagi í kosn- ingunum á næsta ári. Mikið og náið samband er milli sveitarfélaganna, meðal annars um að börnum úr Helgafellssveit er kennt í Stykkishólmi. Miðað við íbúafjölda 1. desember síðastliðinn verða 1.293 íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmbæjar og Helgafellssveitar. 79 eru nú bú- settir í sveitinni en 1.214 í Stykkis- hólmi. mm Sameiningarviðræður að hefjast milli Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.