Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Side 8

Skessuhorn - 08.12.2021, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 20218 Færa Mæðrastyrks- nefnd peninga- gjöf VESTURLAND: Líkt og síð- ustu ár hefur Norðurál fært Mæðrastyrksnefnd Vesturlands styrk til að standa straum af ár- legri jólaúthlutun nefndarinn- ar. Í ár er framlag Norðuráls ein milljón króna. Fyrir síðustu jól þáðu 106 fjölskyldur á Akra- nesi, í Hvalfjarðarsveit og Borg- arbyggð stuðning fyrir hátíðirn- ar. „Það er okkur sönn ánægja að geta stutt við þetta mikilvæga starf nefndarinnar,“ segir í til- kynningu frá Norðuráli. -mm Ríkið styður hjálparsamtök LANDIÐ: Ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi sínum í gær að veita samtals fimm milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til tíu hjálparsamtaka sem starfa hér á landi. Sú venja hefur skap- ast á undanförnum árum að ríkisstjórnin styrki slík sam- tök í aðdraganda jóla. Um er að ræða Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálp- ræðisherinn á Íslandi, Mæðra- styrksnefnd Akureyrar, Mæðra- styrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavík- ur, Mæðrastyrksnefnd Vestur- lands, Rauða krossinn á Íslandi og Samhjálp. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 27. nóvember til 3. desember. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 5 bátar. Heildarlöndun: 11.825 kg. Mestur afli: Ebbi AK-37: 5.172 kg. í fimm löndunum. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 62.121 kg. Mestur afli: Kristinn HU-812: 48.322 kg. í fjórum löndunum. Grundarfjörður: 17 bátar. Heildarlöndun: 1.515.490 kg. Mestur afli: Björg EA-7: 194.526 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 10 bátar. Heildarlöndun: 122.504 kg. Mestur afli: Brynja SH-236: 32.512 kg. í fjórum löndunum. Rif: 10 bátar. Heildarlöndun: 245.107 kg. Mestur afli: Tjaldur SH-270: 69.968 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 25.209 kg. Mestur afli: Fjóla SH-7: 8.454 kg. í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Björg EA-7 GRU: 194.526 kg. 1. desember. 2. Akurey AK-10 GRU: 191.929 kg. 28. nóvember. 3. Björgvin EA-311 GRU: 142.974 kg. 27. nóvember. 4. Drangey SK-2 GRU: 130.464 kg. 3. desember. 5. Sighvatur GK-57 GRU: 114.489 kg. 1. desember. -frg Nýjar bækur! Hjá Vegagerðinni var fyrr í haust opnað tilboð í endurnýjun 5,4 km vegarkafla á Snæfellsnesvegi (54) um Skógarströnd. Er þetta jafn- framt með stærri útboðum í vega- framkvæmdum sem boðin hafa ver- ið út á Vesturlandi í langan tíma. Eitt tilboð barst í verkið og var það frá Borgarverki í Borgarnesi. Hljóðaði það upp á 970 milljón- ir króna sem er 12,6% yfir kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar. Inni- falið í verkinu er bygging tveggja brúa. Gera á 43 m langa brú yfir Straumu og 52 m langa brú yfir Dunká. Samkvæmt útboðslýs- ingu skal verkinu lokið að fullu 30. júní 2023. Til stóð að skrifa und- ir verksamning hjá Vegagerðinni í Borgarnesi síðastliðinn föstudag, en vegna Covid var því frestað um sinn. mm Í síðustu viku voru opnuð tilboð í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum fyrir árin 2022 til 2024. Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á sléttar 70 milljónir króna. Gísli Stefán Jóns- son ehf. á Akranesi var lægstbjóð- andi með 79.980.000 krónur sem er um 14% yfir kostnaðaráætlun. Vaka hf. í Reykjavík bauð talsvert hærra, 187.673.000 krónur en það er um 168% yfir kostnaðaráætl- un. Verkið felst í fjarlægingu og flutningi bifreiða, ferðavagna og annarra ökutækja sem hamla um- ferð og umferðaröryggi í eða við göngin, t.d. vegna bilana, óhappa eða slysa. Einnig er um að ræða fjarlægingu og flutning aðskota- hluta á vegi. Helstu magntölur fyrir hvert ár eru 300 klukkustundir vegna bíla- flutningabifreiðar fyrir minni bif- reiðar, 60 klukkustundir vegna stærri bifreiða og 20 klukkustundir vegna dráttarbifreiðar annars vegar og kranabifreiðar hins vegar. Klausa í útboðsgögnum hefur vakið nokkra athygli og umræð- ur á Facebook síðunni Til örygg- is á Kjalarnesi. Í klausunni seg- ir: „Viðbragðstími verktaka, frá tilkynningu/útkalli vaktstöðvar þar til verktaki er kominn á verk- stað eða að göngum/gangamunna, skal að jafnaði ekki vera lengri en 45 mínútur.“ Þykir mörgum þessi viðbragðstími langur enda er um- ferðin um Hvalfjarðargöng gríðar- lega mikil og fer vaxandi. Bili bíll í göngunum veldur það miklum töfum á umferð og þessi langi við- bragðstími því ekki boðlegur. Það mál er sjálfleyst því viðbragðstími Gísla, sem rekur fyrirtæki sitt á Akranesi, er mun skemmri. Áður en Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga var ávallt vakt við göngin og viðbragðstími vegna bilaðra bíla í göngunum því afar skammur. frg Nýverið var undirritaður samning- ur milli lögreglustjórans á Vestur- landi og fyrirtækis Stefáns Gísla- sonar í Borgarnesi, Umhverfisráð- gjafar Íslands, um sérfræðiráðgjöf vegna loftslagsstefnu, aðgerðaráætl- unar og grænna skrefa í ríkisrekstri. Stefán mun samkvæmt samningn- um vinna náið með umhverfisnefnd lögregluembættisins varðandi öll ofangreind atriði. „Um gríðarstórt verkefni er að ræða sem mun ná til nær allra rekstrarþátta embættisins. Það að kalla til utanaðkomandi sér- fræðinga til verkefnastjórnar lýsir því hversu föstum tökum embættið hyggst taka umhverfismál, enda eru umhverfis- og loftslagsmál á ábyrgð okkar allra sameiginlega,“ segir í til- kynningu frá Lögreglunni á Vestur- landi. mm Gísli Jónsson bauð lægst í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum Gísli S Jónsson. Ljósm. úr safni/mm. Í verkinu felst m.a. bygging tveggja brúa, yfir Dunká og Straumu sem hér sést. Myndin er skjáskot af Google Maps. Borgarverk byggir upp 5,4 kílómetra kafla á Skógarströnd Fulltrúar lögreglu ásamt Stefáni Gíslasyni (fyrir miðri mynd). Ljósm. LV. Lögreglan semur um sérfræði- ráðgjöf í umhverfismálum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.