Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Page 10

Skessuhorn - 08.12.2021, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202110 S K E S S U H O R N 2 02 1 Starfsmaður í reiknings- og skattskilum á Vesturlandi KPMG er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem býður upp á frábær og fjölbreytt tækifæri til starfsþróunar og fræðslu, samkeppnishæf laun og hlunnindi og sveigjanlegt vinnuumhverfi. Við leitum nú að öflugum einstaklingi með reynslu og þekkingu í vinnslu reiknings- og skattskila auk endurskoðunar. Um fullt starf er að ræða og getur viðkomandi verið staðsettur á skrifstofu KPMG á Akranesi eða í Borgarnesi. Starfsfólk okkar þarf almennt að geta tekið frum- kvæði og verið sjálfstætt á köflum, vera lausna- miðað og njóta fjölbreytni í verkefnum, sem og að eiga auðvelt með samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun í viðskiptafræði, endurskoðun eða tengdum greinum skilyrði • Þekking og reynsla af vinnu við reiknings- og skattskil er æskileg • Góð almenn tölvukunnátta • Enskukunnátta skilyrði • Nákvæmni í vinnubrögðum • Jákvæðni og þjónustulund • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2021 . Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á heimasíðu KPMG. Nánari upplýsingar veitir Erik Christianson mannauðsstjóri á echristianson@kpmg.is. ,,Íslenskir togaraskipstjórar höfðu lengi rætt um að kanna þetta svæði en það gerðist ekkert í málinu fyrr en Ásgeir á Björgvini EA lét á það reyna nú í aflatregðunni á heimamiðum. Árangurinn var æv- intýralegur og ævintýrið virðist bara halda áfram. Við erum bún- ir að fara tvo túra og aflinn er sam- tals um 310 tonn.“ Þetta segir Ei- ríkur Jónsson, skipstjóri á ísfisk- togara Brims; Akurey AK, sem kom til hafnar í Reykjavík í síðustu viku með 130 tonn. Uppistaða afl- ans var þorskur. Svæðið, sem Ei- ríkur ræðir þarna um er Dohrn- bankinn sem er um 90 til 100 sjó- mílur vestur af Látrabjargi. Í túrn- um á undan fengu Eiríkur og hans menn fullfermi og var þeim afla landað í Grundarfirði eftir tæpa þrjá sólarhringa á veiðum. Þar af var þorskur 155 tonn. ,,Við vorum alltaf vissir um að þarna væri fiskur en að magnið væri svona mikið og þorskurinn væri jafn stór og raun ber vitni, er eitthvað sem mig óraði ekki fyr- ir. Þetta var mikið sex til tíu kílóa þorskur. Við vorum að sjá fiska upp í 17-18 kíló að þyngd. Vél- arnar í vinnslunni ráða vel við fisk upp í 12-13 kíló en stærsta fisk- inn flokkuðum við frá og ég held að hann hafi farið í einhverja salt- fiskvinnslu,“ segir Eiríkur en þessi óvænti mokafli af stórum og góð- um þorski vekur upp gamlar ver- tíðarminningar. ,,Lifrin í þessum fiski er svakaleg. Ég held að ég hafi ekki séð svona fallega, hvíta lifur áður. Í þorskinum úr fyrri túrnum voru 12-15 tonn af lifur,“ sagði Ei- ríkur. mm Eiríkur Jónsson skipstjóri. Ljósm. úr safni. Mokveiða stórþorsk á Dohrnbankanum Akurey kom með fullfermi eða 195 tonn til Grundarfjarðar 28. nóvember. Þar af voru 155 tonn þorskur. Ljósm. þa. o Hnitsetning landamerkja o Afmörkun nýrra lóða o Mæliblöð, uppdrættir og lóðablöð o Túnakortlagning og aðrar greiningar Rorum.is – 577-3337/837-6177 – ah@rorum.is Rannsóknir og ráðgjöf í umhverfis- og byggðarmálum Traust þjónusta á góðum kjörum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.