Skessuhorn - 08.12.2021, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202120
„Upphafið hjá mér að prjónaskap var
að móðir mín kenndi mér og frænda
mínum þegar við vorum strákar að
prjóna trefla. Við frændur bjuggum í
sama húsi við Merkigerðið og vorum
jafn gamlir. Móðir mín Fanney Tóm-
asdóttir kom okkur upp á lag með
þetta og við höfðum bara gaman af að
prjóna og kepptumst við það að vera
á undan hvor öðrum við prjónaskap-
inn. Vorum uppteknir við þessa iðju
á meðan áhuginn var fyrir hendi og
þarna lærði maður fyrstu handtök-
in við prjónaskapinn.“ Sá sem þetta
mælir er Skagamaðurinn Hallgrímur
Eðvarð Árnason en hann er liðtæk-
ur með prjónana og margar fallegar
prjónaflíkur liggja nú eftir hann.
Betra að hafa eitthvað
á prjónunum
Þegar Hallgrímur hætti á vinnumark-
aðinum fyrir rúmlega þremur árum,
segir hann að orðið hafi til ákveðið
tómarúm eins og margir þekkja sem
hætta að vinna. En hann var nánast
alla starfsævi sína sjómaður, lengst af
eða í aldarfjórðung til sjós á Höfrungi
III frá Akranesi. „Ég byrjaði 17 ára að
vinna hjá HB & Co. Fyrsta vertíð-
in mín var reyndar í Vestmannaeyj-
um, þegar við fórum nokkrir félagar
af Skaganum til Eyja. Síðan var ég
á Sigurfaranum með Guðjóni Berg-
þórssyni og eftir það á bátum annars
staðar á landinu, en lengst var ég á
Höfrungi III.
Fyrstu mánuðirnir eftir að ég hætti
að vinna fóru svona í að kíkja í tölv-
una og í sjónvarpsgláp, en þá fór kon-
an mín Sigþóra Gunnarsdóttir sem
er mikil prjónakona, að segja við mig
hvort ég hefði ekki áhuga á því að
prófa mig áfram við það að prjóna.
Mér leist vel á hugmyndina og
áhuginn jókst hjá mér og í dag gríp ég
í prjónana þegar tækifæri gefst. Hvort
sem er á daginn eða yfir sjónvarpinu á
kvöldin. Nú finnst mér alveg ómögu-
legt að hafa ekki eitthvað á prjón-
unum hvort sem ég sit með sjálfum
mér, horfi á sjónvarpið, eða hlusta á
hljóðbók. Auk þess er prjónaskapur-
inn mikil hugarró. Ég hvet karlmenn
hiklaust til þess að kynna sér það og
læra að prjóna,“ segir Hallgrímur.
Eftir að prjónaskapurinn jókst hjá
honum segist hann oft hugsa til móð-
ur sinnar sem var mikil prjónakona.
Hún hafi setið við prjónana nán-
ast alla daga og selt prjónaskapinn
til Handprjónasambandsins. „Þetta
var hennar vinna á þeim tíma,“ seg-
ir hann.
Gefa stóran hluta
til góðgerðarmála
Blaðamaður spyr Hallgrím hvort
það sé eitthvað sérstakt sem hon-
um þykir skemmtilegra en annað
að prjóna. „Mér finnst skemmti-
legast að prjóna munstraðar peys-
ur t.d. eins og skipperinn en þar
er maður stöðugt að telja og vera
með hugann við prjónaskapinn
og einbeita sér og það finnst mér
skemmtilegast. Ég er hérna með
tvær peysur, sem ég kláraði nýlega
af skippernum. Það getur verið
vandasamt að prjóna þessar peys-
ur en það er bara skemmtilegra,“
segir hann.
Hann segir að önnur peysa sem
hann er nýlega búinn að prjóna
vera fyrir barnabarn og heit-
ir krummapeysa. Svo var hann að
ljúka við fallegar jólapeysur og
jólahúfur eftir norskri uppskrift,
en þær eru til jólagjafa. En megnið
af prjónaskapnum hans og Sigþóru
eru peysur, húfur og vettlingar
sem þau gefa til góðgerðarmála,
ýmist í Konukot til Samhjálpar eða
í gistiskýlið við Lindargötu. se
Litla músin varð til sumarið 2019
sem lítið ástríðuverkefni á Akra-
nesi. Upphaflega var hugmyndin að
selja heimasaumuð barnaföt úr líf-
rænum textíl en það þróaðist fljótt
í að verða blanda af vefverslun með
heimasaumuð barnaföt og textíl. Í
lok október urðu tímamót hjá Litlu
músinni en þá flutti hún inn með
allt sitt hafurtask í einn hluta af
verslun Gallerý Snotru við Kirkju-
braut á Akranesi. Skagakonan Vera
Knútsdóttir er eigandi og starfs-
maður verslunarinnar. Skessu-
horn kíkti á Veru í síðustu viku og
spurði hana fyrst hvernig verslun
Litla músin væri? „Þetta er vefnað-
arvöruverslun með lífræna vefnað-
arvöru, með lífræna bómull eða líf-
ræn efni og ef það eru gerviefni að
þá eru þau umhverfisvottuð. Svo er
ég líka að sauma og selja barnaföt
og var að byrja með fullorðinsfatn-
að líka.“ Hvað kom til að þú komst
hingað? „Ég var búinn að ræða
þetta við Línu, eiganda Gallerý
Snotru, að koma eina helgi þegar
ég var nýbúin að opna vefversl-
un með handavinnu fyrir tveim-
ur árum og koma sem gestur þegar
covid væri búið. Það gerðist ekkert
strax þannig að í sumar á Írskum
dögum var ég hérna og það gekk
mjög vel og okkur líkaði vel. Við
fengum báðar hugmynd að þetta
gæti verið mjög sniðugt að ég fengi
inni hjá henni. Ég kom inn í lok
október því mig vantaði húsnæði
og það verður að segjast að það er
virkilega erfitt að finna atvinnu- og
verslunarhúsnæði hér á Akranesi.“
Hæga tískan mikilvæg
Vera er sjálflærð í saumaskap að
hennar sögn og langar að læra
kjólasaum en það sé frekar erfitt
þegar maður er orðinn eldri en 25
ára að komast inn í skólann seg-
ir hún og hlær. „Þegar ég byrjaði
sjálf af alvöru að sauma þá fannst
mér vanta úrval af lífrænni vefnað-
arvöru og þó það sé margt fallegt
í mörgum verslunum að þá fann
ég ekki það sem ég var að leita að
og fór því bara einfaldlega að gera
þetta sjálf.“
Vera heldur úti heimasíðunni
litlamusin.is og er einnig á face-
book og instagram og þar er hægt
að fylgjast með öllu sem er að ger-
ast. En hvernig hefur reksturinn
gengið og hvaðan eru vörurnar?
„Það hefur gengið vel hingað til
og ég er komin með fínan kúnna-
hóp sem hefur verið að versla í vef-
versluninni en það er alltaf betra
að koma og snerta vöruna að mínu
mati. Þetta er allt evrópsk hönnun,
allt framleitt í Evrópu og mjög
vistvænt. Ég er með ástríðu fyrir
því að flestir geti saumað þannig að
þó það sé ekki endilega úr efnum
frá mér heldur það að geta lagað
flíkurnar og verið sjálfbærari, ekki
henda bara fötunum í Búkollu og
kaupa sér nýtt. Það er þessi hæga
tíska sem mér finnst gríðarlega
mikilvæg.“
Allt öðruvísi gæði
En hvernig fer fólk að ef það langar
að láta sauma á sig? „Ég sauma yf-
irleitt eftir pöntunum og er því ekki
með mikinn lager á fötum til sýn-
is því það er hugmyndafræðin. En
ég er með gríðarlega mikið úr-
val af efni og er til að mynda með
mesta úrval landsins af svokölluðu
bómullarjersey. Eina sem þarf að
gera er að kíkja í heimsókn, velja
sér efni, fá málin og ég sé um af-
ganginn. Það er voða krúttlegt
þegar börnin fá að velja sinn eigin
fatnað en að sjálfsögðu með sam-
þykki foreldra ef það er hægt!“
Vera segir að endingu að verðið
fari svolítið eftir því hvaða efni er
valið því það er misdýrt í innkaup-
um og það geti orðið smá flækjustig
hvað fer mikið af efni í hverja flík.
Hún segir að hún sé kannski dýr-
ari en Lindex og meira á pari við
Molo og Polarn og Pyret. „Þetta er
allt handgert, allt eftir máli og allt
öðruvísi gæði. Ég prófa til dæmis
alltaf að sauma úr efnunum áður en
ég tek þau inn og þá er tilvalið að
láta dætur mínar böðlast endalaust
í því.“ segir Vera að lokum.
Vera er í Litlu músinni alla
þriðjudaga, fimmtudaga og föstu-
daga og svo fyrsta laugardag í
hverjum mánuði. vaks
Með ástríðu fyrir því að flestir geti saumað
Vera Knútsdóttir, eigandi Litlu músarinnar.
Hvet karlmenn hiklaust til þess að læra að prjóna -
einbeiting og hugarró í senn
segir Hallgrímur Eðvarð Árnason, fyrrum sjómaður sem prjónar á eftirlaunaárum sínum
Hallgrímur Eðvarð með peysu á prjónunum.
Jólapeysa og húfur eftir norskri uppskrift. Krummapeysa komin af prjónunum.