Skessuhorn - 08.12.2021, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021
Hvað var í matinn á aðfangadag
þegar þú varst lítil?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Dvalarheimilinu
Höfða Akranesi)
Ásthildur Einarsdóttir
„Rjúpur með brúnuðum kartöfl-
um, grænum baunum, rauðróf-
um og sósu. Frómas í eftirrétt.“
Sigurbjörg Márusdóttir
„Hangikjöt og uppstúf með kar-
töflum og grænum baunum.
Ávaxtagrautur með rjóma í eft-
irrétt.“
Sigríður (Sigga Lauga) Hjart-
ardóttir
„Hangikjöt og uppstúf með kar-
töflum og grænum baunum
ef þær voru til. Á eftir var svo
ávaxtagrautur með rjóma.“
Ragnheiður Þorsteinsdóttir
„Hangikjöt og uppstúf og ávext-
ir og rjómi í eftirrétt.“
Ásrún Jóhannesdóttir frá Þyrli
„Lambakjöt, brúnaðar kart-
öflur, grænar baunir og sósa.
Heimagerður frómas í eftir-
rétt.“
Víkingur Ólafsvík skrifaði und-
ir nýjan tveggja ára samning við
Brynjar Vilhjálmsson 1. desem-
ber síðastliðinn. Brynjar er fædd-
ur 2000 og uppalinn í Ólafsvík og
getur leyst ýmsar stöður á vellin-
um. Hann lék 14 leiki fyrir Víking
í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.
þa
Árleg jólatrjáasala Skógræktarfé-
lags Skilmannahrepps í Álfholts-
skógi verður dagana 11. og 12. des-
ember og laugardaginn 18. desem-
ber frá kl. 11.30 til 15.30 alla dag-
ana. Frá þessu er sagt á vef Hval-
fjarðarsveitar en jólatrjáasalan er
fjáröflunarstarfsemi félagsins til
að viðhalda skóginum og bæta við
hann en hann er nú „Opinn skóg-
ur“ til útivistar allan ársins hring.
Fimm stór jólatré úr skóginum hafa
verið sett upp í Akranesbæ að vanda
og eitt í Hvalfjarðarsveit.
Trén eru einkum sitkagreni og
stafafura, vistvæn að sjálfsögðu
og fyrir hvert tré sem fellt er, er
plantað tíu trjám næsta vor. Fé-
lagar skógræktarfélagsins fá 500
krónu afslátt af einu keyptu tré.
Allir eru velkomnir og bent er á
að hafa sög með sér. Skógarmenn
munu leiðbeina á svæðinu og eftir
skógarhöggið er boðið upp á kaffi
og kakó og piparkökur ef guð lofar.
Þá er öllum velkomið að gerast fé-
lagar í skógræktarfélaginu og er ár-
gjald 2.500 kr. vaks
Skallagrímur heimsótti lið Breiða-
bliks í Kópavoginn á sunnudags-
kvöldið í Subway deild kvenna
í körfuknattleik. Fyrir leikinn
voru liðin í tveimur neðstu sæt-
um deildarinnar, Breiðablik í sjö-
unda sæti með einn sigurleik og
Skallagrímur í neðsta sæti án sig-
urs. Breiðablik var sterkari í upp-
hafi leiks og leiddi 7:2 eftir þriggja
mínútna leik en Skallagrímur náði
að koma til baka og var með for-
ystu eftir fyrsta leikhluta, 19:23.
Breiðablik hóf annan fjórðunginn
með miklum látum, skoraði 14 stig
gegn engu gestanna en Skallagrím-
ur setti sín fyrstu stig eftir rúmar
fjórar mínútur. Skallagrímur náði
síðan 7:0 áhlaupi í kjölfarið og leik-
urinn í járnum en Breiðablik hitti
betur utan af velli gegn svæðisvörn
Skallagríms og staðan í leikhléi,
44:37, Breiðablikskonum í vil.
Breiðablikskonur komu grimmar
til leiks í seinni hálfleik og komust
tíu stigum yfir snemma í þriðja
leikhlutanum. Skallagrímur náði
að halda sér inni í leiknum með sjö
stigum í röð og í hvert skipti sem
Breiðablikskonur gerðu sig líklegar
til að stinga af svaraði Skallagrímur
því ávallt. Breiðablik átti þó síðasta
áhlaupið í leikhlutanum og staðan
62:53 fyrir fjórða og síðasta leik-
hlutann. Heimakonur náðu að auka
forskotið enn meira í byrjun síðasta
fjórðungsins en Skallagrímskonur
neituðu að gefast upp og minnkuðu
muninn í sex stig þegar rúmlega
þrjár mínútur voru til leiksloka. En
lengra komst Skallagrímur ekki og
lokastaðan 81:74 fyrir Breiðablik.
Stigahæstar hjá Skallagrími voru
þær Maja Michalska og Breana
Destiny Bay með 21 stig hvor og
Leonie Edringer var með 18 stig.
Hjá Breiðablik var Michaela Kelly
með 20 stig, Anna Soffía Lár-
usdóttir með 18 stig og Iva Georgi-
eva með 16 stig.
Næsti leikur Skallagríms er
gegn Fjölni í Fjósinu í Borgarnesi
í dag, miðvikudag, og hefst klukkan
18.15. vaks
Skallagrímur gerði sér ferð í Graf-
arvoginn á föstudagskvöldið og
lék gegn Fjölni í 1. deild karla í
körfuknattleik. Jafnt var nánast á
öllum tölum í fyrsta leikhluta en
Skallagrímur var með fjögurra stiga
forystu þegar honum lauk, 21:25.
Fjölnismenn náðu að jafna um
miðjan annan leikhluta og höfðu
tveggja stiga forystu í hálfleik,
39:37.
Fjölnismenn voru sterkari í
seinni hluta þriðja leikhlutans og
komu sér í góða stöðu fyrir síð-
asta fjórðunginn, staðan 64:55.
Skallagrímsmenn reyndu hvað þeir
gátu til að minnka muninn í fjórða
leikhluta en gekk lítið og Fjölnir
sigldi sigrinum örugglega í höfn,
lokastaðan í leiknum 98:86 fyrir
Fjölni.
Stigahæstir hjá Skallagrími voru
Bryan Battle með 27 stig, Simun
Kovac var með 14 stig og 10 fráköst
og Marinó Þór Pálmason með 11
stig. Hjá Fjölni var Dwayne For-
eman Jr. með 34 stig og 11 fráköst,
Daníel Ágúst Halldórsson með 19
stig og Ólafur Ingi Styrmisson með
18 stig og 11 fráköst.
Næsti leikur Skallagríms var
á dagskrá í gærkvöldi gegn Sel-
fossi syðra en leikurinn var ekki
hafinn þegar Skessuhorn var sent í
prentun.
vaks
Nýverið var gengið frá endurráðn-
ingu Sölva Gylfasonar sem þjálf-
ara hjá meistaraflokki Skallagríms
í fótbolta, en hann hefur þjálfað
liðið frá árinu 2020. Declan Red-
mond verður áfram aðstoðarþjálf-
ari liðsins. „Undanfarin tvö ár hef-
ur verið markvisst unnið að því að
gefa ungum leikmönnum uppöld-
um hjá Skallagrími tækifæri og því
er að verða til ágætur kjarni ungra
leikmanna. Stefnt er að því að efla
þennan hóp áfram, jafnframt því
að styrkja liðið og vera með í bar-
áttunni um sæti í úrslitakeppninni
í 4. deild,“ segir í tilkynningu frá
Skallagrími.
Þá var Jón Theodór Jónsson ný-
verið ráðinn framkvæmdastjóri
knattspyrnudeildar Skallagríms,
en Jón hefur undanfarin ár þjálfað
yngri flokka hjá félaginu með góð-
um árangri. Jón mun halda áfram
þjálfun auk þess að stýra starfinu.
mm Sölvi Gylfason, Jón Theodór Jónsson og Declan Redmond. Ljósm. Skallagrímur.
Sölvi og Declan verða áfram
þjálfarar Skallagríms
Brynjar
framlengir
við Víking
Marinó Þór Pálmason var með 11 stig gegn Fjölni. Hér í leik gegn Tindastól.
Ljósm. glh
Skallagrímur með ósigur gegn Fjölni
Skallagrímskonur töpuðu botnbaráttuslagnum
Jólatrjáasala í Álfholtsskógi