Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 1
arionbanki.is
Engin lántökugjöld á
100% rafmagnsbílum
Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka.
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 1. tbl. 25. árg. 5. janúar 2022 - kr. 950 í lausasölu
Ert þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
Þegar kom að árlegu kjöri Vest-
lendings ársins að þessu sinni varð
fljótlega ljóst hvert stefndi. Þrátt
fyrir að tugir einstaklinga hafi ver-
ið tilnefndir var eitt nafn sem oftar
var nefnt en önnur, en það var nafn
Kristínar Þórhallsdóttur dýralæknis
og kraftlyftingakonu í Borgarfirði.
Auk þess að standa fyrir heimili og
praktísera sem dýralæknir í fullu
starfi náði hún feyknargóðum ár-
angri á íþróttasviðinu.
Undanfarinn tæpan aldarfjórð-
ung hefur Skessuhorn auglýst eft-
ir tilnefningum um Vestlending
ársins; fólkið sem landshlutann
byggir og skarað hefur framúr á
einhvern hátt á árinu. Að þessu
sinni bárust tilnefningar um óvenju
marga einstaklinga eða hópa, en alls
var á fimmta tug einstaklinga nefnd-
ir og nokkrir þeirra hlutu mörg at-
kvæði. Þeir sem urðu í tíu efstu sæt-
unum eru í stafrófsröð:
Anna Dröfn Sigurjónsdóttir,
Kvíaholti, fyrir jákvætt viðhorf og
baráttuanda.
Birgir Tryggvason í Ólafsvík, fyr-
ir björgunarstarf á árinu.
Guðrún Steinunn Guðbrands-
dóttir í Borgarnesi, stofnandi
Hinsegin Vesturlands.
Hannes Sigurbjörn Jónsson á
Akranesi, fyrir að opna umræðuna
um skaðsemi eineltis.
Heimilisfólk dvalarheimila á
Vesturlandi.
Jón Axel Jónsson, fyrir óeig-
ingjarnt starf í eftirleitum.
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyft-
ingakona Laugalandi í Borgarfirði.
Sigríður Ævarsdóttir og Bene-
dikt Líndal á Gufuá fyrir áhuga-
verðar leiðir til að nálgast náttúr-
una og landið af virðingu.
Thelma Harðardóttir, Skarðs-
hömrum í Norðurárdal, fyrir bar-
áttu sína fyrir náttúruvernd.
Tinna Ósk Grímarsdóttir og
Axel Gíslason eigendur Dótarí á
Akranesi.
Í Skessuhorni í dag er rætt við Vest-
lending ársins 2021. Sjá bls. 16-17.
mm
Kristín er Vestlendingur ársins 2021
Tilboð gildir út janúar 2022
Gos úr vél frá CCEP fylgir með
HOT DOG & A CAN
OF COCA COLA
499 kr.
& Coke í dós
PYLSA