Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 21 Hefð hefur skapast fyrir því síð- ustu ár að veitt eru verðlaun fyrir best skreytta húsið í Stykkishólmi fyrir jólin. Frá því er sagt á vef- síðu Stykkishólmsbæjar að níundi bekkur grunnskólans sá um valið og veitti viðurkenningu fyrir. Það var fjölskyldan að Hjallatanga 4 í Stykkishólmi sem hlaut viðurkenn- inguna þetta árið. vaks Hefð hefur skapast fyrir því að velja jólahús Snæfellsbæjar og hef- ur menningarnefnd sveitarfélagsins óskað eftir tillögum frá bæjarbúum. Árið í ár var engin undantekning og að þessu sinni voru það hjónin Inga Jóhannesdóttir og Ágúst Sig- urðsson sem fengu viðurkenningu fyrir fallegar skreytingar á húsi sínu að Brautarholti 17. Fengu þau af- hent gjafabréf á Þorláksmessu. Á myndinni eru þau Jón Kristinn Ás- mundsson ásamt dóttur sinni Hr- efnu Jónsdóttur sem afhenti Ingu Jóhannesdóttur gjafabréfið. þa Jólastjarnan sem sett er á sements- geymana hjá Sementsverksmiðj- unni í desember ár hvert kemur mörgum Skagamanninum í jóla- skapið. Yfirleitt er það fastur lið- ur að kveikt er á jólastjörnunni 12. desember ár hvert og tengist það því að á þeim degi kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. Margir hafa haldið því fram að stjarnan hafi verið fyrsta jólalýsingin sem sást á Akranesi ár hvert. Nú síðustu ár hefur hins vegar verið kveikt á stjörnunni fyrstu helgina í desem- ber og er ástæða sú að bæjaryfirvöld hafa hvatt fyrirtæki til að vera fyrr á ferðinni með ljósaskreytingar og hefur Sementsverksmiðjan farið að þeirri ósk. Sementsverksmiðja ríkisins hóf starfsemi á Akranesi árið 1958. Jólastjarnan var í fyrsta sinn sett á sementsskorsteininn þegar hann var í byggingu, líklega um jólin 1957 en á næstu árum fór hún síð- an á sementsgeymana og hefur ver- ið þar síðan. Upphaflega var það Guðlaugur Helgason á vélaverk- stæði verksmiðjunnar sem hann- aði og smíðaði stjörnuna. Það var vélaverkstæðisins að sjá um að koma stjörnunni upp en rafmagns- verkstæðið sá um viðhaldið m.a. að skipta um perur í stjörnunni sem oft sprungu í slæmum veðr- um. Upphaflega var það Knútur Ármann rafvirki sem sá um þá hlið mála og varð síðan í höndum þeirra Jóhanns Bogasonar og síðar Gylfa Karlssonar. Til gamans má geta þess að trillukarlar af Skaganum ámálg- uðu það oft á tíðum við starfs- menn verksmiðjunnar að þeir vildu hafa stjörnuna sem lengst uppi hér á árum áður því hún sást vel og þeir gátu notað hana sem viðmið til heimsiglingar. Í seinni tíð var stjarnan venjulega hífð upp á sem- entsgeymana sem eru um fjöru- tíu metra háir með húsinu ofan á geymunum og undirstöðunni und- ir stjörnuna. Er þá notaður krani til verksins, en á fyrstu árunum var hún hífð upp með handafli. Upp- haflega var stjarnan drifin áfram með gömlum þvottavélarmótor en nú sér annar rafmótor um verk- ið. Upphaflega voru 70 venjulegar glóperur í stjörnunni en vænghaf hennar er um tveir metrar. Í dag prýða 200 perur úr 10 venjulegum útiljósaseríum stjörnuna. Það var síðan í kringum 1980 sem stjarnan skemmdist í slæmu veðri og var þá smíðuð ný stjarna sem Ketill Bjarnason vélvirki í Sementsverksmiðjunni hannaði og smíðaði ásamt vinnufélögum sín- um á vélaverkstæðinu. Auk þess voru allar festingar betrumbættar. Það er drif úr gamalli Moskvitch bifreið sem er tengt við mótorinn sem drífur nýju stjörnuna áfram og er drifið enn í góðu standi, er bara smurt vel á hverju ári og stendur því sína plikt. Nú síðustu ár hef- ur Smári Kristjánsson starfsmað- ur verksmiðjunnar séð um að láta koma stjörnunni upp. Þannig að jólastjarnan góða á sementsgeymunum á sér stað í hug- um margra Skagamanna og mörg- um finnst hún vera fastur liður í jólahaldinu svo ekki sé talað um að á meðal margra eldri Skagamanna var hún fyrsta tákn jólanna sem fyrsta jólalýsingin á aðventunni. se/ Ljósm. frg Viku af desember kom súrálsskipið M/V Selena með stærsta súrálsfarm sem hefur komið á Grundartanga, um 55 þúsund tonn, en frá þessu segir á vef Faxaflóahafna. Skip- ið Selena er útbúið til flutninga á þurrefni, var smíðað árið 2020 og siglir undir flaggi Barbados. Það er með allra stærstu skipum sem hafa komið á Grundartanga en það er alls 35.752 brúttótonn að stærð: 199 metra langt og 32 metr- ar að breidd. Skipið tók farminn í Ástralíu og tók siglingin til Ís- lands tæplega tvo mánuði en skip- ið lagði af stað um miðjan október. Næst stærsti súrálsfarmur sem hef- ur komið á Grundartanga kom árið 2020 þegar M/V Ultra Diversity kom með 54.975 tonn af súráli. Við komuna til Grundartanga varð reyndar það óhapp að Sel- ena rakst harkalega í bryggjuna. Skemmdist hún á 12-15 metra kafla. Dæld og rispur komu einnig á bakborðskinnung Selenu en til allrar mildi kom ekki gat á skip- ið. Ekki kom gat á bryggjuþilið við ásiglinguna en þó er sprunga þar sem þarf að gera við. Nákvæm kostnaðaráætlun vegna skemmd- anna liggur ekki fyrir en ljóst er að kostnaðurinn er talsverður. Áætlað er að viðgerð fari fram næsta vor en útgerð skipsins eða trygginga- félag hennar mun væntanlega bera kostnaðinn. Rannsókn hefur farið fram á atvikinu og ljóst er að orsak- irnar eru margþættar. vaks Súrálsskipið Selena. Ljósm. Marine Traffic. Stærsti súráls- farmur sögunnar á Grundartanga Guðmundur og Dagbjört, eigendur best skreytta hússins í Stykkishólmi, ásamt stúlkum úr 9. bekk sem veittu þeim verðlaunin. Ljósm. af vefsíðu Stykkishólmsbæjar. Best skreytta húsið í Stykkishólmi Brautarholt 17 best skreytta húsið í Snæfellsbæ Jólaskap margra Skagamanna kemur með stjörnunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.