Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 202210 Komin eru tilboð í byggingarétt á allt að 115 íbúðum á sex lóðum á Sementreit á Akranesi. Eftir er að úthluta um 300 íbúðum til viðbótar á svæðinu, sbr. gildandi skipulag. Á vef Akraneskaupstaðar er fjallað um tilboðin sem bárust og niðurstöður matsnefndar. Tilboðin í byggingar- réttinn og stigin sem tilboðin hlutu: Bjóðendur Stig Bryggja 2 ehf. 25,5 Ferrum fasteignir ehf 62,3 Húsvirki ehf 67,2 Fastefli ehf 97,0 Tillögurnar eru fjölbreyttar en hæsta einkunn sem hægt var að fá var 100 stig. Fastefli skoraði 37 stig af 40 mögulegum í útliti og gæð- um og 60 stig af 60 mögulegum í byggingaréttargjaldi. Tilboð þeirra í byggingarétt var kr. 801.765.000. Lágmarks heimilað tilboð var hins vegar kr. 402.750.000. Umsögn matsnefndar um vinn- ingstillögu er eftirfarandi: „Tillagan er fallega unnin, spennandi og gef- ur góð fyrirheit um áframhaldandi byggð á Sementsreit. Framsetn- ingin er góð. Vel er unnið með staðaranda og leitast við að tengja útlit við byggð í bænum. Uppbrot og efnisnotkun er skemmtileg með tilvísanir í nærumhverfi og þekkt- ar byggingar. Kennileiti mættu vera meira afgerandi. Lóðin er áhuga- verð og lífleg. Útgangur úr bíla- kjallara í miðjan garð virkjar lóðina og örvar samfélagsleg tengsl. Já- kvætt er að bílakjallari sé ekki und- ir allri lóð og „jarðsamband“ náist í miðjum garði þar sem að hægt er að koma fyrir stórum trjám. Blágræn- ar ofanvatnslausnir á lóð og Svans- vottun er jákvætt. Hugmynd að blöndun á sérbýli og fjölbýli með mismunandi húsagerðum gengur vel upp og gæði íbúða er góð.“ Í ljósi ofangreindra tilboða og þess að allar lóðir fóru út við Suðurgötu, horfir Akraneskaup- staður björtum augum til upp- byggingar á Sementsreit og hlakkar til samstarfs með þeim verktökum sem munu byggja upp reitinn. frg Bæjarstjórn Akraness hefur náð samstöðu um að samfélagsmið- stöð verði byggð upp á Dalbraut 8. Eins og kunnugt er varð hús- næði Fjöliðjunnar að Dalbraut 8 eldsvoða að bráð að kvöldi 7. maí 2019. Nokkur kurr hefur staðið um með hvaða hætti staðið skyldi að uppbyggingu hússins og sitt sýnst hverjum. Uppi voru meðal annars hugmyndir um að byggja nýtt hús- næði fyrir Fjöliðjuna á svokölluð- um Orkuveitureit að Dalbraut 6. Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaup- staðar 14. desember sl. var lögð fram bókun þar sem bæjarstjórn lýsti einhuga yfir ánægju sinni með þá órofa samstöðu sem náðst hef- ur meðal kjörinna fulltrúa um upp- byggingu samfélagsmiðstöðvar í nýju húsnæði að Dalbraut 8. Sam- félagsmiðstöðin mun hýsa starf- semi Fjöliðjunnar, endurhæf- ingarhússins HVER ásamt Félags- miðstöðinni Þorpinu, frístunda- starfi fyrir börn og ungmenni. Fram kemur í fundargerð bæj- arstjórnar að ákvörðunin byggi á hugmyndafræði um samfélag án aðgreiningar og ítarlegri sviðs- myndagreiningu allra fagsviða Akraneskaupstaðar. Hið nýja hús- næði að Dalbraut 8 verður á stórri og skemmtilegri lóð í hjarta bæjar- ins og mun uppfylla núverandi - og framtíðarþörf á húsnæði fyrir starf- semina ásamt því að bjóða upp á aukinn sveigjanleika til að takast á við ný verkefni og áskoranir í vax- andi bæjarfélagi. Tækifæri verða til bættrar þjónustu Með samfélagsmiðstöð gefst tæki- færi til að sameina í einu húsi þá starfsemi sem í dag dreifist á nokkra staði. Það skapar tækifæri til aukins þekkingarflæðis milli starfsmanna og starfsstöðva sem án efa mun skila sér í bættri þjónustu fyrir alla hópa. Samhliða samfé- lagsmiðstöð er hægt að byggja upp þjónustu og tækifæri til frístunda- starfs fyrir hinn almenna borgara. Byggja upp miðstöð sem endur- speglar og fangar margbreytileik- ann í samfélaginu, starfar í anda samfélags án aðgreiningar í víðum skilningi og eykur möguleika íbúa á fjölbreytni í tengslamyndun og samfélagslegri þátttöku. Ákvörðun um uppbyggingu á samfélagsmið- stöð gerir ráð fyrir að hægt verði að hefja þar starfsemi árið 2024 sem gefur tækifæri til að flýta um mörg ár áformum um uppbyggingu á að- stöðu fyrir frístundastarf barna og ungmenna og starfsemi Endurhæf- ingarhússins HVER en fyrirsjá- anlegt er að uppbyggingu á hús- næði fyrir starfsemi Fjöliðjunnar mun seinka um eitt ár. Unnið er að því hörðum höndum að finna hæf- ingarhluta Fjöliðjunnar hentugan stað þar til húsnæðið á Dalbraut 8 verður tilbúið. Fjárhagslegur ávinning- ur til lengri tíma Uppbygging samfélagsmiðstöðv- ar á Dalbraut 8 mun hafa í för með sér aukna fjárfestingu Akra- neskaupstaðar til skemmri tíma en ef horft er til lengri tíma mun þessi uppbygging verða fjárhags- lega hagkvæmari en aðrir valkost- ir sem skoðaðir voru. Bæjarstjórn Akraness leggur mikla áherslu á að uppbygging samfélagsmiðstöðv- ar verði í forgangi á næstu árum. Gert er ráð fyrir verkefninu í fjár- hagsáætlun Akraneskaupstaðar 2022-2025 og þegar er hafin vinna við breytingar á skipulagi Dal- brautarreits til samræmis við upp- byggingaráform. frg Skömmu eftir hádegi 22. desember varð harður þriggja bíla árekstur skammt frá Eiðhúsum í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Samkvæmt heimildum Skessu- horns var atvikalýsing þannig að bíll rann yfir á öfugan vegarhelm- ing, skall utan í bíl sem kom úr gagnstæðri átt og lenti síðan fram- an á þeim þriðja. Mikil mildi þyk- ir að ekki urðu alvarleg slys á fólki, en alls voru tólf manns í bílun- um þremur. Fólkið var flutt undir læknishendur á Akranesi en sá sem mest var slasaður var fluttur á slysa- deild í Reykjavík. Beita þurfti klipp- um slökkviliðs á einn bíl. Í þessu útkalli voru boðaðir viðbragðsað- ilar af öllu Snæfellsnesi; sjúkrabíl- ar, slökkvilið og lögregla. Aðgerð- ir á vettvangi gengu vel samkvæmt heimildum Skessuhorns. Ökutæk- in þrjú voru óökuhæf eftir óhapp- ið og flutt af vettvangi með krana- bifreiðum. Veður var gott á slysstað en hitastig lágt og orsakaði það ís- ingu á veginum. mm Þriggja bíla árekstur á Snæfellsnesi Komin tilboð í byggingarrétt á 115 íbúðum á Sementsreit Samstaða um uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.