Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 202216 Þegar kom að árlegu kjöri Vest- lendings ársins að þessu sinni varð fljótlega ljóst hvert stefndi. Þrátt fyrir að tugir einstaklinga hafi ver- ið tilnefndir var eitt nafn sem oftar var nefnt en önnur, en það var nafn Kristínar Þórhallsdóttur dýralæknis og kraftlyftingakonu í Borgarfirði. Auk þess að standa fyrir heimili og praktísera sem dýralæknir í fullu starfi náði hún feiknargóðum ár- angri á íþróttasviðinu. Kristín varð á árinu Evrópumeistari í klassískum lyftingum í undir 84 kílóa þyngdar- flokki í byrjun desember á móti þar sem hún lyfti 560 kílóum saman- lagt og setti Evrópumet. Yfirburð- ir hennar voru töluverðir, þær sem komu næstar henni á mótinu lyftu tæpum 60 kílóum minna. Þá setti Kristín einnig Evrópumet í hné- beygju með að lyfta 220 kílóum. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem fagnar Evrópumeistaratitli í sam- anlögðu. Þá vann hún til brons- verðlauna á HM í klassískum kraft- lyftingum á móti sem fram fór í október og átti tvö Evrópumet sem reyndar voru jafnharðan slegin af keppinaut hennar á mótinu. Fyr- ir þennan árangur allan var Kristín kjörin kraftlyftingakona ársins en Akureyringurinn Viktor Samúels- son kraftlyftingakarl ársins. Krist- ín var jafnframt í kjöri til Íþrótta- manns ársins hér á landi, elsta kona sem verið hefur í kjöri frá upphafi. Hafnaði hún í þriðja sæti í kosningu íþróttafréttamanna. Fyrir þennan árangur er hún stolt og ekki síður að vera fulltrúi landsbyggðarinn- ar þegar slíkar viðurkenningar eru annars vegar. Flutt á heimaslóðir að nýju Það var á milli jóla og nýárs sem blaðamaður Skessuhorns, klyfjaður árituðum kristalsvasa og blóm- vendi, heimsótti Kristínu á heim- ili hennar á Laugalandi í Staf- holtstungum. Í nýlegu íbúðarhúsi býr hún ásamt Helga Guðmunds- syni eiginmanni sínum og tveimur sonum þeirra; fimm og þriggja ára. Helgi á auk þess tíu ára son sem er hjá þeim af og til. Kristín seg- ir að leiðir hennar og Helga hafi fyrst legið saman austur á Hellu þar sem Helgi vann við að byggja Stracta hótelið. Á Dýralæknastöð- inni á Hellu hóf Kristín fyrst störf eftir að hafa lokið námi sínu í Dýra- læknaskólanum í Kaupmannahöfn. Helgi er frá Hellu en sjálf er Kristín fædd og uppalin á Laugalandi þar sem foreldrar hennar Erla Gunn- laugsdóttir og Þórhallur Bjarna- son, ásamt Hjalta bróður henn- ar, reka myndarlega garðyrkjustöð. Á Laugaland fluttu þau Helgi og Kristín árið 2016 og keyptu íbúðar- húsið sitt á nýliðnu ári. Þar byrjaði hún strax að praktísera sem dýra- læknir með starfssvæðið Borgar- fjörð. Hún var um tíma í hluta- starfi hjá MAST en er hætt því og er nú í fullu starfi sem dýralæknir, læknar einkum stærri skepnur en er þó með lækningastofu heima þar sem hún getur tekið á móti gælu- dýrum, kindum í keisaraskurð og stundum koma hross til innlagn- ar meðan þau þurfa að vera undir eftirliti dýralæknis. Starf dýralækn- is er breytilegt eftir árstíðum, vinna sem Kristín segir að henti sér vel. Vinnan er einkum á hefðbundn- um dagvinnutíma en fjórðu hverja viku tekur hún bakvakt dýralækna á móti öðrum dýralæknum í hér- aðinu. Hún segir þetta vinnufyrir- komulag henta sér ágætlega, með þessu móti geti hún skipulagt æf- ingar og keppnishald samhliða starfi sínu og heimilishaldi, stýrt að mestu tíma sínum. Byrjaði snemma æfingar og keppni En hverfum fyrst að upphafi íþróttaiðkunar hjá Kristínu. „Ég byrjaði fyrst að æfa frjálsar íþrótt- ir hér á Varmalandi þegar ég var fimm ára gömul. Var þá í Ung- mennafélagi Stafholtstungna sem keppti undir merkjum Ungmenna- sambands Borgarfjarðar, UMSB. Íris Grönfeldt var þá aðalþjálfari sambandsins en síðar bættist Bjarni Þór Traustason við. Keppnisgrein- ar mínar voru spretthlaup og lang- stökk. Mér gekk ágætlega í þessum greinum, held að ég hafi verið sterk í íþróttum og með ágæta snerpu sem barn. Varð ég nokkrum sinn- um Íslandsmeistari í mínum aldurs- flokkum og komst í landsliðshóp- inn í frjálsum. Ég hætti svo að æfa frjálsar íþróttir upp úr tvítugu, þegar ég var komin í aldursflokk með fullorðnum. Þá jókst náttúr- lega samkeppnin í hópi þeirra öfl- ugustu og kannski var það óþroska mínum á þeim tíma um að kenna að áhuginn dalaði og ég hætti að æfa.“ Kristín Þórhallsdóttir er Vestlendingur ársins 2021 Evrópumeistari í klassískum kraftlyftingum og önnur á heimslistanum Kristín Þórhallsdóttir Vestlendingur ársins 2021. Kristín heima í stofu. Á borðinu eru verðlaunapeningar frá HM og EM í október og desember, en bæði mótin voru haldin í Svíþjóð. Evrópumeistarinn á verðlaunapalli. Ljósm. Kraftlyftingasamband Íslands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.