Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 31 Á gamlársdag var tilkynnt í Sögu- miðstöðinni í Grundarfirði hver hefði verið valinn Íþróttamað- ur Grundarfjarðarðar árið 2021. Þrír íþróttamenn voru tilnefnd- ir: Breki Þór Hermannsson fyr- ir knattspyrnu, Dagný Rut Kjart- ansdóttir fyrir riffilskotfimi/leir- dúfuskotfimi og Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir fyr- ir hestamennsku. Það voru þær Ingibjörg Eyrún Bergvinsdótt- ir og Ragnheiður Dröfn Beni- diktsdóttir frá Íþrótta- og æsku- lýðsnefnd Grundarfjarðar sem stjórnuðu athöfninni af röggsemi. Þær tilkynntu að lokum um úr- slit kjörsins og var það hestakonan Harpa Dögg Bergmann Heiðars- dóttir sem var kjörin Íþróttamað- ur Grundarfjarðar fyrir árið 2021. Í umsögn um Hörpu vegna kjörsins kom fram að hún hafi ver- ið í fremstu röð undanfarin ár í sín- um aldursflokki en hún er fimmt- án ára. Harpa keppir í Meistara- deild Líflands og æskunnar sem er keppni í efsta standard í þess- um aldurshópi og þar sigraði hún í fjórgangskeppninni með glæsi- brag. Á Fjórðungsmóti Vestur- lands, sem var stærsti viðburður i gæðingakeppni sumarið 2021, var hún í úrslitum í unglingaflokki og var auk þess í 1. - 2. sæti í tölti. Á Reykjavíkurmeistaramóti, sem er WR mót og eitt stærsta mót ársins, var Harpa í úrslitum í öllum þeim greinum sem hún tók þátt í og er því svo sannarlega búin að stimpla sig inn í röð sterkustu knapa í sín- um aldursflokki. Síðastliðin þrjú tímabil hefur Harpa Dögg verið valin til að taka þátt í hæfileikamót- un Landssambands hestamanna en þar eru sterkustu knapar á aldrin- um 14-17 ára saman í afrekshóp sem jafngildir landsliðshópi fyr- ir þennan aldurshóp. Harpa Dögg þjálfar sín hross sjálf og leggur mikinn tíma, metnað og ástríðu í vinnuna. vaks Hinu árlega kjöri Íþróttamanns Akraness lauk 3. janúar, en hægt var að kjósa rafrænt auk þess sem stjórn ÍA og fleiri kusu samkvæmt reglum Íþróttabandalags Akraness. Úrslit í kjörinu verða kunngerð á morgun, fimmtudaginn 6. janúar 2022 í beinu streymi frá Garðavöll- um í gegnum YouTube rás ÍATV. Í stafrófsröð eru eftirtaldir til- nefndir: Kylfingur ársins hjá Golfklúbbn- um Leyni: Björn Viktor Viktors- son. Knattspyrnukona ársins hjá ÍA: Dana Joy Scheriff. Badmintonmaður/kona ársins: Drífa Harðardóttir. Sundmaður ársins: Enrique Snær Llorens Sigurðsson. Knattspyrnumaður ársins hjá ÍA: Ísak Snær Þorvaldsson. Hestamaður ársins: Jakob Svavar Sigurðsson. Kraftlyftingarmaður/kona ársins: Kristín Þórhallsdóttir. Karatemaður ársins: Kristrún Bára Guðjónsdóttir. Knattspyrnumaður ársins hjá Kára: Marinó Hilmar Ásgeirsson. Fimleikakona ársins: Salka Brynjarsdóttir. Skotmaður ársins: Stefán Gísli Örlygsson. Körfuknattleiksmaður ársins: Þórður Freyr Jónsson. Klifrari ársins: Þórkatla Þyrí Sturludóttir. mm Einn leikmaður er í einangrun og tveir í sóttkví af 20 manna hópi A landsliðs karla í hand- knattleik. Leikmennirnir eiga að losna úr einangrun og sóttkví í þessari viku. Hinir leikmennirn- ir 17 fóru í PCR próf á sunnudag og fengu allir neikvæða niður- stöðu. Hópurinn er því kominn í búbblu á Grand hóteli í Reykja- vík núna þar til hópurinn held- ur til Búdapest í Ungverjalandi þriðjudaginn 11. janúar á EM. Mótið hefst svo tveimur dögum seinna og föstudaginn 14. janú- ar leikur Ísland sinn fyrsta leik þegar liðið mætir Portúgal. Ís- land er í riðli með Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. arg KSÍ hefur birt drög að niður- röðun leikja í efstu deildum karla og kvenna, Lengjudeildum karla og kvenna og 2. deild karla fyrir tímabilið 2022. Niðurröðun leikja í efstu deild karla tekur mið af því að samþykkt verði á ársþingi KSÍ að leika eftir breyttu fyrirkomulagi. Í nýju fyrirkomulagi verður fjölgun leikja en áfram tólf lið í deildinni. Þegar 22 umferðum er lokið verður deildin tvískipt en gert er ráð fyr- ir að tvískipta deildin hefjist fyrstu helgina í október. Keppni efstu deildar karla, sem hefur ekki enn fengið nafn, hefst 18. apríl (annan í páskum) og lýkur svo laugardaginn 17. september. Tvískipta deildin hefst sunnudaginn 2. október og lýkur laugardaginn 29. október. Skagamenn, sem leika í efstu deild karla, mæta Stjörnunni í fyrsta leik á útivelli þriðjudaginn 19. apríl og fyrsti heimaleikurinn er gegn Íslandsmeisturum Víkings sunnudaginn 24. apríl. Í næstsíð- ustu umferðinni mætir ÍA liði FH í Kaplakrika og síðasti leikur liðsins er heimaleikur gegn Leikni Reykja- vík laugardaginn 17. september. Víkingur Ólafsvík hefur leik í 2. deild karla laugardaginn 7. maí á heimavelli gegn Völsungi frá Húsavík og síðasti leikur Víkings í deildinni verður í Ólafsvík gegn Haukum úr Hafnarfirði laugar- daginn 17. september. Þá hafa leikdagar í Mjólkurbikar karla og kvenna fyrir árið 2022 ver- ið ákveðnir. Úrslitaleikur Mjólkur- bikars kvenna verður laugardaginn 27. ágúst en Breiðablik er ríkj- andi bikakarmeistari. Aðalkeppni Mjólkurbikarsins (32-liða úrslit) hefst í lok maí en sjálf keppnin fer af stað í apríl. Úrslitaleikur Mjólk- urbikars karla verður hins vegar laugardaginn 1. október en Víking- ur Reykjavík er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en liðið vann ÍA í úr- slitaleik Mjólkurbikarsins í október á þessu ári. vaks Skallagrímur tók á móti Hetti frá Egilsstöðum í 1. deild karla í körfuknattleik á þriðja degi jóla og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Skallagrímur var fyrir leikinn með tíu stig í sjöunda sæti deildarinnar en Hattarmenn í því þriðja með 18 stig. Gestirnir byrj- uðu betur í leiknum og komust í 0:5 strax á fyrstu mínútu og voru komnir í 11:19 eftir rúmlega fimm mínútna leik. Skallagríms- menn náðu að krafsa aðeins frá sér undir lok leikhlutans og stað- an 23:27 fyrir Hött þegar leikmenn gerðu sig tilbúna fyrir annan leik- hluta. Skallagrímur náði að hanga í gestunum fyrri hluta annars leik- hluta en síðan skildu leiðir og stað- an í hálfleik 36:53. Í þriðja leikhluta var jafnt á með liðunum og munurinn því svipaður þegar liðin fengu sér vatnspásu fyr- ir síðasta leikhlutann, staðan 62:83 fyrir Hattarmenn. Þeir juku síð- an forskotið enn meir, fátt var um svör hjá heimamönnum og örugg- ur sigur gestanna staðreynd, loka- tölur 79:109. Stigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Davíð Guðmundsson með 21 stig, Bryan Battle með 13 stig og Simun Kovac með 11 stig. Hjá Hetti var Arturo Rodriguez með 28 stig, Adam Eiður Ásgeirsson með 22 stig og Timothy Guers með 18 stig og 12 stoðsendingar. Næsti leikur Skallagríms er 10. janúar gegn Hrunamönnum á Flúðum og hefst leikurinn klukk- an 19.15. vaks Breki Þór, Harpa Dögg og Dagný Rut. Ljósm. Björg Ágústsdóttir. Harpa Dögg er Íþróttamaður Grundarfjarðar Skagamenn mæta Stjörnunni í fyrstu umferð árið 2022 Landsliðið komið í búbblu Kjöri Íþróttamanns Akraness lýst á þrettándanum Svipmynd frá kjöri Íþróttamanns Akraness 2020. F.v. Guðrún Juliane fimleika- kona, Kristín kraftlyftingakona og Fjóla Lind Guðnadóttir formaður Dreyra sem tók við verðlaunum fyrir hönd Jakobs Svavars hestamanns. Ljósm. mm. Davíð Guðmundsson var stigahæstur gegn Hetti. Ljósm. glh Skallagrímur tapaði gegn Hetti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.