Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 202230 Hvað var það skemmtilegasta sem þú gerðir á árinu 2021? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Inga Maren Ágústsdóttir „Ferð til Frakklands með góðu fólki.“ Hrefna Björnsdóttir „Að ferðast um landið með fjöl- skyldunni.“ Guðbjörg Þórunn Sveinsdóttir „Samverustundir með fjölskyldu og vinum.“ Katrín Lilja Jónsdóttir „Útilegur með fjölskyldunni.“ Brynhildur Helga Viktorsdótt- ir „Að vera með vinum mínum og fjölskyldu.“ Brimir BJJ verður opnað á nýj- um stað við Smiðjuvelli 17 á Akra- nesi laugardaginn 15. janúar. Val- entin Fels Camilleri opnaði Brim- ir BJJ á Akranesi í ágúst 2020 og kennir þar bardagaíþróttina brasil- ískt jiu-jitsu. Í tilefni opnunarinn- ar mun bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson heimsækja stöðina og haldin verður sýnikennsla fyrir gesti. Húsið verður opnað kl. 9:45 og unglingaviðburður fyrir 11-15 ára hefst kl. 10:00. 16 ára og eldri eru velkomnir kl. 11:20 en vegna takmarkana í samfélaginu er mikil- vægt að skrá sig fyrst. Hægt er að finna skráningarform á Facebook síðunni Brimir BJJ. arg Skagamaðurinn Hákon Arnar Har- aldsson er þegar byrjaður að láta að sér kveða hjá FC Kaupmanna- höfn í danska boltanum. Hann hef- ur nú leikið átta leiki með aðalliði félagsins, þann fyrsta gegn Vejle í dönsku Superligunni í 3:0 sigri nú í lok október. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í leiknum þegar hann kom liðinu í 2:0 með glæsilegu skallamarki. Hákon bætti um bet- ur með mjög góðri frammistöðu í Sambandsdeild Evrópu þegar hann lagði upp bæði mörk FCK í 2:0 sigri gegn Slovan Bratislava nú í byrjun desember. Þrír Íslendingar í hópnum „Þetta var alveg frábært að fá að taka þátt í þessum leikjum og stíga þessi skref,“ segir Hákon Arnar í samtali við Skessuhorn. „Það gerði þetta nú enn ánægjulegra að bæði ég og Ísak Bergmann Jóhannes- son lékum saman í Evrópuleikn- um.“ Hákon Arnar gekk til liðs við danska liðið í júní 2019 og gerði þá þriggja ára samning, en hann hafði þá leikið nokkra leiki með meistaraflokki ÍA á undirbún- ingstímabilinu það ár. „Það voru nokkur lið sem sýndu mér áhuga, en eftir að hafa skoðað aðstæður í Kaupmannahöfn leist mér mjög vel á allt það sem þeir höfðu upp á að bjóða og hef ég ekki séð eftir þeirri ákvörðun að hafa samið við FCK. Mér líður mjög vel í Kaup- mannahöfn. En það hjálpaði mér auðvitað mikið að foreldrar mín- ir voru mikið hjá mér úti. Móð- ir mín var meira og minna hjá mér fyrstu tvo veturna. Fyrir vikið leið mér mun betur í Kaupmanna- höfn og aðlagaðist fyrr í stað þess að vera hjá danskri fjölskyldu eins og oftast er hjá ungum leikmönn- um sem ganga til liðs við lið eins og FCK. Þau studdu mig með ráð- um og dáð á þessum fyrstu árum mínum í atvinnumennskunni eins og þau hafa alltaf gert. Ég hef ver- ið meira einn úti í haust eftir að ég aðlagaðist dvöl minni þar. Þá höf- um við Íslendingarnir hjá liðinu haldið hópinn og erum allir góðir vinir. En hjá FCK eru nú þrír Ís- lendingar auk míns. Það er að sjálf- sögðu Ísak Bergmann Jóhannesson og svo þeir Orri Steinn Óskarsson og Andri Fannar Baldursson sem kom að láni frá Bologna á Ítalíu.“ Fótboltafjölskylda Hákon Arnar á nú ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileika sína. Foreldrar hans eru þau Jón- ína Víglundsdóttir og Harald- ur Ingólfsson. Þau léku bæði fyr- ir A-landslið Íslands á sínum tíma og fyrir ÍA að sjálfsögðu. Þá hafa systkini Hákons Arnars látið held- ur betur að sér kveða í knattspyrn- unni. Systir hans, Unnur Ýr, á fjölda leikja með ÍA og Tryggvi Hrafn bróðir hans á einnig fjölda leikja með ÍA og íslenska A lands- liðinu og U-21 árs liðinu auk þess að spila með Halmstad í Svíþjóð og Lilleström í Noregi og nú með Val. Þá hefur yngsti bróðurinn Haukur nýlega gert samning við ÍA. Endurnýjaður samningur Hákon Arnar byrjaði að æfa með ungmennaakademíu FCK þegar hann kom til félagsins fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Var þar fasta- maður í liðinu sem vinstri væng- maður. „Þá var liðið undir stjórn Norðmannsins Stale Solbakken en eftir að nýr þjálfari, Jess Thor- up, kom til liðsins færði hann mig í stöðu framarlega á miðjuna, svona eiginlega í áttuna eins og kallað er. Hefur sú staða hentað mér mjög vel. FCK leikur heimaleiki sína á þjóðarleikvangi Dana, Parken í Kaupmannahöfn. Æfingasvæði fé- lagsins er í Frederiksberg sem er í um tuttugu mínútna aksturfjar- lægð frá Parken. Æfingasvæðið og öll umgjörð í kringum félagið er fyrsta flokks og vel er hlúð að okk- ur yngri leikmönnunum,“ sagði Hákon Arnar að endingu. Hákon Arnar er rétt að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennskunni, aðeins 18 ára gamall. Hvort sem ferill hans verður í Danmörku eða annars staðar verður að koma í ljós en hann á svo sannarlega framtíð- ina fyrir sér og hæfileikarnir eru til staðar og verður spennandi að fylgjast með ferli hans í framtíð- inni. En hann skrifaði nýlega und- ir nýjan samning við FCK til ársins 2026. se Knattspyrnufélag ÍA hefur náð samkomulagi við markmann- inn Árna Marinó Einarsson um nýjan samning við félagið. Gild- ir hann til tveggja ára eða til loka tímabilsins árið 2023. Árni Marinó sem er 19 ára gamall, lék 13 leiki í Pepsi Max deildinni síðasta sum- ar og var valinn besti ungi leikmað- ur meistaraflokks á lokahófi ÍA eft- ir tímabilið. Þá hefur Knattspyrnufélag ÍA gert nýjan samning við Gísla Laxdal Unnarsson sem gildir út tímabilið 2023. Gísli Laxdal er fæddur árið 2001 og á að baki 39 deildarleiki með ÍA tímabilin 2020 og 2021 og hefur skorað í þeim sex mörk. Auk þess að leika með 2. flokki ÍA þá spilaði Gísli tvo leiki með Kára í 2. deild og sex leiki með Skallagrími í 3. deild tímabilið 2019. ÍA hefur einnig gert samning við þau Gabríel Þór Þórðarson sem gildir út tímablið 2024, Ylfu Lax- dal Unnarsdóttur, systur Gísla, til 2023 og Breka Þór Hermannsson til 2024. Þá greindi ÍA frá því skömmu fyrir jól að Guðlaugur Baldursson hefði verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla en hann tek- ur við af Fannari Berg Gunnólfs- syni sem lét af störfum á dögunum. Guðlaugur hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur verið aðal- eða að- stoðarþjálfari í meistaraflokki hjá FH, ÍBV, ÍR, Keflavík og síðast Þrótti Reykjavík. vaks/ Ljósm. af vef KFÍA ÍA semur við Árna Marinó og Gísla Laxdal Gísli Laxdal hefur gert nýjan samning við ÍA. Árni Marinó og Jóhannes Karl Guðjónsson að innsigla samninginn. Brimir BJJ opnað á nýjum stað „Líkar mjög vel hjá FC Kaupmannahöfn“ segir hinn 18 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson Í leik með FC Kaupmannahöfn. Hákon Arnar er nú búinn að endurnýja samning sinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.