Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 202218 Nú þegar við höfum kvatt kóvidárið 2021 er ekki úr vegi að líta yfir það. Eins og venjulega leitaði Skessuhorn til valinkunnra Vestlendinga víða að og bað þá um að svara nokkrum laufléttum spurningum um hvað stæði upp úr frá árinu sem var að líða og hvers þeir væntu á nýja ár- inu. Anna Melsteð í Stykkishólmi: Hugsar ekki um það sem ekki var hægt að gera Hver er maður / kona ársins? Það má þakka mörgum fyrir framlag sitt á síðasta ári til skóla- og heilbrigð- iskerfisins sem dæmi - en það er þó alltaf liðsheildin sem stendur undir því sem öðru. Hvað var skemmtilegast á árinu? Upp úr árinu 2021 stend- ur brautskráning mín í þjóðfræði frá Háskóla Íslands, fagn- að í smáum en góðum hópi eins og flest á árinu. Annað skemmtilegt á árinu voru sjósundsferðir heima og annarsstað- ar, gönguferðirnar með mínu fólki og gestum í Stykkishólmi og á Snæfellsensi og samvera við fjölskyldu og vini. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki getað gert á ár- inu vegna þú veist hvað? Hugsa ekki um það, horfist í augu við það sem er raunhæft og er fyllilega sátt við það. Ferðaðist til dæmis þvert um landið frá Rauðasandi til Bakkafjarðar í sumarfríinu sem var dásam- legt. Fór þrisvar á Vestfirðina og nokkrum sinnum í Þing- vallasveitina mína – hvað er betra? Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Man það nú ekki svo vel en það sísta sem ég smakkaði var lík- lega háöldruð öðuskel! Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Væri ekki ágætt að eyða veirunni? Hver var helsta lexía ársins? Hvað við þurfum að fara að láta verkin tala í umhverfis- og loftslagsmálum! Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Þegar fjölskyldan gat hist öll (eða nánast öll) í einu. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Já, má kannski segja það. Að tala um sjálfa mig í útvarpi og sjónvarpi nánast í sama mánuði fannst mér fullmikið! Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Ótrúlega spennandi þjóðfræðiverkefnum í vinnunni og spennandi rannsóknarvinnu í meistaranáminu mínu! Anna Lísa Hilmarsdóttir úr Borgarbyggð: Hestaferð stendur upp úr Hver er maður / kona ársins? Skólastjórnendur á landinu öllu. Þau hafa þurft að vera vakin og sof- in vegna ástandsins og hafa staðið sig eins og hetjur. Hvað var skemmtilegast á árinu? Það var hestaferð með fjölskyldunni inn að Gilsbakkaseli í ágúst síðast- liðnum. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki getað gert á árinu vegna þú veist hvað? Frekar fúl yfir því að hátíð sauðfjárbænda í Dölum var ekki haldin, það er venjulega toppurinn á skemmtanalífi ársins hjá mér. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Maltwiskíið sem ég fékk hjá frændunum á Vatni og Sauðafelli. Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Bara spítum og öðru drasli sem ég nenni ekki að fara með í gáminn! Hver var helsta lexía ársins? Helsta lexía ársins var sú að nýta þetta líf sem við eigum eins vel og kostur er. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Samhugur í Borgarbyggð er eitt það fallegasta sem ég man eftir. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Nei, var bara í mínum þægindaramma í sveitinni. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Samveru með fjölskyldu og vinum. Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir úr Snæfellsbæ: Fíflaís kom á óvart Hver er maður / kona ársins? Ég hef alltaf átt erfitt með að setja fingur á einstaka aðila sem gætu fengið þennan titil. Að mínu mati eru allir þeir sem sýna alúð og metnað í verki, bæði í samskiptum og gjörðum, þeir sem ég lít upp til og dáist að á hverju ári. Hvað var skemmtilegast á árinu? Allar samverustundirnar með mínum nánustu. Há- punkturinn er samt fjallganga sem ég fór með Sólrúnu systur minni og góðum vini í sumar. Ætluðum bara upp að Kambs- vatni sem er um fjögurra klukkustunda ganga en veðrið var svo yndislegt að við enduðum á að vera næstum sjö tíma á fjallinu, tókum útúrdúra, hjáleiðir, nýja tinda og nutum yndis- legrar náttúru og veðurblíðu. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki getað gert á ár- inu vegna þú veist hvað? Ætli það sé ekki bara að eiga samverustundir og vinamót al- mennt. Maður hefur ekki getað farið í heimsóknir, stoppað við hjá vinum og hitt fjölskyldu eins mikið og maður hefði viljað. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Ég hef rosalega stutt matarminni, er frekar föst í matarvenj- um og kann að meta það sem ég er vön og er ekki mjög nýj- ungagjörn. Ég man því eiginlega ekki eftir neinu sérstöku sem var bragðbetra en annað. En til að nefna eitthvað þá fannst mér Fíflaísinn sem ég fékk mér á Erpsstöðum koma verulega á óvart. Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Það er öllum hollt að taka reglulega til í sálartetrinu og henda óþarfa sem er bara íþyngjandi eins og áhyggjum, erfiðum til- finningum, samviskubiti og öðrum birgðum í andlegu lífi okk- ar. Ætli ég geri ekki tiltekt þar hjá mér og hendi af mér væn- um haug á bálið sem ég vil ekki burðast með inn í nýja árið. Hver var helsta lexía ársins? Ekki taka neinu sem gefnu. Ef þú vilt að breytingar verði á þér eða umhverfi þínu, öðrum og sjálfum þér til heilla, þá þarf að vinna að því sjálfur. Við berum ábyrgð á eigin velferð með samvinnu og hag allra að leiðarljósi og stundum, þó að þú leggir þig alla fram og hafir öll rök með þér, þá getur þú samt tapað. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Dætur mínar héldu áfram að vaxa og þroskast. Lærðu nýja hluti, bættu upplifun í reynslubankann, lærðu af mistökum, eignuðust vini og héldu áfram að þróa persónur sínar. Það er alltaf fallegt og forréttindi að fá að taka þátt og fylgjast með því stórkostlega ferli. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Já, ætli það ekki. Það er þá helst á því sviði að rækta hæfileika mína og gefa af mér. Í fyrsta sinn tók ég að mér að búa til handverk fyrir aðra og taka greiðslu fyrir, það var sérsaumað pils með útsaumi innblásnum af íslenskum hefðum. Ég byrj- aði líka að taka einkatíma í söng og fór á námskeið í sagna- list til að efla Sögufylgjuna í mér og geta þannig þróað áfram mína þjónustu á sviði sögumiðlunar. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Ég hlakka til að halda áfram að skapa, bæði með huga og höndum - skapa minningar, skapa vinasambönd, skapa tengsl, skapa handverk, skapa upplifun, skapa leiðir og skapa nýjar sögur fyrir framtíðina. Og það fyrsta sem sameinar þetta allt í ár er að fara á námskeið og sauma mér 19. aldar peysuföt nú í vetur sem mig hefur langað til lengi og læt loksins verða af. Eva Laufey Kjaran á Akranesi: Uppáhaldið er jólamaturinn Hver er maður / kona ársins? Það er af nógu að taka enda margir stórkost- legir einstaklingar þarna úti, ég ætla að segja heilbrigðisstarfs- fólk almennt. Það er manneskja ársins að mínu mati, þau sem standa vaktina alla daga – allt árið um kring og starfa við mikið álag. Hvað var skemmtilegast á árinu? Allar gæðastundirnar með fjölskyldunni, við fórum í útilegu með góðum vinum sem var hápunktur sumarsins. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki getað gert á ár- inu vegna þú veist hvað? Ég sé ekki eftir neinu, blessunarlega þá er ég laus við það. Til einskis að spá í því. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Hér er ekki auðvelt að velja, en uppáhaldið mitt er jólamatur- inn innbökuð nautalund með sveppamauki, Beef Wellington og hún var einstaklega góð í ár og þess vegna vel ég hana. Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Óþarfa stressi sem kemur upp af og til, það er ekki til neins og kemur manni ekkert áleiðis. Hver var helsta lexía ársins? Heilsan er ekki sjálfgefin og hvað hún skiptir miklu máli. Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu? Ég eignaðist lítinn frænda, stelpurnar mínar og maðurinn minn eru það fallegasta sem ég á og allt með þeim er fallegt og gott. Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu? Heldur betur, á ýmsum sviðum. Tók ákvarðanir sem ég bjóst ekki við að taka og ögraði mér sem er alltaf gott og hollt. Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári? Að njóta þess einfaldlega, að vera ekki með út úr skipulagða dagbók alla daga og slaka örlítið á. Lesa meira, borða meira af góðum mat, verja meiri tíma með fjölskyldu og vinum og al- mennt hafa gaman af þessu. Gunnar J Karlsson úr Grundarfirði: Latté á Græna Kompaní- inu var það bragðbesta Hver er maður / kona ársins? Haraldur Þorleifsson. Ef þessi snillingur er ekki mannvinur og eðaleintak, þá er það enginn. Hvað var skemmtilegast á árinu? Þetta ár telst nú líklega seint til þeirra skemmtilegri, en það fór mest í vinnu og bras. Í heildina var árið alveg ágætt, en ekkert sérstakt sem stóð upp úr. Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvað? Að hafa ekki komist til Grikklands. Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu? Latté á Græna Kompaníinu í Grundarfirði (og súkkulaðikak- an þar). Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna? Covid fyrir að vera leiðindafyrirbæri. Og svo eru nokkrar stjórnmálastefnur og flokkar sem eiga heima á brennu. Horft yfir farinn veg og litið til nýja ársins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.