Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 25 Laugardaginn 18. desember voru 45 nemendur brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi við hátíðlega athöfn. Heims- faraldur setti töluverðan svip á skólagöngu þessa hóps sem nú var að útskrifast, en stór hluti námsins fór fram í fjarnámi. Viðstaddir út- skriftarathöfnina sjálfa voru einnig færri en venjulega sökum sóttvarna. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðar- skólameistari setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir skóla- meistari flutti ávarp. Þá ávarpaði Marinó Rafn Guðmundsson, 10 ára stúdent, útskriftarhópinn og hvatti hann áfram. Gylfi Karls- son flutti ræðu fyrir hönd út- skriftarnema. Venju samkvæmt var tónlist hluti af athöfninni en Val- gerður Jónsdóttir, bæjarlistamaður Akraness 2021, söng jólalög fyrir útskriftarnemendur og gesti þeirra. Dúx Fjölbrautaskóla Vesturlands er Aníta Ólafsdóttir en hún útskrif- aðist með meðaleinkunnina 9,39. Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun og viðurkenningar fyr- ir námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga: Andri Þór Einarsson fyrir góð- an árangur í rafiðngreinum (VS Tölvuþjónustan) og Kötluverð- launin fyrir bestan árangur iðn- nema. Aníta Ólafsdóttir fyrir góðan ár- angur í íslensku (Íslandsbanki), fyr- ir ágætan árangur í raungreinum (Terra) og fyrir frábæran árangur í stærðfræði (Elkem) Anna Magný Ellertsdóttir fyrir góðan árangur í íslensku (Penninn Eymundsson) Antonía Líf Sveinsdóttir fyrir góð- an árangur í ensku (Landsbankinn) viðurkenningu fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) auk viðurkenningar og sérstakra hvatn- ingarverðlauna frá Zonta klúbbn- um. Árni Þórir Heiðarsson fyrir fram- lag sitt til félagsstarfa (Minningar- sjóður Karls Kristins Kristjánsson- ar) Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir fyrir góð- an árangur í íslensku (Rótarý- klúbbur Akraness) og góðan árang- ur í samfélagsgreinum (VLFA) Bergþór Ægir Ríkharðsson fyr- ir ágætan árangur í rafiðngreinum (RAFPRÓ) Bjarki Rúnar Ívarsson fyrir ágæt- an árangur í íþróttagreinum (FVA) Erlend Magnússon fyrir ágætan ár- angur í rafiðngreinum (Akraborg) Gylfi Karlsson fyrir ágætan ár- angur í rafiðngreinum (Vogir og Lagnir) og fyrir framlag sitt til fé- lagsstarfa í FVA (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) Helgi Jón Sigurðsson fyrir ágætan árangur í rafiðngreinum (Skaginn 3X) Miriam Arna Daníelsdóttir Glad fyrir ágætan árangur í dönsku (Danska sendiráðið) Patrekur Orri Unnarsson fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minn- ingarsjóður Karls Kristins Krist- jánssonar) Ronja Rut Ragney Hjartardótt- ir fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar) Þorgils Sigurþórsson fyrir ágæt- an árangur í rafiðngreinum (Norð- urál). arg Laugardaginn 18. desember brautskráðust níu nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Af félags- og hugvís- indabraut brautskráðust sjö nem- endur; Björn Ástvar Sigurjóns- son, Dagur Kjartansson, Kristó- fer Snær Ragnarsson, María Ósk Heimisdóttir, Ottó Ari Arason, Rakel Jóna Bredesen Davíðsdóttir og Örvar Sigurðsson. Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðist Ragnheiður Arnarsdóttir. Af op- inni braut til stúdentsprófs braut- skráðist Amelía Rún Gunnlaugs- dóttir. Með hæstu meðaleinkunn var Rakel Jóna Bredesen Davíðs- dóttir. Guðrún Jóna Jósepsdóttir var kynnir útskriftar, Freydís Bjarna- dóttir kennari flutti kveðjuræðu fyrir hönd starfsfólks og Davíð Magnússon 10 ára stúdent flutti ræðu sem tekin var upp og sýnd í upptöku. Ragnheiður Arnarsdótt- ir og Örvar Sigurðsson nýstúdent- ar fluttu ræðu fyrir hönd stúdenta og Amelía Rún Gunnlaugsdótt- ir útskrifaður nemandi söng lagið Dansaðu Vindur eftir Eivöru Páls- dóttur og spilaði nemandi skólans Halldóra Margrét Pálsdóttir undir á píanó. Í ávarpi Hrafnhildar Hallvarðs- dóttur skólameistara kom m.a. fram að þetta var 33. útskriftarhá- tíð frá stofnun skólans. Hátíðinni var streymt þannig að aðstand- endur og aðrir velunnarar skól- ans sem ekki gátu verið á staðn- um vegna fjöldatakmarkana, gætu fylgst með. Á haustönn voru 203 nemend- ur skráðir í nám við FSN. 55 voru skráðir á félags- og hugvísinda- braut, 23 á framhaldsskólabraut, 13 á íþróttabraut, 24 á náttúru- og raunvísindabraut, 75 nemendur á opna braut til stúdentsprófs og tíu á starfsbraut. Af þessum 203 nem- endum var 81 nemandi í fjarnámi. mm/ Ljósm. sá Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Rakel Jóna Bredesen Davíðsdóttir var dúx skólans. Hér er hún ásamt Hrafnhildi Hallvarðsdóttur skólameistara. Níu brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga Útskriftarhópurinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.