Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 202220
Grundarfjarðarbær hefur verið að
endurnýja gangstéttar bæjarins í
sumar og haust en töluvert miklu
af gömlum steyptum gangstéttum
hefur verið mokað upp og sturtað
í malarnámu við bæinn. Nú hefur
verið ráðinn verktaki til að mylja
gangstéttarnar niður svo hægt sé
að nota efnið aftur. Svanur Tóm-
asson verktaki úr Snæfellsbæ sér
um þetta verk og er þetta töluverð-
ur sparnaður svo ekki sé talað um
kolefnissporið. Efnið sem þarna er
endurunnið er tilvalið í landfyll-
ingar og svipaða vinnslu og spar-
ast mikill flutningskostnaður og
vinnslukostnaður af þessari endur-
vinnslu. tfk
Undanfarin ár hefur verið hægt að
aka hindrunarlaust gamla þjóðveg-
inn á Akranes. Um gamlan malar-
veg er að ræða sem hlýtur tak-
markað viðhald. Meðfram veginum
hafa m.a. frístundabændur aðstöðu
auk þess sem þar er garðyrkjustöð.
Hestamenn á Æðarodda nýta mik-
ið reiðgötu sem liggur samsíða veg-
inum. Nú hefur verið settur upp
vegatálmi á gamla veginn austan
við garðyrkjustöðina og aðkeyrsl-
una að hundagerðinu. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns var það
gert vegna ógætilegs aksturs um
veginn, jafnvel kappaksturs.
mm
Grundarfjarðarbær bauð í haust
hinum fjórum sveitarfélögunum
á Snæfellsnesi til óformlegs fund-
ar um stöðuna í sameiningarmál-
um og framtíðarsýn í þeim efnum
fyrir Snæfellsnes. Grundarfjarðar-
bær er eina sveitarfélagið á Snæ-
fellsnesi sem ekki er í formlegum
sameiningaviðræðum eins og sak-
ir standa. Snæfellsbær og Eyja- og
Miklaholtshreppur stefna að kosn-
ingu um sameiningu í febrúar og
Stykkishólmsbær og Helgafells-
sveit í mars. Auk þess á Stykkis-
hólmsbær í óformlegum viðræðum
við Dalabyggð.
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri
Grundarfjarðarbæjar segir að bæj-
arstjórnin í Grundarfirði hafi boð-
ið fulltrúum annarra sveitarfélaga
á Snæfellsnesi til samtals og hafi
það farið fram 15. desember síð-
astliðinn. „Við vildum í fyrsta lagi
heyra af þeim sameiningarviðræð-
um sem eru farnar af stað hjá ná-
grönnum okkar og hins vegar ligg-
ur það í loftinu að sameiningar á
þessu svæði þurfi að ræða,“ sagði
hún. Það hafi verið upplýsandi
að heyra af forsendum þeirra við-
ræðna sem nú eru í gangi, beint
frá þeim fulltrúum sem að þeim
standa. Björg sagði að afstaða bæj-
arfulltrúa í Grundarfirði sé sú að
Snæfellsnes verði að lokum eitt
sameinað sveitarfélag. Sama hljóð
hafi verið í nágrönnunum. „Það
var mjög afgerandi niðurstaða að
fólk lítur þannig á að frekari sam-
einingar séu í farvatninu. Þessar
tvær sameiningar sem nú eru til
umræðu verði ekki einhver enda-
punktur heldur þurfi stærri sam-
einingu í kjölfarið.“ Um tímasetn-
ingar hafi þó ekki komið fram al-
veg skýrar línur, auk þess sem það
sé auðvitað alltaf íbúanna að lok-
um að ákveða um slíkt, í atkvæða-
greiðslum.
Í Stykkishólmi voru í gangi
óformlegar sameiningarviðræð-
ur við Dalamenn fyrr á árinu, en
þær voru lagðar tímabundið til
hliðar þegar bæjarstjórn Stykk-
ishólmsbæjar bauð hreppsnefnd
Helgafellssveitar til viðræðna.
Sameinað Snæfellsnes yrði um
þrjú þúsund og níu hundruð manna
sveitarfélag með fimm þéttbýl-
iskjörnum og blandaðri atvinnu-
starfsemi. Björg telur að samein-
ingarmálin komi til umræðu fyrir
sveitarstjórnarkosningar sem fram
fara næsta vor, miðað við hvern-
ig mál hafi þróast í sveitarstjórn-
argeiranum, sem og í viðræðum á
svæðinu. „Við sveitarstjórnarkosn-
ingar í vor þá verða þetta spurn-
ingar sem allir frambjóðendur til
sveitarstjórna á Snæfellsnesi þurfa
að svara; hver sé afstaða þeirra til
sameiningarkosta á svæðinu og
hvaða tímarás fólk vilji sjá í þeim
efnum. Það mun örugglega þurfa
að gefa mjög skýr svör um þetta
fyrir kosningar,“ segir Björg.
vaks
Á ferð vestur á Snæfellsnes. Ljósm. mm.
Sameiningarmál á Snæfellsnesi verða
uppi á borðum fyrir kosningar í vor
Gamla þjóðveginum lokað
Svanur er með sérstaka kvörn á
gröfuarminum hjá sér sem mokar upp
heilu steypuklumpunum og aðskilur
gróft malarefni sem er tilvalið í land-
fyllingar.
Endurvinna gangstéttar bæjarins
Það er frekar óvanalegt að sjá verk-
taka í steypuvinnu á aðventunni og
hvað þá rétt fyrir jólin. En sú var
samt raunin í Grundarfirði 21. des-
ember síðastliðinn þegar verktak-
arnir Þorkell Gunnar Þorkelsson
og Jósef Ólafur Kjartansson voru
að nýta tíðarfarið til steypuvinnu.
Þá náðu þeir að steypa gangstéttina
frá Gamla pósthúsinu að gatna-
mótum Sæbóls og Grundargötu en
töluverðar framkvæmdir hafa stað-
ið yfir þar með nýjum gangstéttum
og götulýsingu. Þeir Gunni Múr og
Jósef voru nokkuð brattir er ljós-
myndara bar að garði og voru lítið
að spá í jólaundirbúning.
tfk
Gatnamót Sæbóls og Grundargötu.
Steyptu rétt fyrir jólin
Jósef Ólafur Kjartansson passar að steypan renni á réttan stað.
Gunni Múr dreifir úr steypunni eftir kúnstarinnar reglum.
Séð upp Grundargötuna þar sem hin nýja gangstétt liggur.