Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 27 Krossgáta Skessuhorns Máls- háttur Harð- indi Óreiða 2 Eins Æfð Fram- koma Nærir Kæpu 100 Röð Ryk- korn Hug- rekki Afa Röð Fagur Áflog Lipurð Leðja Slanga Haf Skán Hraun Þruma Dafna 6 Sam- þykki Kvakar Frekja Dvelja Ofboð 4 Huguð Reipi Skap Sól- roði Stjórn Sér- stæð 8 Snúin Hret Áhald Kvað Böðl- ast Ógn Kostur Betur Sonur Skref Veggur Þegar Öldu- gjálfur Kassi Slark Dvínar 7 Notkun Fylking 3 Mann Alltaf Öslaði Samhlj. Tjása Skoru Kyn Laust 50 Hljóð Magn Tuð Rák Flói 1 Hvíldir Samhlj. Afl- vaki Tengir Leið- sögnin Hvílt Óttast Ábreiða Hrösuðu Náin Röð For- faðir Teppi Áhald Leit Stöngin Skjól Athuga Hylur Naum Tvennu Reik Starf Afar Hnoðar Rás 9 Grugg Púki Linna Kusk Tanga Sko Menn Skortur Ær Fersk 5 Atlaga Arinn Á fæti 10 Tónn Stakt Óþjált Sérhlj. 2 Pilla Snjó Landabók Iða Mauk Tilraun Erfiði 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánu- dögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. Í næstu viku kemur í ljós hver hreppir þátttöku- verðlaun fyrir jólakrossgátuna. Gísli Höskuldsson bóndi og hrossa- ræktandi frá Hofsstöðum og síðar Uppsölum í Hálsasveit lést 12. des- ember síðastliðinn og var jarðsettur 18. desember. Gísli varð 95 ára og einum degi betur, en hann var fæddur 11. desember árið 1926 að Saurbæ í Villlingaholtshreppi, einn fjögurra barna hjónanna Höskuldar Eyjólfssonar og Gíslínu Magnús- dóttur. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Kristfríður Björnsdóttir. Þau giftu sig 1963 og hófu þá búskap á Hofsstöðum. Saman eignuðust þau Gísli og Fía fjögur börn; þau Gísla, Eyjólf, Láru Kristínu og Katrínu en fyrir átti Fía dótturina Guðrúnu. Gísli á Hofsstöðum var mörgum að góðu kunnur, hæglátur og prúð- ur. Hann rak sauðfjárbú á Hofs- stöðum en á landsvísu er hann ásamt Fíu eiginkonu sinni þekkt- astur fyrir ræktun grárra glæsi- hrossa; viljugra og ganggóðra sem eftir var tekið. Gáski frá Hofsstöð- um er þekktastur þeirra hrossa sem frá Hofsstöðum eru ættuð, sem og Gustur frá Hóli og Haukur Gáska- synir. Heimilisfólkið á Hofsstöðum hefur alla tíð haft óbilandi áhuga á hrossum og gott innsæi í þjálfun og ræktun gráu hrossanna allra og er þá sama hvort farið er aftur til tíma Höskuldar bónda, sem sagður var frægastur reiðmanna á Íslandi á liðinni öld, eða til sona þeirra Fíu og Gísla og síðar afkomenda þeirra sem haldið hafa merkjum ræktun- ar- og tamningastarfs á lofti. mm/ Ljósm. Guðlaugur Óskarsson Nemendur á skólastigum ofan grunnskóla hér á landi voru 46.328 haustið 2020 og hafði fjölgað um 4.721 frá hausti 2019 eða um 11,3%. Þetta er næstmesti fjöldi nemenda á þessum skólastigum sem mælst hefur samkvæmt tölum Hag- stofu Íslands en lítið eitt fleiri nem- endur stunduðu nám haustið 2011. Nemendum fjölgaði á öllum skóla- stigum og á öllum landsvæðum að Austurlandi undanskildu. Nemend- um með erlendan bakgrunn fjölgaði sem og nemendum með íslenskan bakgrunn. Nemendur á háskólastigi voru 22.067, fjölgaði um 14,7% og hafa ekki áður verið fleiri. Þar af voru 656 nemendur í doktorsnámi, sömuleið- is aldrei fleiri. Á framhaldsskólastigi stunduðu 22.767 nemendur nám sem er 7,5% fjölgun. Á viðbótarstigi voru 1.494 nemendur og hafa ekki verið fleiri nemendur á því stigi. Skólasókn 16 ára nemenda var óbreytt á milli ára, eða 95,1%, en hlutfallslega fleiri nemendur á aldr- inum 17-29 ára sækja skóla en á síð- asta ári. Skólasókn 19 ára nemenda hefur minnkað síðustu ár í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs en haustið 2020 jókst hún í 66,5% úr 58,0% árið áður. mm Fjöldi varaþingmanna tók dag- ana fyrir og eftir jól sæti á Alþingi vegna kórónaveirunnar sem þar stakk sér niður. Þriðjudaginn 28. desember tóku sæti á Alþingi tvær varaþingkonur Pírata, þær Gunn- hildur Fríða Hallgrímsdóttir og Lenya Rún Taha Karim, en Gunn- hildur Fríða varð um leið yngsta manneskjan til að taka sæti á Al- þingi. Hún er 19 ára og 241 daga gömul en fyrra metið átti Karl Lilj- endal Hólmgeirsson sem var 20 ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018. Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir að- gerðum í loftslagsmálum og inn- leiðingu nýrrar stjórnarskrár. Lenya Rún Taha Karim komst í fréttirnar fyrr í haust þegar niður- stöður alþingiskosninga bentu til þess að hún væri yngsti kjörni al- þingismaður sögunnar. Eftir endur- talningu atkvæða í Norðvesturkjör- dæmi datt hún af þingi og varð þess í stað 1. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti en baráttumál hennar eru afglæpavæðing vímuefna, réttindi innflytjenda og flóttafólks og að- gengi jaðarsettra hópa að mennta- kerfinu og heilbrigðiskerfinu. mm Mikil fjölgun nemenda á milli ára Svipmynd frá útskrift stúdenta frá Fjölbrautaskóla Vesturlands skömmu fyrir jól. F.v. Gunnhildur Fríða og Lenya Rún. Ljósm. aðsend. Yngsti þingmaður Íslandssögunnar Gísli Höskuldsson látinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.