Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 15
Ragnar Konráðsson hætti nýverið
sem skipstjóri á línubátnum Örvari
SH eftir að hafa starfað sem skip-
stjóri þar um borð í 29 ár. „Ég byrj-
aði á sjó 8. febrúar 1973 á Svani SH
111 og er því búinn að vera á sjó
í 48 ár. Því fannst mér tími til að
fara í land og gera eitthvað annað,“
sagði Ragnar í samtali við Skessu-
horn.
En ekki fór Ragnar langt frá
sjónum því nú hefur hann tekið til
starfa sem ,,reddari“ hjá Fiskverk-
un KG. „Þar sinni ég öllu í kring-
um bátana; svo sem að fella net,
mæla teina og hef eftirlit með bát-
um. Raunar það sem til fellur,“ seg-
ir Ragnar og brosir breitt. Hann
kveðst afar sáttur við lífið og stillti
sér glaður upp til myndatöku á kaj-
anum á þriðja degi nýs árs.
af
Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2021
voru send samtals 271 tonn af sorpi
til urðunar frá heimilum í Borgar-
byggð en þetta kemur fram á vef-
síðu sveitarfélagsins. Séu þessar töl-
ur bornar saman við árið 2020 er
um að ræða 100 tonnum minna en
á sama tíma í fyrra en þá höfðu 369
tonn verið send til urðunar. Árið
2019 nam úrgangur til urðunar frá
heimilum 479 tonnum á fyrstu tíu
mánuðum ársins og því er um að
ræða verulega minnkun á úrgangi
til urðunar á milli ára.
Þess má geta að á fyrstu tíu
mánuðum þessa árs hafa íbú-
ar í Borgarbyggð skilað 107 tonn-
um af lífrænum úrgangi til endur-
vinnslu. Ekki er hægt að bera saman
við heildarmagn á síðasta ári þar
sem söfnunin hófst í apríl 2020.
Endurvinnsluúrgangur úr grænu
tunnunni er um það bil 144 tonn
á fyrstu tíu mánuðum ársins sam-
anborið við 162 tonn á sama tíma
árið 2020.
Íbúar Borgarbyggðar eru að
flokka í mun meira mæli en áður
sem hefur leitt til minnkunar á sorpi
til urðunar. Um er að ræða jákvæða
þróun og því er mikilvægt fyrir íbúa
sveitarfélagsins að halda áfram á
þessari braut. Samkvæmt stefnu
um hringrásarhagkerfi skal úrgang-
ur sem fer í urðun vera að hámarki
10% af heildarúrgangi fyrir lok árs
2034. Í dag er verið að setja 35% í
urðun af þeim heimilisúrgangi sem
fellur til frá heimilum. vaks
Breytingar á barnalögum um skipta
búsetu barns, sem tóku gildi í árs-
byrjun, gera ráð fyrir að foreldrar
geti samið um skipta búsetu barns
við tilteknar aðstæður. Forsend-
ur þess að semja um skipta búsetu
barns eru þær að foreldrar geti
komið sér saman um atriði er snúa
að umönnun og uppeldi barns-
ins. Hægt verður að gera samn-
ing um skipta búsetu barns og óska
staðfestingar sýslumanns eða gera
dómsátt um skipta búsetu barns
hjá dómstólum. Ekki er gert ráð
fyrir að sýslumaður eða dómstóll
geti úrskurðað eða dæmt skipta bú-
setu barns þegar foreldra grein-
ir á. „Forsenda fyrir skiptri búsetu
barns er jafnframt að heimili barns-
ins séu nálægt hvor öðru og að barn
sé í einum skóla eða leikskóla og
eigi greiðan aðgang að tómstunda-
starfi og öðrum frístundum frá
báðum heimilum án þess að fjar-
lægðir standa í veg fyrir því,“ seg-
ir í tilkynningu frá dómsmálaráðu-
neytinu. Skipt búseta mun fela í sér
að allar ákvarðanir varðandi barn,
bæði meiri háttar ákvarðanir og af-
gerandi ákvarðanir um daglegt líf
barns verða teknar sameiginlega af
báðum foreldrum.
Lögin tóku gildi um áramót og
þeir foreldrar sem vilja skrá skipta
búsetu barns geta nú hafið ferlið
með því að panta viðtalstíma. Við-
tal foreldra er sameiginlegt og fer
fram hjá sýslumanni í því umdæmi
sem barnið býr.
mm
„Stofnvísitala þorsks samkvæmt
haustmælingu hefur lækkað tölu-
vert frá árinu 2017 þegar hún
mældist sú hæsta frá upphafi haust-
mælingarinnar og er nú svipuð því
sem hún var árin 2008-2009.“ Þetta
er meðal þess sem fram kemur í
skýrslu Hafrannsóknarstofnunar
þar sem helstu niðurstöður stofn-
mælinga botnfiska að haustlagi eru
teknar saman.
Verkefnið hefur verið fram-
kvæmt með sambærilegum hætti
á hverju ári frá 1996. Þá segir að
lægri vísitala í ár stafi af að minna
fékkst af 35-37 cm þorski. „Stofn-
vísitala ýsu hefur farið hækkandi frá
2017 en vísitala ufsa hefur lækkað
frá árinu 2018. Vísitala gullkarfa
var svipuð og í fyrra en hefur lækk-
að töluvert frá hámarkinu 2017.
Vísitala djúpkarfa hækkaði frá fyrra
ári en hefur sveiflast án sýnilegr-
ar langtímaþróunar frá 2000. Vísi-
tölur grálúðu og blálöngu breytt-
ust lítið miðað við nokkur fyrri ár
og eru undir meðaltali tímabilsins.
Vísitala gulllax hækkaði og er sú
hæsta sem mælst hefur í haustralli.
Vísitölur hlýra, tindaskötu, sand-
kola, langlúru, þykkvalúru, skráp-
flúru og hrognkelsis eru í sögulegu
lágmarki haustralls.“ Þá kemur
fram að árgangar þorsks frá 2020-
2021 mældust rétt um meðalstærð.
„Nýliðun gullkarfa, djúpkarfa og
blálöngu hefur verið léleg undan-
farin ár. Vísitala grálúðu er enn lág
og undir meðaltali tímabilsins þrátt
fyrir hækkandi gildi undanfarin tvö
ár,“ segir í skýrslunni.
arg
Tólf voru sæmd riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu á nýársdag
við látlausa athöfn á Bessastöð-
um þar sem hver og einn mætti, en
ekki hópi. Þau Áslaug Geirsdótt-
ir, Gerður Kristný Guðjónsdótt-
ir, Sigurður Flosason, Bjarni Fel-
ixson, Kristín Þorkelsdóttir, Ólaf-
ía Jakobsdóttir, Katrín Fjeldsted,
Sigurjón Arason og Trausti Vals-
son mættu. Þrír orðuhafar áttu ekki
heimangengt meðal annars vegna
veðurs og verða þau sæmd orðunni
síðar við fyrsta tækifæri, seg-
ir Guðni Th Jóhannesson forseti.
Þau eru Haraldur Ingi Þorleifsson,
Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir og
Stefán Haukur Jóhannesson.
mm/ Samsett mynd:
Forsetaembættið
Tólf orður á nýársdag
Mögulegt að upp-
fylltum skilyrðum að
skipta búsetu barns
Ragnar var að kíkja á strákana um borð í Ólafi Bjarnasyni SH til þess að athuga
hvort þeim vantaði eitthvað um borð.
Hættur skipstjórn en orðinn
reddari í landi
Þorski landað á Akranesi. Ljósm. úr safni/mm
Stofnmæling botnfiskstegunda
við landið
Opin urðunarrein í Fíflholtum. Ljósm. úr safni/mm.
Minni urðun í Borgarbyggð í
ár en gert var ráð fyrir