Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 202222
Nýliðið ár hefur verið áskorun fyrir alla, hvort sem um
er að ræða einstaklinga eða sveitarfélög. Við leituðum
til bæjar- og sveitarstjóra sjö stærstu sveitarfélaganna á
Vesturlandi og spurðum þá út í hvað stæði helst upp úr
frá árinu 2021, hver væru stærstu verkefni og áskoranir
sveitarfélaganna og hvernig árið 2022 legðist í þá.
Viðmælendum varð eins og von var tíðrætt um Covid en
jafnframt hve samtakamáttur og þrautseigja bæði starfs-
manna og íbúa efldist við mótlætið. Greinilegt er á máli
viðmælendanna að allir horfa þeir björtum augum til
ársins 2022 og að mikill uppgangur og framkvæmdir eru
fyrirhugaðar á nýju ári.
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri
í Grundarfirði
Hafnarframkvæmdir
standa upp úr
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði, segir aðspurð
að af framkvæmdum bæjarins standi hafnarframkvæmdir upp
úr sem stærsta framkvæmdin, með 130 m lengingu Norður-
garðs og ánægjulegri aukningu í löndunum fiskiskipa. „Einnig
verkefnið „Gönguvænn Grundarfjörður“ sem felst í umfangs-
miklum umbótum á gangstéttum, stígum og aðstöðu fyrir
gangandi og hjólandi umferð, í samræmi við nýtt aðalskipulag
bæjarins. Verkefnið er til margra ára og hófust framkvæmdir
á árinu,“ segir Björg.
„Við fengum nýja stjórnendur til liðs við okkur; tvo á sviði
umhverfis- og skipulagsmála í samstarfi fjögurra sveitarfélaga
á Snæfellsnesi, nýjan leikskólastjóra og nýjan íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa. Við hlökkum til breytinga sem fylgja.“
Björg segir að árið hafi í heildina verið mikið lærdóms- og
þrautseigjuár, ekki síst hvað varðar stjórnun og starfsemi í
Covid. „Við Grundfirðingar fengum t.d. tvo „Covid-skelli“
í nóvember, sem höfðu talsverð áhrif, m.a. á starfsemi skóla-
stofnana. Samstaða og hjálpsemi bæjarbúa, t.d. í gegnum
þetta Covid-tímabil, finnst mér standa upp úr á árinu, auk
samstöðu í bæjarstjórn sem er klárlega mikill styrkleiki, þegar
gefur á bátinn.“
Orkumálin eitt brýnasta verkefnið
Að sögn Bjargar eru fjármál sveitarfélagsins ein stærsta áskor-
unin eins og síðustu ár. „Endurskoðun á tekjustofnum sveitar-
félaga þolir enga bið, tekjuþróun sveitarfélags eins og okkar
getur ekki talist eðlileg m.v. þau verkefni sem okkur eru falin.
Að fá og halda hæfu starfsfólki, í ýmiss konar störf í samfé-
laginu okkar, er eitt af stóru málunum, ekki bara hjá bænum,
heldur líka fyrirtækjum og stofnunum.“
Björg segir orkumálin vera eitt brýnasta verkefnið; „að íbú-
ar og fyrirtæki njóti lægra orkuverðs til kyndingar húsa
sinna. Grundarfjarðarbær er í samstarfi við Veitur ohf. um
möguleika í þeim efnum,“ segir Björg og heldur áfram. „Fyr-
ir sveitarstjórnarkosningar í vor tel ég svo að frambjóðendur
á Snæfellsnesinu öllu þurfi að gefa skýr svör um hvernig þeir
sjái sameiningarmál fyrir sér, ekki síst um það hvað þeir vilji
að gerist á næsta kjörtímabili.“
Grundarfjörður og Snæfellsnesið
allt á mikið inni
Björg segist vera bjartsýn að eðlisfari og telur að „..bærinn
minn og Snæfellsnesið allt eigi mikið inni, hvað varðar áhuga,
uppbyggingu og tækifæri, einkum í sjávarútvegi, ferðaþjón-
ustu, matvælavinnslu og menningu. Við þurfum að byggja
enn frekar á þeirri góðu samvinnu sem við höfum unnið að,
bæði innanbæjar og við nágranna okkar. Heimsfaraldurinn
klárast ekki í ár, en við munum ná betri takti og tökum á hon-
um. Síðan held ég að það liggi í tíðarandanum að þetta verði
enn frekar ár lærdóms, frjórra hugmynda og samstöðu,“ seg-
ir Björg að lokum.
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri
Stykkishólms
Þrautseigja starfs-
manna og íbúa
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólms, seg-
ir margt sem standi upp úr á liðnu ári. „Ber þar einna helst
að nefna þrautseigju starfsmanna og íbúa Stykkishólmsbæj-
ar vegna Covid-19, ekki síst nemenda skólanna. Grípa þurfti
til ýmissa ráðstafana á árinu vegna faraldursins sem reyndi á
þolgæði allra. Nú sér vonandi fram á bjartari tíma í þessum
efnum. Einnig var mikið um framkvæmdir í Stykkishólmi í
sumar og þ.á.m. umfangsmiklar malbikunarframkvæmdir. Þá
var nýr og glæsilegur upphitaður körfuboltavöllur reistur á
grunnskólalóðinni, en völlurinn er dýrmætur fyrir okkar sam-
félag og hefur nú þegar verið vel nýttur. Viðbygging við leik-
skólann er langt komin, hjúkrunarheimili í byggingu, undir-
búningur að bættri aðstöðu fyrir aldraða við Skólastíg 14 og
svo mætti lengi telja. Útivist og útivera hefur einnig verið
afar áberandi á árinu í Stykkishólmi. Hér var settur upp fris-
bígolfvöllur og átak áfram í göngustígagerð. Þá er einnig mik-
il gróska í sjósundi í Stykkishólmi og afar kraftmikið félag sem
stendur að því, en bærinn byggði fyrir félagið aðstöðu í Móvík
á árinu. Skógræktarsvæðið við Grensás hefur tekið miklum
breytingum og mikill uppgangur í Skógræktarfélagi Stykkis-
hólms. Skógurinn sem liggur í jaðri bæjarins er nú nýttur til
útivistar og viðburða sem aldrei fyrr. Danskir dagar í Stykk-
ishólmi voru haldnir á breyttum tíma og svona mætti lengi
telja. Allt þetta stendur upp úr á árinu.“
Mikil gróska verið í byggingariðnaði
Aðspurður um stærstu verkefni og áskoranir sveitarfélagsins
á nýju ári segir Jakob: „Mikil gróska hefur verið í byggingar-
iðnaði í Stykkishólmi og hefur íbúum í Stykkishólmi farið ört
fjölgandi undanfarin ár. Á þessu ári verður farið í gatnagerð á
nýju hverfi til að mæta eftirspurn eftir lóðum. Klárað verður
að skipuleggja nýtt atvinnusvæði fyrir ofan bæinn í tengslum
við nýja atvinnustarfsemi sem mun rísa þar. Ný viðbygging við
leikskólann verður kláruð snemma á árinu og tekin í notkun.
Haldið verður áfram með uppbyggingu á Súgandisey á árinu,
en þar er um að ræða ákaflega spennandi verkefni sem mun
verða Stykkishólmsbæ til framdráttar. Einnig verður haldið
áfram með uppbyggingu útivistastíga í og við Stykkishólm.
Þá verður hafist handa við uppbyggingu á bættri aðstöðu fyr-
ir eldri borgara upp á Skólastíg 14 eftir að hjúkrunarheimil-
ið verður flutt, en gert er ráð fyrir að nýja hjúkrunarheimilið
verði tilbúið um mitt árið 2022. Allt eru þetta stór verkefni og
í þeim felast bæði tækifæri og áskoranir. Að lokum má nefna
að Stykkishólmsbær og Helgafellssveit eru í formlegum sam-
einingarviðræðum og verður spennandi að sjá hvert það mun
leiða okkur, en íbúar kjósa um sameininguna í mars.“
Fullur tilhlökkunar
Jakob segir árið 2022 leggjast mjög vel í hann. „Á persónuleg-
um nótum er ég fullur tilhlökkunar yfir væntanlegri fæðingu
míns fjórða barns sem á að fæðast í byrjun apríl 2022. Þetta
verður frábært ár.“
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
í Snæfellsbæ
Eldgos og jarðhrær-
ingar eftirminnilegt
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir aðspurður
um hvað standi upp úr á árinu 2021: „Það er sennilega það
sama og hjá flestum, Covid og að halda samfélögum gang-
andi í þessum aðstæðum með mínu frábæra starfsfólki. Það
var stærsta áskorun ársins. Ef við horfum framhjá Covid þá er
það nú margt. Mér fannst eldgosið merkilegt og standa svo-
lítið upp úr ásamt jarðhræringunum við Grindavík.“
Sveitarstjórnarkosningar á næsta ári
Kristinn bendir á að á næsta ári eru sveitarstjórnarkosningar
og það eru alltaf umskipti í sveitarfélögum sem fylgja þeim.
„Maður veit aldrei hverjir halda áfram og hverjir koma nýir
inn. Það er stór áskorun hjá sveitarfélögunum á næsta ári.
Fyrir utan kosningarnar er það að sjálfsögðu að halda áfram
að byggja upp samfélagið og gera það enn öflugra en það hef-
ur verið. Það er skemmtilegasta og mesta áskorunin að halda
áfram að byggja upp samfélag sem fólki finnst gott að búa í.
Maður reynir alltaf að gera betur á næsta ári en maður gerði
árið á undan.“
Mikið af náttúruauðlindum
Kristinn segir að árið 2022 leggist mjög vel í sig því það bíða
svo mörg tækifæri. „Við eigum svo margt sem þjóð og það er
okkar að sjá það. Það er ómetanlegt hvað við eigum mikið af
náttúruauðlindum og hvað við höfum mikið að sækja í,“ segir
Kristinn Jónasson að lokum.
Samtakamáttur og þrautseigja íbúa og
starfsmanna efldist í Covid
Rætt við bæjar- og sveitarstjóra sjö stærstu sveitarfélaganna á Vesturlandi