Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Qupperneq 4

Skessuhorn - 19.01.2022, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 20224 Þegar fyrirhugað er að ráðast í stórar og fjárfrekar framkvæmdir sem snert geta marga, er oftast byrjað að tala sig niður á markmið og leiðir og þegar það er í höfn er farið í nánari stefnumótun og útfærslu. Við uppbyggingu innviða, svo sem vega, hafa slík mál stundum verið rædd í þaula af fjárveitingavaldinu, jafnvel í áratugi, og oft getur hinn pólitíski debatt tekið lengri tíma en góðu hófi gegnir. Af handa- hófi má nefna vegagerð um Teigsskóg og Sundabraut í því sambandi. Getur orðið snúið þegar pólitík stangast á við fjárhagsleg sjónarmið, umhverfismál, byggðamál og fjölmarga aðra þætti. Mig langar að dreypa aðeins á tvö ólík mál í okkar nærum- hverfi. Hvorugt hefur fengið teljandi opinbera umfjöllun, en bæði eru mikilvæg. Annars vegar er það væntanleg staðsetning nýs stofnvegar frá Hvalfjarðargöngum í Borgarnes og hins vegar lagning byggðalínu frá Hvalfirði í Hrútafjörð. Landsnet er nú að vinna að mati á umhverfisáhrifum Holtavörðulínu eitt, sem á að liggja frá tengivirki á Klafastöðum í Hvalfirði og að nýju tengivirki á Holta- vörðuheiði. Lagning þessarar línu er sögð mikilvægur hlekkur í endurnýjun á nú- verandi byggðalínu, 220 kV raflína og hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem liggja mun allt frá Hvalfirði til Austurlands. Til að koma slíkum mannvirkjum fyrir á landinu hefur því verið ákveðið að leggja til að möstrin fari yfir láglendi þriggja sveitarfélaga á Vesturlandi og allt norður í V-Húnavatnssýslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi raforku og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutn- ingskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggðar. Þetta er allt gott og blessað. Litlum vafa er undirorpið að staðsetning þessi tekur mið af draumum fjárfesta sem vilja reisa vindmyllugarða í sveitum hér vestanlands. Nú þegar eru að minnsta kosti fjögur slík verkefni í pípunum í landshlutanum, við mismikinn fögnuð annarra hagsmunaaðila, svo sem nágranna. Frumskilyrði er jú að raforkan sem í vindmyllugörðunum er framleidd komist út í dreifikerfið, því ella væri orkan verðlaus. Nú er að ljúka umsagnarferli þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af nýrri risastórri raflínu yfir láglendi héraðsins. Veit ég að ekki eru allir allskostar sáttir. Þeim gefst þó kostur á að andmæla. Ég velti því fyrir mér af hverju slík mannvirki, ný byggðalína, skuli ekki vera lögð yfir Kjöl. Af hverju ekki að fara stystu leið til tengingar landshluta og leyfa slíkum möstrum að vera uppi á hálendingu, fjarri mannabyggð? Um leið væri rökrétt að téðir vindmyllugarðar yrðu þar sömuleiðis. Allra hagur sýnist mér, en einhverra hluta vegna ekki kostur sem hafður er með sem valmöguleiki. Vera kann að miðhálendisþjóðgarður, sem nú er búið að ýta út af borðinu, sé ástæðan. Hitt stóra málið sem ég vil meina að hafi verið vanreifað er lega tvöföldunar hr- ingvegarins frá norðurmunna Hvalfjarðarganga og í Borgarnes. Sá vegur, þegar hann verður lagður, mun allur liggja um Hvalfjarðarsveit og því hefði átt að gera ráð fyrir vegstæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú er í vinnslu. Í drögum að því er þó ekki gert ráð fyrir tvöföldun hringvegarins. Þannig má segja að hljóð og mynd fari ekki saman, í ljósi fagurra fyrirheita stjórnmálamanna um að flýta tvö- földun þjóðvegarins alla leið í Borgarnes. Svo virðist sem stefnumótun hafi vantað og samráð skort milli stjórnsýslustiga. Kannski má því um kenna að menn hafa sí- fellt talað niður þá leið að fara með nýjan þjóðveg vestur fyrir Akrafjall, yfir minni Grunnafjarðar og tengjast vegstæðinu norðan við Fiskilæk. Umhverfislega væri það lang skynsamlegasta vegstæðið. Með því móti mætti t.d. fækka hringtorgum og um leið tengja betur saman þéttbýliskjarnana Akranes og Borgarnes. Menn eiga að horfa opið á bestu lausnirnar í ljósi þess að hver kílómeter í nýjum tvöföldum þjóðvegi kostar um einn milljarð króna. Umhverfislega er auk þess minni hætta á að fuglalíf í Grunnafirði beri skaða af í ljósi þess ef olíubílar og aðrir þungaflutn- ingar færu út fyrir fjörðinn. Mér finnst að þingmenn okkar og sveitarstjórnarfólk ætti að taka þessa umræðu og láta vita hvað heimafólk vill, áður en tæknifólk hjá Vegagerðinni fer í kostnaðarsama vinnu við hönnun nýs vegsvæðis. Hvort sem um er að ræða staðsetningu háspennumastra eða vegstæði á láglendi, mannvirki sem standa í áratugi, finnst mér skorta talsvert á að skynsamlegustu val- kostirnir séu hafðir með frá upphafi. Hvað veldur veit ég ekki. Líklega þó samráðs- leysi og kannski vottur af áhugaleysi þeirra sem ættu að hafa um málið að segja. Magnús Magnússon Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Stefnumótun og opnari umræða Meðfylgjandi mynd var tekin á mánudagsmorgun á veginum við Álftafjörð, austan við Stykkishólm. Þar féll aurskriða nóttina áður og lokaði veginum. mm/ Ljósm. sá Björgunarbáturinn Björg í Rifi var kallaður út á þriðja tímanum síðast- liðinn fimmtudag til að koma drag- nótarbátnum Guðmundi Jenssyni SH til aðstoðar, en báturinn hafði fengið pokann í skrúfuna. Björg tók Guðmund í tog til hafnar í Ólafsvík og gekk heim- ferðin vel þrátt fyrir vestan sjó. Víðir Haraldsson kafari hóf í kjöl- farið vinnu við að skera úr skrúfu Guðmundar Jenssonar SH. af Gríðarleg úrkoma hefur verið á landinu síðustu daga. Hófst hún samhliða hlýindum á sunnudags- kvöldið. Mikið hafði snjóað dag- ana á undan og því var aukin hætta á asahláku. Úrkoman var svo mikil að ræsið í Gilósnum við Grundar- fjörð hafði ekki undan og vatn tók að flæða yfir veginn. Þarna rennur lítil á sem fellur í gegnum Grafar- gil en á mánudaginn var þessi litli árfarvegur sem beljandi stórfljót þannig að ræsið hafði ekki undan. tfk Stjórn Bakkahvamms hses. boðar til umræðufundar með verktökum og iðnaðarmönnum í Dalabyggð varðandi áætlun um byggingu íbúða. Fundurinn verður í fundasal Stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11 í Búðardal (2.hæð), fimmtudaginn 20. janúar klukkan 17. Þetta kemur fram á vefsíðu Dalabyggðar. Bakkahvammur hses. er húsnæð- issjálfseignarstofnun sem var stofn- uð síðla árs 2019. Hlutverk stofn- unarinnar er að byggja eða kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi almennra félagsíbúða í Dalabyggð og veita þjónustu í almannaþágu samkvæmt lögum 52/2016 um almennar íbúðir. Aðal- starfsemi Bakkahvamms er rekstur leiguíbúða. Bakkahvammur hefur nú sótt um og fengið samþykkt stofnframlag til uppbyggingar á þremur 80 fer- metra íbúðum í Búðardal á árinu 2022 en verktími er áætlaður frá maí til desember. Fundurinn er ætl- aður til þess að kanna áhuga heima- manna og möguleika þeirra til að geta tekið þátt í byggingu íbúð- anna. Á fundinum verður farið yfir helstu kostnaðartölur og það um- hverfi sem Bakkahvammi og sam- starfsaðilum við byggingu er gert að starfa eftir samkvæmt lögum um almennar íbúðir þegar kemur að verkefni sem þessu. vaks Björg kom Guðmundi til bjargar Flæddi yfir veginn við Grundarfjörð Horft í átt að Grundarfirði þar sem vatnið var á mánudaginn farið að flæða yfir veg- inn, en ræsið sjálft er rétt við bílinn frá Vegagerðinni. Vegegerðin vaktaði veginn og fylgdist með aðstæðum. Aurskriða lokaði veginum um Álftafjörð Umræðufundur vegna byggingar íbúða

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.