Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Síða 22

Skessuhorn - 19.01.2022, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202222 Stykkishólmsbær og Matís hafa gert með sér samkomulag um sam- starf í Stykkishólmi með áherslu á fræðslu, nýsköpun, rannsókn- ir og atvinnuuppbyggingu inn- an sveitafélagsins. „Báðir aðilar samkomulagsins munu nýta styrk- leika sína og innviði viðkomandi aðila eins og kostur er,“ segir í til- kynningu. Stykkishólmsbær stofn- aði til hugarflugsfundar með Mat- ís, KPMG og fulltrúum atvinnu- lífsins á svæðinu 26. nóvember á liðnu ári. Fulltrúar atvinnulífsins fjölmenntu og sköpuðust líflegar umræður um tækifærin til aukinn- ar verðmætasköpunar og eflingu atvinnulífsins er varðar sjálfbæra matvælaframleiðslu á svæðinu. Jakob Björgvin Jakobsson bæj- arstjóri heimsótti, ásamt formanni atvinnu- og nýsköpunarnefnd- ar, fyrirtæki í Stykkishólmi í þeim tilgangi að kynnast betur starf- semi fyrirtækja og stofnana í bæn- um auk fyrirliggjandi áskorana og tækifæra og kanna með hvaða móti Stykkishólmsbær geti bet- ur stutt við hagsmuni atvinnulífs í sinni stefnumótun og hagsmuna- gæslu. „Atvinnulífið er grundvöll- ur byggðar á hverjum stað og lífæð allra samfélaga. Að vera í góðum tengslum við atvinnulífið og skilja þarfir þess er mikilvægt,“ að sögn Jakobs. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæj- ar skipaði í framhaldinu starfs- hóp um eflingu atvinnulífs í bæn- um sem vinnur nú að því að greina tækifæri til eflingar atvinnulífs á grunni svæðisbundinna styrkleika sem mun nýtast við stefnumörk- un bæjarins í atvinnumálum. Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar frá Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi og Byggðastofnun. Þar er m.a. horft til verðmætasköpun- ar í tengslum við sjálfbæra nýt- ingu auðlinda Breiðafjarðar. Er samkomulag Matís ohf. og Stykk- ishólmsbæjar liður í sömu vegferð. „Með þessu vill Stykkishólmsbær tryggja fyrirtækjum hagstæð skil- yrði, vera hreyfiafl góðra verka og styðja við rannsóknir og nýsköp- un,“ undirstrikar Jakob. Samningur undirritaður Nokkrir fulltrúar atvinnulífsins í Stykkishólmi áttu, ásamt bæjar- stjóra og formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar, hugarflugs- fund með fulltrúum frá Matís og KPMG 26. nóvember síðastliðinn. Á fundinum voru til umræðu rann- sóknir, nýsköpun, sprotastarfsemi, matvælaframleiðsla og ábyrg nýt- ing auðlinda Breiðafjarðar með það að markmiði að stuðla að sjálf- bærri nýtingu auðlinda og auk- inni verðmætasköpun á svæðinu. Að loknum fundi rituðu Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri og Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís, undir samkomulag um sam- starf Stykkishólmsbæjar og Matís. „Mikil gróska og uppbygging á sér stað á sviði sjálfbærrar afurða- og matvælaframleiðslu í Stykk- ishólmsbæ og er það markmið Stykkishólmsbæjar og Matís að styðja eftir megni við einstaklinga og fyrirtæki á svæðinu til verð- mæta- og nýsköpunar í matvæla- iðnaði og frekari vinnslu svæðis- bundinna afurða, og þannig stuðla að aukinni hagsæld, fæðuöryggi, matvælaöryggi og bættri lýðheilsu fyrir íslenskt samfélag,“ segir í sameiginlegri tilkynningu Matís og Stykkishólmsbæjar mm Árið 1999 var fyrirtækið Gæða- kokkar stofnað í Mosfellsbæ. Árið 2007 flutti það starfsemina í Borg- arnes og 2014 var nafninu breytt í Kræsingar. Eigendur Kræs- inga voru hjónin Magnús Níels- son Hansen matreiðslumeistari og eiginkona hans, Vala Lee Jóhanns- dóttir. Nú í haust ákváðu þau að selja rekstur og eignir fyrirtækisins. Kaupandinn er Álfasaga. Magn- ús samdi við kaupendurna um að starfa þar áfram og stýra vöruþró- un. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Magnúsar í fyrirtækið við Sólbakka í Borgarnesi og spjall- aði við hann um þessar breytingar. Magnús segir að fyrirtækið sem keypti af þeim heiti Álfasaga en það rekur meðal annars Móður Nátt- úru og Dagnýju og Co. „Þetta eru fjársterkir aðilar með öfluga mark- aðssetningu og komu þeir til dæm- is núna inn í dreifingu á Paté vör- um sem við höfum verið að fram- leiða. Við erum mjög sterkir á því sviði og seldum núna fyrir síðustu jól eitthvað um tuttugu þúsund ein- ingar af paté í þessum helstu versl- unum; svo sem Krónunni, Hag- kaup, Fjarðarkaupum og Melabúð- inni. Álfasaga ætlaði fyrst einung- is að kaupa tæki Kræsinga, en svo sáu forsvarsmenn þess það sem við höfum verið að gera og urðu mjög hrifnir. Þeir eru mjög sterkir á markaðinum og einnig í dreifingu þannig að þetta var hvalreki fyrir mig að fá þessa menn inn í dæmið,“ segir Magnús. Hann segir að það sé ekkert leyndarmál að fyrirtækið hafi í raun verið rekið með tapi undanfar- ið í Covid faraldrinum. Til dæm- is hafa Kræsingar verið öflugar á þorrablótamarkaðinum undanfar- in ár og verið að gera góða hluti þar. „Það voru engin þorrablót í fyrra en við náðum í hittifyrra, áður en Covid-19 skall á, góðu svingi. Hér við Sólbakka munum við nú einbeita okkur að þróun og fram- leiðslu á bökum,“ segir Magnús. Starfsmaður á plani Hefur starfsmönnum fjölgað eftir breytingarnar? „Það er vilji til þess að fjölga aðeins og að við förum í fleiri verkefni fyrir eigendurna. Núna eru hér fjórir starfsmenn og bókari í hlutastarfi. Við verðum ekkert í sölu sjálf, komum til með að framleiða fyrir Dagnýju og Co sem sér um neytendamarkaðinn. Hvað mig varðar má segja að ég sé orðinn starfsmaður á plani. Þannig að ég er mjög sáttur við mitt hlut- skipti og það er gott að þeir hafa trú á manni.“ Magnús segir að það sé virki- lega gott að vera með fyrirtækið í Borgarnesi en bendir þó á að þessi rekstur geti ekki byggst á mark- aðinum innan héraðs. Hann seg- ir að sterkasta vígi þeirra áður fyrr hafi verið Akranes og hafi Kræs- ingar m.a. selt í Brekkubæjarskóla, alla leikskólana og í fjölbrautaskól- ann. En hvað eruð þið að framleiða hérna núna? „Við erum að fram- leiða kjúklingabökur, koma okkur upp lager og þær fara síðan í búð- irnar. Allar vörur sem við framleið- um í dag eru undir nafninu Dagný og Co og fara á neytendamarkað. Okkar nafn, Kræsingar, er fram- leiðslufyrirtæki en aðrir munu sjá um sölu og markaðssetningu.“ Bökumarkaðurinn verið í svelti En er Magnús bjartsýnn á framtíð- ina? „Það er ég, maður verður að taka þátt í samfélaginu og fyrirtæk- ið á eftir að eflast á næstu árum. Nú eru horfur aðrar hjá okkur og við höfum fengið fjársterka aðila til að koma inn í reksturinn með okkur. Þeir eru nú þegar sterkir á neytendamarkaði með sínar vörur og eiga eftir að bæta við nokkrum vörutegundum sem framleidd- ar verða hjá okkur. Við ætlum að koma sterk inn á markaðinn með bökur sem verða unnar í samvinnu með þeim. Bökumarkaðurinn hefur verið í svelti síðan við hættum fram- leiðslu á þeim og margir sem sakna þeirra gífurlega. Við verðum með grænmetisbökur, kjúklingabökur, pizzabökur og kúrekabökur til að byrja með en sjáum svo til hvort við bætum við fleiri tegundum. Fram- leiðslan er komin í gang og stutt er í að bökurnar verði keyrðar í versl- anir. Þær verða kælivara nú en voru frystivara hjá mér hér áður. Það má að sjálfsögðu frysta vöruna en neyt- andinn gerir það þá sjálfur.“ Magnús segir að lokum að hann sé bjartsýnn á framtíðina og hlakki til að vinna með nýjum eigendum að vöruþróun og á nýjum markaði. „Hver veit nema maður geti svo boðið konunni í sumarfrí í fyrsta skipti í langan tíma,“ segir hann brosandi. vaks Þorski landað í Stykkishólmi á síðasta ári. Ljósm. sá. Matís og Stykkishólmsbær taka höndum saman Magnús að aðstoða í framleiðslunni. Álfasaga keypti rekstur Kræsinga í Borgarnesi Magnús með ylvolgar kjúklingabökur í fanginu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.