Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Qupperneq 30

Skessuhorn - 19.01.2022, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202230 Hildur Sólveig Sigurðardótt- ir sjúkraþjálfari bjó fyrstu árin á Akranesi en frá ellefu ára aldri í Vestmannaeyjum. Hún hef- ur verið öflug í íþróttum og tek- ur virkan þátt í sveitarstjórnarmál- um. Þá hefur Hildur Sólveig vak- ið athygli fyrir verkefni sitt meðal elstu bekkja grunnskóla en það ber heitið Leiðarvísir líkamans. Árið 2020 fékk hún m.a. styrk frá Lýð- heilsusjóði embættis landlæknis til að efla verkefnið. Hildur er dótt- ir þeirra Drífu Björnsdóttur ljós- móður á Akranesi og síðar í Vest- mannaeyjum og Sigurðar Ragnars- sonar blikksmiðs á Akranesi. Í Vest- mannaeyjum býr hún með eigin- manni og þremur börnum þeirra. Skessuhorn tók Hildi Sólveigu tali. Að þekkja líkamann „Hugmyndin að verkefninu Leiðar- vísir líkamans fæddist upphaflega þegar ég var í sjúkraþjálfaranámi. Síðar þegar ég sem sjúkraþjálfari fór að sinna einstaklingum komst ég að því að margir hefðu get- að komið í veg fyrir sín vandamál með meiri grunnþekkingu á lík- amanum. Ég hef því þróað grunn- skólaverkefnið yfir langan tíma og nýtt mér m.a. endurgjöf nemenda. Þá er mikilvægt að nemendur átti sig á því hvað þekking á líkaman- um skiptir þá miklu máli síðar á lífsleiðinni,“ segir Hildur. Skortir leiðbeiningar „Ég hef oft sagt það svona til gam- ans og samanburðar að þegar við kaupum öll þau tæki sem við not- um á heimilum okkar fylgja þeim leiðbeiningabæklingar um notkun tækjanna. Bæklingar sem eru jafn- vel upp á tugi eða hundruð blað- síðna. En við höfum aftur á móti engar slíkar leiðbeiningar um lík- ama okkar. Allt of oft hef ég upp- lifað það í starfi mínu að skjól- stæðingar mínir koma of seint í meðhöndlun og hefðu margir þeirra getað komist hjá því að fá alvarleg stoðkerfisvandamál ef þeir hefðu haft aðgang að betri upplýs- ingum um líkama sinn, svo sem lík- amsstöðu, líkamsbeitingu og rétt- ar vinnustellingar. Það er svo margt sem við getum gert fyrir okkur sjálf án lyfja og aðgerða ef upplýsingar væru aðgengilegri. Þess vegna tel ég mikilvægt að byrjað sé snemma að gera ungu fólki grein fyrir þessu og koma í veg fyrir þessi vandamál síðar á ævinni. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir fólkið sjálft heldur allt heilbrigðiskerfið og vinnuveit- endur.“ Hóf kynningar á degi sjúkraþjálfunar „Ég ákvað fyrir fimm árum síðan, á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfun- ar, sem er 8. september ár hvert, að fara inn í grunnskóla á þeim degi og bauð 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja upp á forvarnafyrir- lestur um líkamann, líkamsstöðu og líkamsbeitingu, auk þess að kynna störf sjúkraþjálfara. Þetta hefur síð- an undið upp á sig. Eins og ég sagði byrjaði ég í grunnskólanum hér í Eyjum og hef síðan farið í aðra grunnskóla á Suðurlandi. Eftir að ég fékk styrkinn frá Landlækni hef- ur það hvatt mig enn frekar áfram. Ég hef þróað námsefnið með því m.a. að þýða spurningalista fyr- ir nemendur til að fá betri yfirsýn og auka þekkingu nemenda á lík- amsstöðu og líkamsvitund. Með spurningalistanum verða þau meiri þátttakendur í verkefninu og meta sína eigin stöðu auk þess að hlusta á og taka virkan þátt í fyrirlestrun- um. Nemendurnir fá spurninga- listann fyrir fyrirlesturinn þar sem þau svara nafnlaust t.d. hvernig lík- amsstaðan þeirra er heima við og í skólanum, hvernig þau bera skóla- tösku og hvort kennarar hvetji þau til að hreyfa sig í kennslustundum. Spurningalistinn er svo aftur lagður fyrir 4-6 vikum eftir fyrirlesturinn. Með þessum hætti fæ ég mikilvægar upplýsingar sem er hægt að vinna með. Ég hef fundið fyrir mikl- um áhuga nemenda og einnig frá kennurum sem eru þakklátir fyrir þetta framtak. Þá hafa aðrir grunn- skólar í landinu sýnt þessu verkefni áhuga og almennt hef ég fengið já- kvæð viðbrögð úr skólaumhverf- inu,“ segir Hildur Sólveig. Covid setti strik í reikninginn Hildur segir að vissulega hefði Covid ástandið sett mikið strik í reikninginn að undanförnu og orðið þess valdandi að heimsóknir í enn fleiri skóla hafa ekki getað orðið. „En vonandi birtir til í baráttunni við veiruna sem fyrst, og þá fer ver- kefnið á fullt að nýju hjá mér.“ Hild- ur segir að það sé eftirspurn eftir að fara inn í fyrirtæki með kynningar um hvernig fólk á að sitja eða standa við störf sín og kenna fólki að stilla stólana sína og þess háttar. En það er nokkuð algengt að fólk spái lítið í þessa hluti eða þori einfaldlega ekki að breyta stillingu stólsins eða skrif- borðsins. Hún segir það skamm- góðan vermi að eiga góðan og dýran skrifborðsstól ef maður kunni ekki að stilla hann rétt. Hildur hefur sótt námskeið hjá Vinnueftirlitinu varð- andi öryggi og heilbrigði á vinnu- stað og miðlar hún þeirri þekkingu áfram. Hildur er gift Sindra Ólafssyni hagfræðingi sem er ritstjóri Eyja- frétta og eiga þau saman þrjú börn; Aron 11 ára, Söru Rós 8 ára og svo Drífu sem er 5 mánaða gömul. Hild- ur Sólveig útskrifaðist sem sjúkra- þjálfari frá læknadeild HÍ árið 2007 og hefur verið sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari síðan. Hún stofnaði fyrirtækið Physio árið 2009. Einnig hefur hún starfað sem hreyfistjóri hjá heilsugæslu HSU í Vestmanna- eyjum og hefur sótt fjölda nám- skeiða bæði hér heima og erlendis á sviði sjúkraþjálfunar. Meðal annars námskeið í vinnuvistfræði í Banda- ríkjunum. Loks hefur hún setið í fagnefnd Félags íslenskra sjúkra- þjálfara frá árinu 2018. Virk í bæjarmálum og íþróttum Hildur Sólveig er virk í félags- málunum í Vestmannaeyjum. Hún hefur tekið þátt í stjórnmálastarfi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyj- um frá árinu 2010 þegar hún varð varabæjarfulltrúi og síðar formað- ur fræðsluráðs Vestmannaeyja. Hún varð bæjarfulltrúi 2015 og forseti bæjarstjórnar 2015 til 2018. Hún tók við sem oddviti Sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum árið 2018 og situr nú í bæjarráði. Hildur var einnig í handboltanum í Vestmannaeyjum. Var leikmað- ur meistaraflokks kvenna á árun- um 1999 til 2013, hjá ÍBV, Fram og Fylki. Íslands- og bikarmeistari varð hún með ÍBV. „Þessi ár í handboltanum gáfu mér mikið og kenndu mér hversu góð liðsheild skiptir miklu máli á hvaða vettvangi sem er. Einnig hafa stjórnmálin verið mikilvægur lærdómur, t.d. í samskiptum og að koma fram opinberlega. Ég minnist þess líka hvað það var þroskandi á sínum tíma að taka þátt í upp færslu á Rocky Horror Picture Show í Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum á sínum tíma. Allt fer þetta í reynslubankann. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á félagsmálum og stjórnmálum,“ seg- ir hún „Ég geri ráð fyrir að baráttu- málin í Vestmannaeyjum og á Akra- nesi séu ekki svo ólík. Mikilvægustu málin eru atvinnumálin, heilbrigð- is- og skólamálin, en hjá okkur í Eyjum eru samgöngumálin eðli- lega ofarlega á blaði. Við erum svo háð samgöngunum í land og þurf- um að berjast vel í þeim málaflokki. Þar sem ég starfa í heilbrigðisgeir- anum veit ég hvað þarf að hafa mik- ið fyrir því að halda þjónustunni í heimabyggð. Ég fylgist með stjórn- málunum annars staðar á landinu og hef ágætis samskipti við flokks- félaga mína á Akranesi. Mér finnst Skagamenn hafa staðið sig vel að ná að halda starfsemi sjúkrahússins eins góðri og hún er. Skiptir þar miklu máli góð fæðingardeild og nú lið- skiptasetur sem mun styrkja sjúkra- húsið enn frekar.“ Á einhverja eldfjallaeyju „En svona í lokin langar mig til segja frá því til gamans að þegar ég var ellefu ára gömul fluttist ég með móður minni til Vestmannaeyja frá Akranesi. Þá skildi ég ekkert í henni að fara með mig frá Akranesi, frá fjölskyldu og vinum, á einhverja eld- fjallaeyju þar sem hún fékk starf sem ljósmóðir. Að flytja frá Akranesi var mér mjög þungbært á þessum tíma, en þetta reyndist nú gæfuspor þegar upp var staðið og dáist ég í dag að og þakka fyrir hugrekki mömmu. Okkur líkaði strax vel í Vestmanna- eyjum. Ég kynntist nýjum vinum og Eyjamenn reyndust okkur vel. Þar býr líkt og á Skaganum gott fólk sem stendur saman þegar á reyn- ir. Við mæðgur erum enn búsettar í Eyjum og líður vel. Ég er gift Eyja- manni og er þriggja barna móðir.“ Nokkur góð heilsuráð Hildur Sólveig segir ætíð brýnt að huga að heilsunni, ekki síst á þessum erfiðu tímum Covid far- aldursins. „Það er margt sem hægt er að gera til þess bæta líkamlega og andlega heilsu,“ segir hún. Við lát- um fylgja með nokkrar heilsubæt- andi hugmyndir frá Hildi, en hún heldur úti vefsíðunni leidarvisirinn. is og fésbókarsíðunni Leiðarvísir líkamans þar sem hægt er að sækja sér ýmsan fróðleik um líkamann. • Taktu frekar stigana en lyftuna. • Leggðu bílnum þínum aðeins lengra frá vinnustaðnum en þú ert vanur/vön. • Hálftíma göngutúr á dag ger- ir mikið fyrir líkamlega og and- lega heilsu, flest veður er hægt að klæða af sér eða þá fara inn í t.d. knattspyrnuhöll/verslunarmiðstöð og ganga. • Gerðu góðverk eða taktu þátt í fé- lagsstarfi, það að tilheyra og leggja af mörkum bætir andlega líðan. • Brostu, það losar boðefni í heilan- um sem bætir andlega og líkamlega heilsu, gervibros hafa sömu áhrif þó ekki í sama mæli. Það er góð heilsu- rækt að æfa bros. • Heilsusamlegt mataræði, reglu- legur svefn og takmörkun ávana- bindandi lyfja bætir andlega og lík- amlega heilsu. • Hugaðu að vinnuaðstöðunni eða óskaðu eftir slíkri ráðgjöf frá vinnu- veitanda. • Ef þú glímir við verki eða stoð- kerfisvandamál ekki hika við að leita þér aðstoðar fagaðila. se/ Ljósm. úr einkasafni. Skildi ekkert í móður sinni að fara með sig á einhverja eldfjallaeyju Starfar við að kynna Leiðarvísi líkamans Fjölskyldan við skírn Drífu Sindra- dóttur, ásamt móður Hildar, Drífu Björnsdóttur. Hildur Sólveig Sigurðardóttir. Fyrirlestur í Grunnskóla Vestmannaeyja um verkefnið Leiðarvísir líkamans. Fjölskyldan í gönguferð að gosinu í Geldingadölum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.