Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Síða 34

Skessuhorn - 19.01.2022, Síða 34
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202234 Landnámssetur Íslands í Borg- arnesi hefur ákveðið að taka virkan þátt í Veganúar sem Samtök græn- kera á Íslandi hafa staðið fyrir síðan 2016 og er þetta því í sjöunda sinn sem áskorunin fer fram. Í janúar ár hvert máta hundruðir þúsunda einstaklinga og fyrirtækja um allan heim sig við vegan lífstílinn. Vegan eða veganismi er lífsháttur sem sí- fellt færist í aukana. Það eru þrjár mismunandi eða samtvinnaðar ástæður fyrir því að fólk temur sér veganisma eða tekur þátt í viðburði á borð við Veganúar; fyrir dýrin, fyrir umhverfið eða fyrir heilsuna. Þátttakendur í Veganúar eru eins og fyrr segir, um allan heim og fjöl- mörg fyrirtæki, eins og Landnáms- setur Íslands, taka þátt í átakinu hérlendis. Veitingastaðir setja nýja vegan rétti á matseðla, matvöru- verslanir bjóða upp á tilboð á vegan vörum og Samtök grænkera á Ís- landi standa fyrir fræðandi og nær- andi viðburðum. Með þessu er ver- ið að kynna veganisma og gera fólki auðveldara fyrir að prófa vegan lífstílinn. Taka yfir samfélags- miðla Veganúar „Við ákváðum að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni,“ segir Helga Margrét Friðriksdóttir, fram- kvæmdarstýra Landnámsseturs Ís- lands í Borgarnesi. Landnáms- setrið hefur verið þekkti fyrir veg- legt grænmetishlaðborð sem það býður upp á í hádeginu dag hvern og margir sækjast í, en nú í janúar verður allt vegan. „Við förum alla leið með þetta í janúar á meðan við tökum þátt í Veganúar. Alla jafna er hlaðborðið okkar grænmetismið- að, en við merkjum allt sérstaklega ef það eru vegan réttir í boði, eða eitthvað er laktósa- eða glútenfrítt. Eins með súpuna okkar, hún er alltaf vegan hjá okkur,“ bætir Helga Margrét við. Í gær, 18. janúar tók Landnáms- setrið yfir Instagram reikning Veganúar: veganuar_iceland. „Við ætlum að segja frá öllu því sem við erum að gera í janúar í tilefni okk- ar þátttöku í Veganúar en líka segja almennt frá okkar starfssemi og kynna okkar flotta veitingastað,“ segir Helga Margrét spennt og hvetur jafnframt alla til að fylgjast með því. Tilraunastarfsemi í eldhúsinu Alla jafna býður Landnámssetr- ið upp á vegan valmöguleika á matseðli sínum en í tilefni Vegan- úar þá draga þau fram alla þá vegan rétti sem nú þegar eru í boði ásamt því að bæta við tveimur nýjum vegan réttum svo úr verður sérstak- ur Veganúar matseðill sem verður í boði út mánuðinn. „Við bættum til dæmis við falafel bollum og vegan lasagne. Svo fá kokkarnir okkar að prófa sig áfram á hverjum degi og búa til rétt dagsins sem verður alltaf vegan og aldrei sá sami,“ útskýrir Helga Margrét. „Það er svo gam- an að gefa starfsfólkinu okkar svig- rúm til að koma með hugmyndir og prófa sig áfram í því sem það ger- ir best, nota sitt hugvit og búa til nýja rétti,“ bætir Helga Margrét já- kvæð við. „Að því sögðu langar mig að hvetja alla til að koma til okkar í janúar og prófa réttina okkar og segja sína skoðun. Við viljum heyra hvað fólki finnst og ef fólk er ánægt þá er það bara hvati til að halda þessu áfram,“ segir Helga Margrét bjartsýn að endingu. glh Pálmi Þór Jóhannsson opnaði bíla- þvottastöðina Skagabón á Akranesi 1. nóvember 2020. Fyrst um sinn var hann með aðstöðu í litlu iðnað- arbili við Kalmansvelli og rak hann stöðina á eigin kennitölu. Í dag hef- ur Pálmi opnað Skagabón í nýrri og betri aðstöðu við Faxabraut 3 og er fyrirtækið komið með eigin kenni- tölu. „Það var stefnan hjá mér að gera þetta að sjálfstæðu fyrirtæki árið 2022 og nú er það komið,“ seg- ir Pálmi ánægður þegar blaðamað- ur Skessuhorns leit við hjá honum á mánudaginn. Pálmi segir Skagamenn hafa tekið mjög vel á móti bílaþvotta- stöðinni og verið duglegir að nýta þjónustuna. Auk þess sem fólk hef- ur verið að koma langt að með bílana sína til hans. „Þetta hefur gengið rosalega vel og í raun far- ið fram úr öllum mínum vænting- um,“ segir hann. „Þessa þjónustu vantaði hér á Akranesi og sést það bara á því hversu mikið hefur ver- ið að gera hjá mér. En núna er ég loksins kominn í framtíðar hús- næði með frábæra aðstöðu,“ bætir hann við. Skagabón er nú að leita eftir starfskrafti en Pálmi er farinn að bjóða fólki upp á þjálfun í möss- un og kera míkhúðun bíla og býður jafnframt þá þjónustu sjálfur. Er með námskeið á laugardögum Aðspurður segir Pálmi að vinsæl- ast sé að koma með bílana í al- þrif og djúphreinsun en að ker- amíkhúðunin hafi líka verið að slá í gegn. „Keramík húðunin er ótrú- lega mögnuð, hún verndar lakk- ið fyrir rispum og svo verður bara mikið auðveldara að þrífa bílinn á eftir,“ segir Pálmi og bætir við að húðunin eigi að veita vernd í heilt ár. Hann vinnur með Gyeon vör- ur og er nú orðinn söluaðili fyrir vörurnar á Akranesi. „Ég er í sam- starfi við ÓK bón í Reykjavík og er búinn að fara í sérþjálfun hjá þeim til að nota þessar vörur og er að þjónusta þá hér á Akranesi. Svo er ég líka með námskeið alla laugar- daga þar sem ég er að kenna fólki að þrífa bílana sína með þessum frábæru vörum. Þeir sem hafa próf- að að nota þessar vörur fara ekki í annað eftir það,“ segir Pálmi. arg Skagabón flutt í nýtt og betra húsnæði Vegan eftirréttur; sorbet frá Erps- stöðum í Búðardal og vegan rjómi. Einnig er hægt að fá ómótstæðilega hindberja- og heslihnetu köku sem er algjörlega vegan. Landnámssetur Íslands er þátttakandi í Veganúar Helga Margrét Friðriksdóttir, framkvæmdarstýra Landnámsseturs Íslands (til vinstri), heldur hér á sérstökum Veganúar matseðli sem verður í boði út janúarmánuð. Við hliðina á henni, f.v: Viktor Leifsson, Justyna Jasińska og Weronika Sajdowska. Ljúffengar falafel bollur sem blaða- maður fékk að smakka og getur hiklaust mælt með.Vegan lasagne er nýr vegan réttur hjá Landnámssetrinu. Ljúffengur veganréttur sem finnst á Veganúar matseðlinum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.