Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202238 Hvernig líst þér á árið 2022? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Sólberg Rafn Haraldsson „Það er bara nýbyrjað, ekki al- veg hægt að dæma það strax.“ Magnús Sverrisson „Ágætlega en hefði mátt byrja betur.“ Kristinn Þór Óskarsson „Sæmilega.“ Mariusz Michalek „Vonandi verðum við laus við Covid-19 og að allir nái betri heilsu. Svo vona ég líka að vinna í lottóinu.“ Lindberg Már Scott „Alveg ágætlega.“ Gústi afi er fyndnastur Íþróttamaður vikunnar Íþróttamaður vikunnar er nýr lið- ur hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta- manna úr allskonar íþróttum á öll- um aldri á Vesturlandi. Íþrótta- maður vikunnar að þessu sinni er knattspyrnumaðurinn Bjartur Bjarmi frá Ólafsvík. Nafn? Bjartur Bjarmi Barkarson Fjölskylduhagir? Ég bý hjá for- eldrum mínum ásamt eldri og yngri bróður. Hver eru þín helstu áhugamál? Fótboltinn er mitt helsta áhugamál. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Ég vakna í skólann á hverjum morgni og eftir hann stoppa ég stutt við heima áður en ég fer í ræktina fyrir fótboltaæf- ingu. Hverjir eru þínir helstu kost- ir og gallar? Ég er vinnusamur og ákveðinn, jákvæður og góður vinur. Ég á erfitt með að segja nei, það er svona minn helsti kostur og galli. Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi 5-6 sinnum á viku með liðinu ásamt því að fara í líkamsrækt. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Ég hef alltaf litið upp til Messi. Af hverju valdir þú knattspyrnu? Ég veit það í raun ekki, hef bara sparkað í bolta frá því ég man eft- ir mér. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Ætli það sé ekki hann Gústi afi. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Það er skemmtilegast að vinna leiki en það leiðinlegasta eru hlaup án bolta. Knattspyrnufélag ÍA hef- ur gert eins árs samning við Aron Bjarka Jóseps- son. Aron Bjarki kemur til félagsins frá KR þar sem hann lék 128 leiki í efstu deild og skoraði í þeim átta mörk. Aron Bjarki er 32 ára varnarmaður og hefur leik- ið með KR frá árinu 2011 en hann var þrisvar sinn- um Íslandsmeistari og bik- armeistari með KR á þess- um tíma. Honum er ætlað að fylla skarð Óttars Bjarna Guðmundssonar sem gekk til liðs við sitt gamla fé- lag, Leikni Reykjavík, nú í haust. Aron Bjarki spilaði sinn fyrsta leik í búningi ÍA á laugar- daginn en hann lék fyrri hálfleik- inn með Skagamönnum þegar þeir mættu liði FH í fotbolti.net mótinu. ÍA vann leikinn 5-4 með tveimur mörkum frá Breka Þór Hermannssyni, Steinari Þorsteins- syni, Gísla Laxdal Unnarssyni og sigurmarki Guðmundar Tyrfings- sonar skömmu fyrir leikslok. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálf- ari ÍA, sagði í viðtali eftir leik að Aron Bjarki kæmi inn með gríðar- lega mikla reynslu og væri strax byrjaður að miðla sinni reynslu og þekkingu sem fótboltamaður þannig að það væri frábært að fá hann í hópinn. vaks Knattspyrnudeild Víkings í Ólafs- vík hefur samið við enska leik- manninn Reece Mitchell um að leika með liðinu í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar. Reece er 26 ára kantmaður og þykir mjög hr- aður og áræðinn. Hann er uppalinn í akademíu Chelsea á Englandi og hefur spilað í neðri deildum á Englandi, þar á meðal 28 leiki með Chesterfield frá 2016-2018 og lék með liði KVK Westhoek í fjórðu deild í Belgíu árið 2020. Reece Mitchell var hér á landinu um helgina til að skrifa undir samn- ing og er væntanlegur aftur til landsins í febrúar. Marvin Darri fer í Vestra Vestri frá Ísafirði, sem leikur í Lengudeildinni í knattspyrnu und- ir stjórn Jóns Þórs Haukssonar, hef- ur gengið frá samningi við Skaga- manninn Marvin Darra Steinars- son. Marvin Darri er tvítugur og kemur hann til Vestra frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var aðal- markvörður liðsins síðasta sumar. Hann spilaði 16 leiki þegar Vík- ingur féll úr Lengjudeildinni síð- asta sumar en á meistaraflokksferl- inum hefur hann leikið 14 leiki með Skallagrími árin 2018 og 2019, einn leik með Kára árið 2020 og þá lék hann alla yngri flokkana með ÍA. vaks Knattspyrnufélag ÍA hefur á síð- ustu dögum gert samninga við sex ungar og efnilegar knattspyrnu- konur. Fyrst ber að nefna Önnu Þóru Hannesdóttur sem skrif- aði undir nýjan samning sem gild- ir út tímabilið 2023. Anna Þóra, sem er fædd 2002, lék 14 leiki með ÍA í Lengjudeildinni síðasta sum- ar og skoraði eitt mark. Þá hafa þær Selma Dögg Þorsteinsdótt- ir og Erna Björt Elíasdóttir einnig gert nýja samninga við ÍA sem gilda út tímabilið 2023. Selma Dögg og Erna Björt léku báðar tvo leiki fyr- ir ÍA síðasta sumar og eru fæddar árið 2002. Þá gerði ÍA nýjan samning við Lilju Björgu Ólafsdóttur til eins árs en Lilja Björg, sem er fædd árið 2003, lék 15 leiki á síðasta tímabili og skoraði eitt mark. Einnig skrif- aði Þorgerður Bjarnadóttir, fædd 2003, undir sinn fyrsta samning sem gildir út tímabilið 2023 en hún lék tvo leiki síðasta sumar. Að lok- um skrifaði Erla Karítas Jóhann- esdóttir, fædd 2002, undir samning sem gildir út sumarið 2022 en Erla lék 18 leiki og skoraði þrjú mörk á síðasta tímabili. ÍA leikur í 2. deild kvenna á Íslandsmótinu í sumar eft- ir að hafa fallið úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Þjálfari liðsins er Magnea Guðlaugsdóttir en hún tók við liðinu í haust. Að lokum má geta þess að ÍA hef- ur gert þriggja ára leikmannssamn- ing við Daniel Inga Jóhannesson. Daníel Ingi er fæddur árið 2007 og lék 14 leiki með 3. flokki ÍA á síðasta tímabili og skoraði í þeim fimm mörk. vaks Reece Mitchell að skrifa undir samn- inginn. Ljósm. af Facebooksíðu Víkings Víkingur Ólafsvík fær nýjan leikmann Jói Kalli og Aron Bjarki að handsala samninginn. Ljósm. kfia Aron Bjarki gengur til liðs við ÍA ÍA semur við unga og efnilega leikmenn Selma Dögg og Erna Björt eftir undirritun samningsins. Ljósm. kfia

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.