Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 20224 Fjögurra ára kjörtímabili sveitarstjórna lýkur í vor en nú eru einungis þrír og hálfur mánuður til kjördags. Einhverjir leita endurkjörs en aðrir rifa seglin, eins og gengur. Afar mismunandi er hvort kosið er listakosningum hér í landshlutanum eða persónukjör viðhaft. Það síðarnefnda hentar bet­ ur í fámennustu sveitarfélögunum og líklega hefur sagan kennt okkur að ef fjöldi íbúa er yfir þetta þrjú, fjögur hundruð er vænlegra að boðnir séu fram listar. Það er reyndar að því gefnu að tveir eða fleiri listar séu í boði. Versta mögulega staða sem getur komið upp er nefnilega sú að einn listi sé í boði og því sjálfkjörið. Við slíkar aðstæður er lýðræðið fótum troðið því kjós­ endur fá ekki að segja skoðun sína um ágæti framboða, hafa þá ekki erin di á kjörstað og hafa engin áhrif. Afar fáir af þeim sitjandi sveitarstjórnarfulltrúum sem nú eru að ljúka kjörtímabili sínu hafa gefið upp afstöðu sína um hvort þeir gefi kost á sér áfram. Þá hafa fæstir af þeim listum eða flokkum sem buðu fram fyrir fjór­ um árum gefið það út hvað þeir ætli að gera. Ég fól í vikunni sem leið blaðamanni að forvitnast um stöðuna hér á Vesturlandi. Bjóst reyndar við því að eftirtekjan yrði rýr, sem og varð raunin. Jafnvel voru þess dæmi að fólk léti á sér skilja að þetta væri ótímabær spurning og jafnvel afskiptasemi af hálfu staðarmiðilsins. Engu að síður er það svo að fólk sem kosið er til að vera fulltrúar almennings í sínu sveitarfélagi á ekki að leyfa sér fálæti þegar kemur að svo sjálfsögðum upplýsingum korteri fyrir kosningar. Aðrir þurfa að vita þetta því eðlilegt er að þeim sé gefið tækifæri til að meta stöðu sína, gefa kost á sér með eðlilegum fyrirvara, fara í mótframboð og láta í sér heyra. En langflestir reyndust sem betur fer bljúgir og viðræðugóðir. Reyndar kom það á daginn að fæstir hafa tekið ákvörðun um næstu skref. Vissulega hafi kóvid seinkað því að hægt hafi verið að halda fundi í flokks­ eða listafélögunum og kannski er það bara góð og gild afsökun fyrir seina­ ganginum. Þetta kemur væntanlega allt í ljós á næstu dögum. Svo undarlegt sem það nú er þarf ekki lágmarks íbúafjölda til að geta talist sveitarfélag. Á síðasta kjörtímabili kom fram frumvarp sem markaði slíkar reglur, en ráðherra féll frá þeim hugmyndum á síðustu stundu vegna þrýstings úr fámennum byggðum. Sagðist ráðherra telja að betra væri að hvatinn til sameiningar kæmi innan frá. Kannski út af því verður á tveim­ ur stöðum á Vesturlandi kosið um sameiningu 19. febrúar næstkomandi. Annars vegar um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og hins vegar Snæfellsbæjar og Eyja­ og Miklaholtshrepps. Ef þessar samein­ ingar verða samþykktar mun stjórnsýsluleg eining verða raunsærri, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sveitarfélögum á Vesturlandi mun þá fækka úr tíu í átta. Í Eyja­ og Miklaholtshreppi ákváðu menn að ganga til sameiningar­ viðræðna og kosninga út úr neyð, því hvað er það annað en neyð þegar rekstur skóla, lögbundinnar þjónustu sveitarfélagsins, kostar orðið meira en heildartekjur sveitarsjóðs? Það hvort að nákvæmlega þessi sameining hafi verið sú vænlegasta skal ósagt látið, en í það minnsta er hún skref í áttina. Vafalítið munu svo íbúar á Snæfellsnesi á næstu árum sjá að væn­ legt væri að skoða sameiningu alls svæðisins. Slíkar þreifingar eru jafnvel hafnar að frumkvæði Grundfirðinga en alltaf verða það þó íbúar sem hafa lokaorðið. Nú hef ég aldrei setið í sveitarstjórn né gefið kost á mér til slíkra starfa. Ber þó ávallt virðingu fyrir þeim sem gefa kost á sér til illa launaðrar þegn­ skylduvinnu samfélaginu til heilla. Sveitarstjórnarfólk er síst öfundsvert af hlutskipti sínu. Það þarf að uppfylla lögbundnar skyldur og ráðstafa pen­ ingum til málaflokka sem oftar en ekki sjúga til sín allt ráðstöfunarfé. Þess vegna má sveitarstjórnarstigið aldrei verða það bágborið að heildartekjur dugi ekki til að veita lögbundna þjónustu. Og þess vegna verður að styrkja sveitarfélögin, stækka þau og efla ef þarf, hvort sem fólki líkar það vel eða illa. Magnús Magnússon Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Kosningavor Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur nú birt niðurstöðu skýrslu­ halds kúabúa í landinu fyrir 2021. Nythæsta kýr landsins á síðasta ári var Skör nr. 1003 á bænum Hvammi í Ölfusi. Skör mjólkaði 13.760 kíló. Hæsta meðalnyt búa var á Búr­ felli í Svarfaðardal hjá þeim Guð­ rúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni. Nytin eftir hverja árskú hjá þeim var 8.908 kíló. Þetta er annað árið í röð sem þau verma efsta sætið. Í öðru sæti er bú þeirra Guðlaugar Sigurðardóttur og Jó­ hannesar Eybergs Ragnarsson­ ar á Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Árin 2018–2020 hef­ ur Hraunhálsbúið verið í þriðja sæti en færist nú sæti ofar á listan­ um. Kýrnar á Hraunhálsi mjólk­ uðu að meðaltali 8.664 kg. Loks í þriðja sæti á landsvísu er bú Guð­ jóns Björnssonar og Helgu Bjargar Helgadóttur á Syðri­Hömrum 3 í Ásahreppi. Tvö kúabú önnur á Vesturlandi skiluðu yfir átta tonna meðalnyt eftir árskú. Það eru búin á Stakk­ hamri II í Eyja­ og Miklaholts­ hreppi með 8.065 kg eftir árskú og Snorrastöðum í Borgarbyggð með 8.020 kg. mm Hópur fólks á Akranesi hefur stofn­ að miðbæjarsamtökin Akratorg, en fyrsti fundur hópsins var kvöldið fyrir 80 ára kaupstaðarafmæli Akra­ ness. Tilgangur samtakanna er að vernda, efla og byggja upp gamla miðbæinn á Akranesi. Jafnframt að stuðla að viðsnúningi í þróun síð­ ustu ára þannig að miðbærinn verði aftur hringiða verslunar, þjónustu og mannlífs. Að samtökunum stendur fjöl­ breyttur hópur Skagamanna sem á það sameiginlegt að bera hag bæjarfélagsins fyrir brjósti og vill leggja sitt af mörkum til að gera bæinn líflegri og skemmtilegri. „Stofndagsetningin er ekki tilviljun þar sem í dag eru 80 ár síðan Akra­ nes fékk kaupstaðarréttindi. Opinn kynningarfundur verður auglýstur um leið og aðstæður leyfa,“ sagði í tilkynningu. Stjórn samtakanna skipa: Ólafur Páll Gunnarsson formaður, Þorbjörg María Ólafsdóttir varaformaður og meðstjórnendurnir Anna Guðrún Ahlbrecht, Bjarnheiður Hallsdóttir, Guðni Hannesson, Hlédís Sveins­ dóttir og Þorgerður Steinunn Ólafs­ dóttir. mm/ Ljósm. aðsend. Lokið hefur verið við gerð göngu­ stígs frá Háamel og niður að Eiðis­ vatni í Hvalfjarðarsveit. Stígurinn er 410 metra langur malarstígur sem hannaður var af verkfræðistof­ unni Verkís og lagning stígsins var í höndum Hróarstinda. Þetta kemur fram á vefsíðu Hvalfjarðarsveitar. Þar segir einnig að stígurinn sé góð viðbót við útivistarsvæði í Hvalfjarðarsveit þar sem íbúar og gestir geta notið náttúrunnar líkt og á öðrum útivistarsvæðum í sveitarfélaginu. vaks Kýr í mjaltabás á Snorrastöðum, þar sem þriðja hæsta meðalnyt kúa á Vesturlandi var á síðasta ári. Afurðahæstu kúabúin á landinu Í öðru sæti á landsvísu yfir nythæstu kýrnar er bú þeirra Guðlaugar Sigurðar- dóttur og Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar á Hraunhálsi í Helgafellssveit. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Miðbæjarsamtökin Akratorg stofnuð á Akranesi Nýi göngustígurinn við Eiðisvatn. Ljósm. af vefsíðu Hvalfjarðarsveitar Nýr göngustígur úr Melahverfi að Eiðisvatni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.