Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 202220 Arnar Már Kárason er starfsmað­ ur á Garðaseli á Akranesi og er að vinna á elstu deildinni, Vík, þar sem börn eru á aldrinum fjögurra til sex ára. Hann byrjaði að vinna í leikskólanum Akraseli þegar hann var í áttunda bekk vegna frjókorna­ ofnæmis og fór því ekki í sum­ arvinnuna í vinnuskólanum held­ ur í leikskólann. Arnar Már hefur síðustu tvö sumur verið að vinna á Garðaseli og fékk fastráðningu síð­ asta haust. Krökkunum á Garðaseli finnst mjög gaman að Arnari Má og er hann vinsæll í þeirra röðum. En hvernig er að vera eini karl­ maðurinn sem vinnur í leikskólan­ um? „Það er allt í lagi, ekkert sem ég græt yfir og finnst það bara fínt. Krakkarnir eru þó ekkert að pæla í því að ég sé eini karlmaðurinn á svæðinu. Þá er fínt að vinna með öllum þessum konum, þær eru fín­ ar og gott að spjalla við þær.“ Arnar Már er mjög sáttur við að vinna í leikskóla. Hann lauk stúdents prófi á náttúrufræðibraut en segir að það nám hafi ekki hjálp­ að honum mikið í þessari vinnu. Varðandi framhaldsnám þá seg­ ir Arnar Már að hann sé búinn að ákveða það að fara í Háskól­ ann næsta haust í eitthvað tengt náttúrufræði. Varstu með ein­ hverja reynslu áður en þú byrjað­ ir að vinna í leikskóla? „Nei, enga reynslu en ég ákvað bara að koma og prófa og fannst þetta mjög gam­ an. Það er mjög margt skemmtilegt við það að vinna í leikskóla eins og að fara í göngutúr með krökkunum og leika við þau úti.“ Annars segir Arnar Már að krakkarnir hagi sér yfirleitt vel í leikskólanum en það geti samt ver­ ið misjafnt. Þá segir hann að vinnan hafi gefið sér hellings reynslu fyrir framhaldið þegar hann eignast fjöl­ skyldu sjálfur. Arnar Már býr enn­ þá í foreldrahúsum og segist vera mjög duglegur að hjálpa til enda kominn með þó nokkra reynslu. Arnar Már á einn eldri bróður og fjögurra ára gamla systur og seg­ ir að það hafi bara verið gaman að eignast systur á gamals aldri, en hann sé ekki efstur á vinsældalist­ anum hjá henni, mamma og pabbi séu þar vel fyrir ofan. En hvern­ ig er að vinna með öllum þess­ um konum á Garðaseli? „Flestar konurnar sem ég vinn með gætu í rauninni verið mömmur mínar og jafnvel ömmur og sumar voru að passa mig þegar ég var lítill í leik­ skólanum. Þær segja að þær muni eftir mér af því ég var svo afskap­ lega stilltur,“ segir þessi geðþekki drengur að lokum. vaks Dagur leikskólans er á sunnu­ daginn og er nú haldinn í fjórt­ ánda skipti hér á landi. Skessuhorn kíkti í síðustu viku við í einn af fjór­ um leikskólum Akraness, Garðaseli við Lerkigrund, og hitti þar á leik­ skólastjórann Ingunni Ríkharðs­ dóttur í stutt spjall. Garðasel fagn­ aði í september á síðasta ári 30 ára afmæli leikskólans og er Garðasel þriggja deilda leikskóli með alls 72 nemendur og þá eru starfsmenn 27 talsins. En hvenær og hvernig ætl­ ar Garðasel að halda upp á daginn? „Við ætlum að halda daginn hátíð­ legan föstudaginn 4. febrúar með sameiginlegri söngstund í hús­ inu. Síðan hafa allar deildir ver­ ið að útbúa myndbönd um starfið í leikskólanum í tilefni af þessum degi til að gefa fólki innsýn í það hvað börnin eru að fást við hérna alla daga. Það á örugglega eftir að koma á óvart hvað það er fjölbreytt og innihaldsríkt.“ Ingunn verður 67 ára í apr­ íl á þessu ári en er ekkert á því að hætta alveg strax. Hún stefn­ ir á að fara með Garðasel á nýj­ an stað í Skógarhverfi í ágúst í lok sumars en þó verður bara hluti af rými hússins tilbúið þá. Garðasel er rúmlega fimm hundruð fermetrar að stærð en nýja húsnæðið verður tæplega sextán hundruð fermetrar. En hvernig líkar Ingunni við starf­ ið? „Mér leiðist aldrei í vinnunni, tíminn er mjög fljótur að líða og ég er ennþá með fullt af verkefn­ um sem mér finnst skemmtilegt að vinna. Ég er ennþá þannig að ég er að hugsa til framtíðar og út fyrir rammann. Við erum með um tæplega 80% af fagfólki í skólanum og það er lítil starfsmannavelta hjá okkur. Það getur verið bæði ógn og styrkleiki. Þegar mikil festa er í starfsmannahaldi þá getur komið ákveðin værukærð yfir okkur sem er þá ógn en styrkleikinn er að við erum alltaf að byggja ofan á það sem við eigum.“ Horfir frekar á hæfni heldur en kyn Ekki er mikið um það að karlmenn séu að starfa í leikskólum yfirleitt og samkvæmt heimildum Skessu­ horns eru þeir tveir sem starfa núna á Akranesi, þeir Arnar Már og Bjarki, en þeir eru einmitt í viðtali hér á þessari opnu. En hvað segir Ingunn um þetta? „Mér finnst al­ veg ótrúlega mikilvægt að vera með karlmenn í vinnu hjá okkur í leik­ skólanum en það eru samt bara nokkur ár frá því sá fyrsti kom til okkar. Það sækja ekki margir karl­ menn um vinnu hjá okkur, við erum í samkeppni við marga eins og til dæmis stjóriðjuna á Grundartanga. Þó er það þannig að þegar maður er að leita sér að góðu starfsfólki þá horfir maður frekar á hæfileika og hæfni starfsmanna frekar en kyn. Þetta snýst alltaf um að finna besta starfsmanninn sem maður getur fengið á þeim tímapunkti. Lykill­ inn að góðri samsetningu í starfs­ mannahópi er þekking og reynsla og ekki er gott að safna í kring­ um sig einsleitum hópi. Einnig að hafa ekki of ólíkar einingar þannig að það fari mikil orka í það að fólk nái saman því þetta snýst fyrst og fremst um að vinna og starfa saman.“ Karakter skiptir öllu máli Ingunn segir varðandi Arnar að foreldrar hafi sagt henni að börn­ in upplifi hann eins og vin en ekki eins og starfsmann. „Þau eru að fara í leikskólann til að leika við Arnar Má og það er hluti af hans karakter. Karakter í öllu starfsfólki, hvort sem það eru konur eða karlar, skiptir öllu máli. Hápunkturinn hjá starfsfólki er þegar barnið segir að það megi koma í afmælið hans eða hennar, þá ertu á góðum stað. Arn­ ar Már hefur mikla nennu og það er ákveðin gleði sem fylgir honum, þau tengja vel við hann því hann er einstakur karakter þessi ungi maður og á örugglega eftir að farnast vel í framtíðinni.“ Meðalaldur starfsmanna á Garðaseli er um fjörutíu ár en Ingunn segir að þau séu að fá yngra fólk inn núna sem er að koma úr kennaranámi. „Það getur ver­ ið kúnst að búa til notalegan og skemmtilegan vinnustað þegar fólk er á ólíkum aldri. Í kórónufaraldr­ inum höfum við glímt við alls kon­ ar áskoranir. Það er mikil áskor­ un að uppfylla allar sóttvarnir og hafa fólk og foreldra með sér. Líka þessa fullvissu um að maður sé að gera nóg og gera rétt ef eitthvað bregður út af. Við höfum sloppið mjög vel í faraldrinum en það hafa komið upp smit. Við höfum þurft að loka yngstu deildinni einu sinni, miðdeildinni tvisvar og þeirri elstu einu sinni. En við erum hér af því að þetta góða verkefni, börnin, eru til staðar. Ef þau væru ekki þá vær­ um við ekki hér. Okkar vinna snýst alltaf um það að gera eins vel og við getum og hámarka gæði þess tíma sem hvert barn er í leikskólanum .“ segir Ingunn að lokum. vaks Arnar Már vinnur á elstu deildinni á Garðaseli sem nefnist Vík. Margt skemmtilegt við það að vinna á leikskóla Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri á Garðaseli. „Mér leiðist aldrei í vinnunni“ Rætt við Ingunni Ríkharðsdóttur í tilefni af Degi leikskólans

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.