Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2022 31 Jóhannes Karl Guðjónsson var á miðvikudaginn í síðustu viku ráð­ inn aðstoðarþjálfari íslenska lands­ liðsins í knattspyrnu. Knattspyrn­ ufélag ÍA beið ekki boðanna því á sunnudagskvöldið hafði félagið gert samning við Jón Þór Hauksson um að gerast þjálfari meistaraflokks karla til næstu þriggja ára. „Við Skagamenn erum mjög ánægð að fá Jón Þór til að taka við liðinu. Við viljum þakka Vestra fyr­ ir að heimila ÍA að ráða Jón Þór til starfa og gerum okkur grein fyr­ ir að hann var í áhugaverðu starfi á Ísafirði. Jón Þór þekkir okkar starf og áherslur vel. Við erum sannfærð um að hann er sá þjálfari sem leið­ ir okkur á sigurbraut og kemur ÍA í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu. Það er stutt í mót, en Jón Þór geng­ ur að góðu búi, félagið er vel rek­ ið og fagfólk í öllum stöðum. Ég hlakka mikið til komandi sumars,“ segir Eggert Herbertsson, formað­ ur Knattspyrnufélags ÍA, í tilkynn­ ingu. „Ég vil byrja á því að þakka Vestra fyrir sýndan skilning og að gefa mér kost á að taka við mínu uppeldisfélagi. ÍA er félag sem all­ ir vilja leiða og ég er stoltur af því að stjórn félagsins leitaði til mín. Framtíð knattspyrnunnar á Akranesi er björt, margar stjörn­ ur íslenskrar knattspyrnu koma frá Akranesi og efniviðurinn er góður. Ég tek við öflugum og vel þjálfuð­ um leikmannahópi. Mér til aðstoð­ ar hjá félaginu er til staðar teymi reynslumikilla og vel menntaðra þjálfara og ég hlakka til samstarfs­ ins. Mitt fyrsta verk verður að hitta samstarfsfólk og leikmannahópinn til að kynna mínar áherslur,“ segir Jón Þór í tilkynningunni. Jón Þór var aðstoðarþjálfari hjá ÍA árið 2017 og tók við sem aðalþjálf­ ari í lok ágúst eftir að Gunnlaugur Jónsson hætti með liðið. Hann tók svo næst við sem aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Stjörnunnar árið eft­ ir áður en hann var ráðinn þjálf­ ari íslenska kvennalandsliðsins. Jón Þór tók þá ákvörðun að segja af sér sem þjálfari kvennalandsliðsins undir lok árs 2020 eftir að liðið tryggði sig inn á Evrópumótið. Hann stýrði Vestra frá miðjum júlí á síðustu leiktíð er liðið hafnaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar og komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins. vaks Skallagrímur tók á móti liði Sindra í 1. deild karla á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda en að lokum var það Skallagrímur sem vann leikinn nánast með minnsta mun, lokatöl­ ur 99:97. Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiks en eftir rúman fimm mínútna leik náði Sindri sjö stiga forystu, 12:19. Skallagrímur kom síðan til baka og staðan eftir fyrsta leikhluta 25:27 fyrir gestina. Í öðr­ um leikhluta var þetta á svipuðum nótum, Sindri yfirleitt með yfir­ höndina og staðan í hálfleik 50:54. Í þriðja leikhluta skiptust liðin á að ná forystunni, munurinn mest sex stig hjá gestunum á þessum tíma en var orðinn þrjú stig við lok þriðja leikhluta. Staðan var þá 74:77 fyrir Sindra og allt útlit fyr­ ir mjög spennandi síðasta fjórð­ ung leiksins. Það varð raunin þar sem liðin börðust af mikilli ákefð allan tímann enda bæði lið staðráð­ in í að bera sigur úr býtum í þess­ um leik. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum setti Davíð Guðmunds­ son niður mikilvægan þrist fyrir heimamenn og kom þeim í 97:94. Gestirnir misstu síðan boltann frá sér í næstu sókn og Skallagrímur því í kjörstöðu að innsigla sigurinn. Marinó Þór Pálmason hitti síð­ an ekki úr skoti eftir gegnumbrot, Skallarnir hirtu frákastið en hittu ekki og Sindramenn geystust í sókn þegar um 30 sekúndur voru eft­ ir. Þeir fengu hins vegar dæmt á sig ruðning en strax í næstu sókn misstu Skallarnir boltann klaufa­ lega frá sér. Sindri nýtti sér það með þriggja stiga körfu og staðan jöfn, 97:97, þegar Skallagrímur tók leik­ hlé og 17 sekúndur eftir af leiknum. Þegar þrjár sekúndur voru eftir var brotið á Bryan Battle og hann setti niður tvö vítaskot af miklu öryggi, allt í járnum en tíminn ansi naum­ ur fyrir gestina og þeir tóku leikhlé fyrir síðustu sóknina. Það var síð­ an Bryan Battle sem reyndist hetja leiksins því hann varði síðasta skot gestanna og sigur Skallagríms í húsi, 99:97. Stigahæstir hjá Skallagrími í leiknum voru þeir Bryan Battle með 24 stig og 11 fráköst, Davíð Guð­ mundsson var með 21 stig og Arnar Smári Bjarnason með 18 stig. Hjá Sindra var Detrek Browning með 31 stig, Jordan Connors með 20 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar og Gísli Þórarinn Hallsson með 17 stig. Skallagrímur siglir lygnan sjó í deildinni í sjöunda sæti með 16 stig eftir 18 leiki en svo virðist sem lið Hauka úr Hafnarfirði og Hatt­ ar frá Egilsstöðum séu á leið upp í Subway deildina. Næsti leikur Skallagríms er gegn Álftanesi syðra fimmtudaginn 3. febrúar og hefst leikurinn klukkan 19:15. vaks Snæfell og KR mættust síðasta þriðjudagskvöld í 1. deild kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Stykkishólmi. Snæfell var fyrir leikinn með 14 stig eftir tólf leiki en KR með tólf stig eftir tíu leiki. Mikið hefur verið um frest­ anir í vetur og er því deildin nokk­ uð götótt. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og staðan jöfn eftir tæplega sex mínútna leik, 12:12. Snæfell náði síðan ágæt­ is kafla og staðan 22:17 eftir fyrsta leikhluta. Baráttan hélt áfram í öðr­ um leikhluta en heimakonur þó ávallt skrefinu á undan og þegar flautað var til hálfleiks var munur­ inn orðinn átta stig, 35:27. Í þriðja leikhluta voru KR­ingar enn að elta, náðu að minnka mun­ inn af og til en þó aldrei minna en í fimm stig og Snæfell í sæmi­ lega góðum málum áður en síð­ asti fjórðungur leiksins hófst, stað­ an 50:43. En í byrjun hans náði KR góðum fjögurra mínútna kafla og náði að jafna metin þegar tæp­ lega fjórar mínútur voru eftir af leiknum, 57:57. Þá fóru í hönd æsispennandi lokamínútur og mik­ il spenna og æsingur það sem eftir lifði leiks. Á síðustu mínútu leiksins var KR tveimur stigum yfir í leikn­ um en þá tók Rebekka Rán Karls­ dóttir til sinna ráða, fyrst jafnaði hún metin eftir gegnumbrot og síð­ an þustu KR­ingar í sókn en klúðr­ uðu þeirri sókn með að fá dæmt á sig skref þegar 40 sekúndur voru eftir. Erfiðlega gekk þó hjá Snæ­ felli að finna glufu í vörn KR en Rebekka náði síðan að krækja sér í tvö víti þegar brotið var á henni eftir gegnumbrot þegar 15 sekúnd­ ur voru eftir af leiknum og skor­ aði hún úr báðum vítunum. KR fékk svo tækifæri að jafna metin eða stela sigrinum í lokasókn þeirra en misstu boltann klaufalega frá sér, brutu af sér í kjölfarið og Rebekka nánast gulltryggði sigurinn með að hitta úr einu vítaskoti af tveimur. KR fékk þó fimm sekúndur til að ná að jafna metin en Snæfell hleypti þeim ekki of nálægt körfunni þar til flautan gall og lokastaðan 67:64 fyrir Snæfelli. Hjá Snæfelli var títtnefnd Rebekka Rán með 21 stig og 10 fráköst, Rósa Kristín Indriðadótt­ ir var með 15 stig og 17 fráköst og Helga Hjördís Björgvinsdótt­ ir með 11 stig. Hjá KR var Fanney Ragnarsdóttir með 21 stig, Ragn­ hildur Arna Kristinsdóttir með 15 stig og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir með 11 stig. Næsti leikur Snæfells átti að vera næsta laugardag gegn Tindastól en hefur verið frestað vegna smits í leikmannahópi Tindastóls og er allt liðið komið í sóttkví. Nýr leik­ tími er þriðjudagurinn 8. febrúar, fer leikurinn fram í Stykkishólmi og hefst klukkan 18. vaks Á sunnudagskvöldið áttust við lið Skagamanna og Fjölnis í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leik­ urinn fram á Akranesi. Mikið jafn­ ræði var með liðunum í fyrsta leik­ hluta en ÍA seig fram úr seinni hlutann og staðan 19:15 ÍA í vil. Í byrjun annars leikhluta náði ÍA tíu stiga forystu og hélt því nokkurn veginn fram í miðjan leikhlutann. Fjölnir náði þó að koma aðeins til baka þegar leið að hálfleik og munurinn sex stig þegar hálfleiks­ flautan gall, 38:32 fyrir ÍA. ÍA var áfram með tögl og hald­ ir í leiknum og var alltaf skrefinu á undan. Það var ekki fyrr en und­ ir lok þriðja leikhluta sem Fjöln­ ir náði að komast inn í leikinn og staðan orðin jöfn, 55:55, þegar liðin gerðu sig tilbúin fyrir loka­ hnykkinn. Spennan hélt áfram í leiknum og þegar tæplega fjór­ ar mínútur voru eftir var staðan 70:72 fyrir Fjölni. Þær mínútur nýttu gestirnir sér hins vegar vel því þeir skoruðu 14 stig gegn níu stigum heimamanna og lokastað­ an 79:86 fyrir Fjölni. Stigahæstir hjá ÍA voru þeir Lucien Christofis með 26 stig, Aron Elvar Dagsson var með 17 stig og 13 fráköst og Cristopher Clover með 17 stig. Hjá Fjölni var Dwayne Foreman Jr. með 31 stig og 14 fráköst, Daníel Ágúst Hall­ dórsson með 20 stig og 11 fráköst og Ólafur Ingi Styrmisson með 12 stig og 17 fráköst. Næsti leikur Skagamanna er heimaleikur gegn Haukum frá Hafnarfirði föstudaginn 4. febrúar og hefst klukkan 19.15. vaks Þjálfaraskipti hjá ÍA - Jón Þór ráðinn til þriggja ára Eggert og Jón Þór handsala samninginn. Ljósm. kfia ÍA tapaði fyrir Fjölni Snæfell vann sterkan sigur á KR Rebekka Rán gerði gæfumuninn í leiknum gegn KR. Ljósm. sá Bryan Battle reyndist hetja Skallagríms gegn Sindra. Hér í leik gegn Hamri fyrr í vetur. Ljósm. glh Skallagrímur skellti Sindra í hörkuleik

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.