Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2022 27 Pennagrein Þessa dagana er verið að aug­ lýsa hugmyndasamkeppni um skipulag á Breiðinni á Akranesi. Að samkeppninni standa Breið þró­ unarfélag fyrir hönd Brims hf. og Akraneskaupstaðar. Af þessu tilefni er vel þess virði að dusta rykið af 30 ára gamalli viðskiptahugmynd um að reisa fiskasafn á Akranesi. Hug­ myndin var að safnið tæki til starfa um leið og Hvalfjarðargöngin opn­ uðu. Það var fimm manna áhugahóp­ ur sem hittist einn vordag 1992 til velta fyrir sér hvað hægt væri að gera til að vekja áhuga landsmanna og þá sérstaklega Reykvíkinga á að taka sunnudagsbíltúrinn upp á Akranes þegar göngin væru kom­ in. Félagarnir voru með fjölbreytt­ an bakgrunn; sjómaður, ham­ skeri, leiðsögumaður, líffræðingur, kennarar og ferðamálafulltrúi bæj­ arins. Fyrsta hugmyndin var að vera með alhliða fiskasafn með upp­ stoppuðum fuglum, steinum og ýmsu öðru. Strax var farið að leita að húsnæði og taldi hópur­ inn að gamla „Akurshúsið“ ásamt samliggjandi lágreistu húsi við Ak­ ursbraut myndi henta vel. Hugmyndin fékk strax góð­ an hljómgrunn og naut styrkja frá Rannsóknaráði Íslands, fjár­ laganefnd Alþingis, menntamála­ ráðuneytinu, sjávarútvegsráðu­ neytinu, Byggðastofnun, Akra­ neskaupstað, HB og fleiri aðilum í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Það fjölgaði einnig í áhugahópn­ um, bæði fagmenn og áhugmenn bættust við. Áhugahópurinn tók þó aldrei krónu fyrir sína vinnu þrátt fyrir mikið vinnuframlag til verk­ efnisins. Með þennan stuðning í farteskinu gat hópurinn ráðið til sín verkefnastjóra í hlutastarf; Ævar Harðarson arkitekt. Þá var einnig mögulegt að kaupa nauðsynlega rannsóknavinnu þar sem m.a. voru gerðar viðhorfskannanir til að athuga áhuga skólakerfisins á safn­ inu og áhuga erlendra ferðaheild­ sala, kanna tæknilegar og líffræði­ legar forsendur, rekstrarforsend­ ur, gera rýmisáætlun, kanna vel staðarval, meta stofnkostnað og mikilvægast af öllu að vinna raun­ hæfa hugmyndavinnu. Einn liður í undirbúningnum var að hópurinn hélt fjölmenna ráðstefnu, Akva­Nord á Akranesi með aðilum frá öllum fiskasöfnum á Norðurlöndunum. Aðal þema ráðstefnunnar var væntanlegt safn á Breiðinni og fengust þar ómetan­ legar upplýsingar um rekstur slíkra safna. Vegna stuðningsins var hægt að ráða einn þekktasta ferðaráðgjafa Evrópu, prófessor Terry Stevens, til að leggja verkefninu lið. Á sama tíma var hann m.a. að vinna að stór­ um verkefnum með Írum og Skot­ um. Hann kom með mjög fagleg vinnubrögð og sagði m.a. að það væri alröng nálgun að byrja á að finna húsnæði. Hugmyndafræðin yrði að vera algjörlega klár og það þyrfti að gefa sér góðan tíma í þá vinnu áður en nokkuð annað yrði gert. Og það gerði hópurinn. Hluti af vinnunni var að skoða og meta stofn­ og rekstrargrund­ völl. Ljóst var að sjávardýrasöfn kostuðu umtalsvert í byggingu og voru dýr í rekstri enda með flókinn tækjabúnað. Mat á aðsóknartölum bentu hins vegar til þess að fiska­ og sjávarútvegssöfn væru best sóttu ferðamannastaðirnir bæði á Norð­ urlöndum og í Bretlandi, þaðan sem aðsóknartölur voru skoðaðar. Um var að ræða nokkra hópa sem sóttu slík söfn eins og heimamenn, barnafjölskyldur, skólar og ferða­ menn. Hundruðir þúsunda gesta sóttu sambærileg söfn í Evrópu. Rétt er að geta þess að árið 1997 komu rétt um 200 þúsund erlend­ ir ferðamenn til landsins en spár þá gerðu ráð fyrir mikilli fjölgun. Enginn í vinnuhóp Sjávargarðsins óraði hins vegar fyrir því að rúm­ lega 20 árum seinna væru að koma um tvær milljónir ferðamanna til landsins sem þyrsti í fróðleik um náttúru, menningu og lífríkið við Ísland. Niðurstaða hugmyndavinnunn­ ar var að reisa svokallaðan Sjáv­ argarð, fiska­ og sjávarútvegssafn með lifandi fiskum, sjávardýrum og gróðri í stórum og litlum búr­ um fremst á Breiðinni, sjá mynd. Hugmyndin var að Sjávargarð­ urinn yrði kynningarmiðstöð um lífríki hafsins í kringum Ísland og auðlindanýtingu. Þungamiðja hug­ myndarinnar var að á sýningunni væri á skýran og einfaldan hátt gerð grein fyrir mikilvægi sjávarút­ vegs fyrir íslensku þjóðina. Verkefnið fékk m.a. viðurkenn­ ingu frá Rannsóknarráði Íslands fyrir sérstaklega vönduð vinnu­ brögð. Þegar allri grunnvinnu var lok­ ið var næsta skref að afhenda bæj­ arstjórn Akraness grunngögnin og taka ákvörðun um hvort ráðast ætti í framkvæmdir. Afhendingin fór fram á fundi með bæjarráði haustið 1997. Einn bæjarráðsmaður sagði við afhendinguna að þessi gögn myndi sóma sér vel í skjalasafn­ inu. Þetta voru kaldar kveðjur til áhugahópsins sem hafði lagt sig allan fram um að vinna faglegt og framsýnt verkefni fyrir bæinn sinn. Ekkert hefur síðan gerst í þessu máli en við nýlega eftirgrennslan fannst hluti af afhentum skjölum í skjalasafninu. Spurning er hvort sómdi sér betur að hafa gögnin geymd á skjalasafninu eða hafa nú starfandi framsækið fiska­ og sjáv­ arútvegssafn fremst á Breiðinni ? Þórdís Guðrún Arthursdóttir, fyrr- verandi ferðamálafulltrúi Akraness Ævar Harðarson, PhD arkitekt, fyrrverandi verkefnastjóri Sjávargarðsins Pennagrein Pennagrein Breiðin á Akranesi síðasta haust. Ljósm. frg. Fiska- og sjávarútvegssafn á Breiðinni Þrjátíu ára gömul viðskiptahugmynd rifjuð upp Módelmynd af Sjávargarðinum á Breiðinni. Þessi hugmynd var kynnt bæjarráði 1997. Á Íslandi sem víðast hvar árar stundum illa og stundum vel. Síð­ ustu 30 ár hafa verið landsmönn­ um hagfelld að flestu leyti þegar kemur að landsháttum, veður­ far hefur verið gott og aflabrögð sæmileg, álverð að mestu hátt og ferðamenn tóku að venja komu sína til landsins í vaxandi mæli eftir eldgos í Eyjafjallajökli árið 2010. Engu að síður hefur efna­ hagurinn sveiflast mikið og í lok árs 2008 varð algjört hrun vegna stórfelldra mistaka sem gerð voru í rekstri fjármálakerfisins. Þrátt fyrir að eitt og annað hafi verið gert í framhaldi af því hruni til að minnka líkurnar á því að eitt­ hvað því líkt gerist aftur má segja að með ólíkindum lítið hafi verið gert til að tryggja hér stöðugleika í efnahagsmálum. Hið opinbera Ísland er ungt lýðveldi. Á vissan hátt má segja að stjórnsýslan sé enn yngri, örar samfélags­ breytingar hafa gjörbreytt upp­ byggingu stjórnsýslunnar frá þrí­ skiptu kerfi með ríkisvaldi, sýsl­ um og hreppum í núverandi kerfi ríkisvalds og sveitarfélaga sem í raun skiptist í bæi og hreppa þó formlega eigi sveitarfélög að heita eitt stjórnsýslustig. Ekki verður annað sagt en ákveðið agaleysi ríki í fyrirkomu­ lagi stjórnsýslunnar, sífelldar til­ raunir til sameiningar sveitar­ félaga kosta tíma og peninga. Ríkisvaldið býr við mikið aga­ leysi þegar kemur að skipulagi stjórnsýlunnar, ráðuneyti eru sameinuð og lögð niður af mikl­ um móð sem gerir stjórnsýsluna óhagkvæmari og ómarkvissari en þyrfti að vera. Skuldsetning hins opinbera Við búum í litlu samfélagi smá­ kónga og sérhagsmuna. Þess sjást enn víða merki í mannaráðning­ um og ákvörðunum á opinberum vettvangi. En það er margt ann­ að en það sem að ofan er nefnt í skipulagi stjórnsýslunnar sem gerir það að verkum að hagkerf­ ið sveiflast meira en þyrfti að vera. Eitt af því held ég að sé fjár­ málastjórn bæði hjá sveitarfélög­ um og ríkinu. Eðlilegt væri að setja þessum stofnunum skorð­ ur þegar kemur að skuldsetn­ ingu, ríkið hefði t.d. ekki heim­ ild til að skulda meira en 50% af landsframleiðslu síðustu þriggja ára eða eitthvað í þeim dúr. Rekstur sveitarfélaga Sveitarfélög eiga að sinna ákveðnum verkefnum að lögum. Þau búa hins vegar við frelsi til að taka að sér hvað eina sem öðr­ um er ekki falið að lögum. Til skamms tíma voru þeim auk þess ekki settar neinar skorður þegar kom að skuldsetningu þó eft­ irlitsnefnd væri til sem ætlað var að passa upp á að ekki færi allt úr böndunum. Þetta fyrirkomu­ lag virkaði ekki vel og eftir hrun voru settar reglur um hámark skulda sem hlutfall af tekjum. Ef sveitarfélögum væri sett skýrara hlutverk en nú er, þau væru sameinuð og heimild þeirra til lántöku yrði skert verulega eða afnumin yrði þessi hluti stjórn­ sýslunnar mun skilvirkari en nú er. Eins þyrfti að losa menn und­ an bókhaldsbrellum í opinberum rekstri. A­hluti og B­hluti eiga h u g s a n l e g a rétt á sér í bók­ haldi sveitarfé­ laga til að sýna hvers eðlis rekstur þeirra er en það er út í hött að ekki sé skýrt að veitufyrirtæki sem þjónusta íbúa sveitarfélaga og eru í þeirra eigu séu í efnahagsreikningi þeirra meðhöndluð líkt og leikskóli eða skrifstofa. Ef þessi fyrirtæki eru í annars konar rekstri en beinni þjónustu við íbúana á að aðgreina hann með skýrum hætti frá öðr­ um rekstri. Menn geta þá tekist á um það á grundvelli stjórnmála að hve miklu leyti opinberir aðil­ ar eiga að reka þetta fyrirtæki eða hitt. Heimild sveitarfélaga til að gera hvað eina sem kjörnum full­ trúum dettur í hug þarf að tak­ marka miklu meira en nú er gert. Það að skerða heimildir sveitarfélaga til lántöku meira en nú er gert myndi auk þess hjálpa til við það og draga úr sóun í samfélaginu sem hlýst af því þegar opinberir aðilar taka há lán á skömmum tíma líkt og oft hefur gerst á undanförnum ára­ tugum. Finnbogi Rögnvaldsson Leiðinleg lesning um peninga og fleira Núverandi meirihluti og bæjarstýra gorta nú af lækkuðum fasteignagjöldum í Borg­ arbyggð árið 2022, lækkun sem var 0,01% af fasteignamati. Þessi mikla og/eða stórfenglega lækkun leiddi til þess, að samkvæmt heimilsbók­ haldinu á mínu heimili, þá hækkuðu fast­ eignagjöld af íbúðarhúsi fjölskyldunnar um tæplega tvöfalt verðlag milli ára eða 10,3% þegar verðlagsvísitala hækkaði á sama tíma um 5,7%. Ef horft er til núverandi kjörtímabils 2018 til 2022 þá hækkuðu fasteignagjöld af íbúðarhúsi fjölskyldunnar um 36% á meðan neysluvísitalan hækkaði um 15,9%. Hækk­ unin á kjörtímabili núverandi meirihluta er því nokkuð yfir tvöfaldri hækkun neyslu­ vísitölu. Það þarf að stoppa þessa óheillaþróun í skattlagningu á íbúana. Meirihluti bæjar­ stjórnar og bæjarstýra geta ekki sótt dýpra og dýpra í vasa íbúa sveitafélagsins til þess að fjármagna endalaus afglöp og galnar hugmyndir þeirra um rekstur, fjárfestingar og viðhald eigna Borgarbyggðar. Borgarnesi, 31. janúar 2022 Guðsteinn Einarsson Af fast- eigna- gjöldum í Borgar- byggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.