Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 202228 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna Pennagrein Nú geta íbúar kosið um sam­ einingu Snæfellsbæjar og Eyja­ og Miklaholtshrepps. Þar með gefst einstakt tækifæri til að efla dreifbýlis samfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi en það er yfirlýstur vilji með þeirri sameiningartillögu sem nú liggur fyrir. Ég er tilbúin til að taka þátt í þeim breytingum sem þurfa að verða svo við getum sem best grip­ ið tækifærin í framtíðinni. Trúi því að sameinuð verðum við enn öfl­ ugra samfélag. Snæfellsnes er að mörgu leyti orðið eitt atvinnu­ og þjónustu­ svæði. Góð og vaxandi samvinna er um mörg málefni. Það er ekki í boði núna að kjósa um að Snæfells­ nes verði eitt stjórnsýslusvæði, það tekur lengri tíma að sameina fimm sveitarfélög með mörgum þjón­ ustukjörnum og öðrum innviðum. Staðan í dag í sunnanverðum Snæfellsbæ er þannig að við búum við bestu nettengingu sem völ er á. Innviðir eru góðir; grunn og leik­ skóli. Við getum tekið á móti nýj­ um íbúum og skapað fjölbreytt at­ vinnutækifæri. Það er margt sem vert er að þakka fyrir eins og fjöl­ breytt félagslíf og náttúrufegurð sem dregur fólk til sín. Það eru forréttindi að fá að lifa í þessu landslagi, sólarmegin í lífinu. Við birtuna sem vaknar á austur­ himni og hverfur inn í Jökulinn í lok dags. Útsýni til Jökulsins er víst hægt að meta í krónum og aurum, það er þekkt, en fjallasýnin er fjöl­ breytt og það er einfaldlega stór­ kostlega fallegt á þessu svæði. Auð­ lindir okkar Snæfellinga eru óvenju ríkur náttúru og menningararfur og mannauður til að nýta þessa fjár­ sjóði á sjálfbæran hátt. Hér er þjóð­ garður, tvö friðlönd, náttúruvætti og svæði á náttúruminjaskrá. Snæ­ fellsnes er umhverfisvottað svæði. Samfélagið verður eins gott og við gerum það og af því að við erum svo fá, verður augljóst að það þýð­ ir ekkert að bíða eftir því að ein­ hver annar sjái um félagslífið. Mik­ il gróska hefur verið í formlegum og óformlegum félögum, kórar og söngsveit, leshringur, kven­, bún­ aðar­ og ungmennafélög svo eitt­ hvað sé nefnt. Þau 24 ár sem ég hef búið hér hefur alltaf verið mikið félagslíf, sem er opið öllum þeim sem vilja taka þátt. Þetta er algerlega ómet­ anlegt. Forsendan er fólk sem býr hér, því fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfé­ lag. Það sem við veljum gera og gera ekki hefur áhrif og afleiðingar, ekki aðeins fyrir okkur sjálf heldur einnig fyrir aðra sem lifa í samfélagi við okkur. Það sjónarmið að vilja litlu breyta er skiljanlegt. Ég tel þó að við eigum að hafa áhrif á hvernig samfélagið breytist til að hámarka kostina og lágmarka gallana við að velja sér búsetu einmitt hér. Lík­ lega á flest það sem upp er talið um sunnanverðan Snæfellsbæ líka við um Eyja­ og Miklaholtshrepp. Það búa ekki bara bændur í sveit­ um í dag og frá 2016 sjáum við aukningu á því að fólk vilji flytja út á land. Kannski erum við mörg sem getum tekið undir þessi orð „Við trúum á landið, á sveitina þar sem fólkið okkar hefur átt heima í þús­ und ár; við trúum á hlutverk sveit­ anna í íslensku þjóðlífi; við trúum á grænu brekkuna þar sem allífið á heima.“ (Halldór Laxnes) Ég mundi gjarnan vilja fá fleiri íbúa á sunnanvert Snæfellsnes. Það er lúxus viðfangsefni, en hér er pláss og tækifærin eru fleiri en svo að við núverandi íbúar getum nýtt þau. Það vantar fleiri íbúðarhús. Úr því er hægt að bæta. Matur er okkar mál. Landbún­ aður, það að lifa með og á landinu. Endalausir möguleikar því fólk vill hollan og góðan mat, framleiddan í sátt við land og þjóð. Við eigum ör­ ugglega eftir að sjá aukna ræktunar­ menningu, sem byggir á því góða starfi sem hefur verið unnið. Mikil uppbygging hefur verið í ferðaþjónustu sl. ár og hér geta allir fundið gistingu, veitingastaði og upplifun við sitt hæfi. Sunnan­ vert Snæfellsnes er „aðal hliðið“ að Snæfellsnesi, þar sem flestir gestir koma inn á svæðið. Nú förum við vonandi að losna út úr heimsfar­ aldri og gestir fara aftur að streyma á Snæfellsnes. Við verðum að halda áfram góðri heimavinnu og sam­ tali svo við getum tekið vel á móti gestum, byggt upp ferðaþjónustu á forsendum heimamanna og lág­ markað neikvæð áhrif. Heitar laugar, kaldur sjór, öl­ kelduvatn opna á tækifæri fyrir heilsurækt og atvinnustarfsemi. Ár, vötn og sjór bjóða upp á veiði og alls konar vatnasport. Hestaferð­ ir á Löngufjörum á bestu reiðleið­ um á Íslandi og þó víðar væri leit­ að. Við þurfum að vinna áfram í útivistarleiðum, í góðri samvinnu við landeigendur og hagsmunaað­ ila. Heita ölkelduvatnið á Lýsuhóli býður upp á alls konar möguleika til heilsutengdrar ferðaþjónustu og framleiðslu á húðvörum svo eitt­ hvað sé nefnt. Síðastliðin ár hefur oft verið talað um möguleikana á Lýðháskóla í Laugargerði þar sem áherslan gæti verið á hesta og um­ hverfismál. Slíkt yrði atvinnuskap­ andi og hefði jákvæð áhrif á félagslíf ungs fólks á svæðinu. Margt gott hefur verið og er gert á sviði skapandi greina, menningar og lista. Við eigum að halda ótrauð áfram. Getum verið stolt af því að Sagnaseiður á Snæfellsnesi (www. peopleoficeland.is) á uppruna sinn og lögheimili hér. Bara sagan af Guðríði Þorbjarnardóttur, sem var af sunnanverðu Snæfellsnesi, ætti að geta skapað nokkrum fjölskyld­ um lífsviðurværi ef rétt er á málum haldið. Mér finnst að við eigum að halda áfram að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála, vinna að hringrásar hagkerfi og fleira. Störf eru nú auglýst án staðsetn­ ingar hjá ríkinu, nema að eðli starfs­ ins krefjist hreinlega ákveðinn­ ar staðsetningar. Við erum að sjá dæmi þess að fólk kemur víða að úr heiminum og velur sér búsetu hér. Vil að lokum hvetja alla til að nýta kosningaréttinn, núna eins og alltaf því að; „með atkvæðisréttin­ um trúir þjóðfélagið einstaklingn­ um fyrir heill sinni og hamingju, felur honum að ráða lögum og lof­ um þess ytra fyrirkomulags er hann vill lifa í.“ (Ólafía Jóhannsdóttir 1896). Samvinnukveðja, Ragnhildur Sigurðardóttir Álftavatni „Við trúum á landið, á sveitina þar sem fólkið okkar hefur átt heima í þúsund ár; við trúum á hlutverk sveitanna í íslensku þjóðlífi; við trúum á grænu brekkuna þar sem allífið á heima.“ (Halldór Laxnes) Tækifærin á sunnanverðu Snæfellsnesi Bláfeldarskarð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.