Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 202212 Nú líður að sveitarstjórnarkosning­ um og ljóst að nokkrar breytingar verða á framboðslistum í lands­ hlutanum. Skessuhorn heyrði í því fólki sem leiddi lista við síð­ ustu kosningar og tók stöðuna á þeim og þeirra framboðum. Ekki var haft samband við fólk í Dala­ byggð, Eyja­ og Miklaholtshreppi, Helgafellssveit eða Skorradals­ hreppi því þar var persónukjör í síðustu kosningum. AKRANES Framsókn og frjálsir Elsa Lára Arnardóttir leiddi list­ ann fyrir fjórum árum og hefur hún gefið það út að hún muni ekki gefa kosta á sér fyrir kosningarn­ ar í vor. Framsókn og frjálsir hafa auglýst eftir áhugasömu fólki til að taka sæti á lista flokksins og verð­ ur ákvörðun um framboð og fyrir­ komulag á vali á lista tekin á fundi 7. febrúar. Sjálfstæðisflokkur Rakel Óskarsdóttir leiddi listann í kosningunum fyrir fjórum árum, en flokkurinn hlaut fjóra bæjarfulltrúa. Rakel segir flokkinn ætla að bjóða fram aftur í kosningunum í vor og verður listinn settur upp af upp­ stillingarnefnd sem hefur nú tekið til starfa. Rakel er sjálf ekki tilbúin að gefa það upp hvort hún gefi kost á sér áfram. Samfylkingin Valgarður Lyngdal Jónsson leiddi lista Samfylkingarinnar í kosn­ ingunum fyrir fjórum árum. Stjórn félagsins er nú með það til um­ ræðu hvernig skuli stilla upp á lista fyrir kosningarnar í vor og verð­ ur ákvörðun um það tekin á allra næstu dögum. Sjálfur segist Val­ garður ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann muni gefa kosta á sér áfram. BORGARBYGGÐ Framsóknarflokkur Guðveig Eyglóardóttir var odd­ viti flokksins í kosningunum fyr­ ir fjórum árum og hyggst hún gefa kost á sér í fyrsta sætið aftur. Guð­ veig sagði í samtali við Skessuhorn að hún hafi ætlað að hætta í sveit­ arstjórnarmálum eftir þetta kjör­ tímabil en ákveðið að halda áfram eftir að hafa fengið áskoranir úr ýmsum áttum. „Þetta er skemmti­ legt, sem er fyrst og síðast ástæð­ an fyrir því að ég ætla að halda áfram. Það eru líka spennandi tím­ ar framundan í Borgarbyggð og ég tel sveitarfélagið eiga mikið inni og tækifæri eru til vaxtar,“ segir Guð­ veig og bætir við að hún eigi sterkar taugar til svæðisins. Hún segir mik­ inn áhuga vera í samfélaginu á að taka þátt og vera á lista. Búið er að skipa nefnd sem mun sjá um upp­ stillingu á lista. Heimastjórnar- flokkurinn Heimastjórnarflokkurinn er nýr flokkur sem ætlar að bjóða fram í Borgarbyggð í kosningunum 14. maí. Að sögn Eiríks Þórs Theó­ dórssonar, eins stofnanda flokksins, er mikill vilji í samfélaginu til að vera með. Um er að ræða þverpóli­ tískan flokk sem hefur engin tengsl við stærri stjórnmálaöfl. Enn er óákveðið hvernig raðað verður á lista en það verður ákveðið á næsta stjórnarfundi. Samfylking Magnús Smári Snorrason var odd­ viti flokksins í kosningunum fyrir fjórum árum. „Ég er ekki búinn að gefa út mína ákvörðun en ég reikna ekki með að gefa kost á mér aftur. Ég ætlaði alltaf að vera tvö kjör­ tímabil og finnst það eiginlega lág­ mark. Það er snúið að láta þetta ganga upp samhliða vinnu,“ segir Magnús og bætir við að nóg sé af frambærilegu fólki sem hefur áhuga á að vera á lista Samfylkingarinn­ ar. Uppstillingarnefnd mun sjá um að stilla upp lista og mun nefndin hefja störf á allra næstu dögum. Sjálfstæðisflokkur Lilja Björg Ágústsdóttir leiddi D­lista Sjálfstæðisflokks í kosn­ ingunum fyrir fjórum árum. Flokk­ urinn mun aftur bjóða fram í kosn­ ingunum í vor og vinna uppstill­ ingarnefndar er nú hafin. Lilja vill bjóða fram krafta sína áfram og hefur áhuga á að leiða listann. Vinstri hreyfingin grænt framboð Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir leiddi listann í kosningunum fyrir fjórum árum og hefur hún ákveðið að láta staðar numið í bili og gefur ekki kost á sér fyrir kosningarnar í vor. „Þetta er starf sem tekur tíma og hentar bara ekki með minni vinnu,“ segir Halldóra. Uppstillingarnefnd hefur þegar hafið störf við að afla gagna til að stilla upp nýjum lista. GRUNDARFJÖRÐUR L-listi Samstöðu Hinrik Konráðsson var oddviti L­lista í síðustu kosningum en hann segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætli að gefa kost á sér í vor. „Það hefur enginn gefið neitt út ennþá og ég á eftir að gera upp minn hug. Það hefur verið erfitt að taka ákvarðanir því það hefur geng­ ið illa að funda vegna Covid,“ seg­ ir Hinrik. Hann segir að nú þurfi að kanna áhuga fólks á að taka þátt. „Við höfum fyrir síðustu kosningar sett upp kassa í búðinni þar sem við óskum eftir tilnefningum og svo höfum við haft samband við það fólk,“ segir hann. Stefnt er að því að raða á listann með prófkjöri. Sjálfstæðisflokkur Jósef Ó. Kjartansson leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum fyrir fjórum árum og segist hann í samtali við Skessuhorn ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér áfram en hann er enn að meta það hvort hann hafi tíma fyrir þetta starf áfram. Samkomutakmarkanir hafa sett strik í reikninginn en erfitt hef­ ur verið að funda. „Það náðist með herkjum að funda til að setja saman nefnd,“ segir Jósef en uppstill­ ingarnefnd mun raða á lista. HVALFJARÐARSVEIT Áfram Hvalfjarðarsveit Björgvin Helgason oddviti Á­lista Áfram Hvalfjarðarsveit segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann muni gefa kost á sér í kosningunum í vor. „Það eru samt meiri líkur en minni á að ég fari ekki áfram, nú er komið að nýju fólki,“ segir hann og bætir við að flokksmeðlimir munu funda á næstu dögum og þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Hvalfjarðarlistinn Brynja Þorbjörnsdóttir leiddi lista Hvalfjarðarlistans í kosningunum fyrir fjórum árum og er hún ekki tilbúin að gefa upp neinar upplýs­ ingar að svo stöddu um listann eða hvort hún ætli að gefa kost á sér áfram. Íbúalistinn Ragnar Ívarsdóttir leiddi Íbúalist­ ann í kosningunum fyrir fjórum árum en hún segir það ekki tíma­ bært að gefa upp hvort hún ætli að gefa kost á sér áfram eða ekki. „Að­ stæður hafa verið þannig að það hefur ekki einu sinni verið hægt að funda og ég vil tala við mitt fólk áður en ég tek einhverja ákvörðun,“ segir Ragna og bætir við að Íbúa­ listinn hyggst bjóða fram í kosn­ ingunum hvort sem hún verður með á lista eða ekki. „Það mun von­ andi skýrast á næstu dögum hverj­ ir verða á lista en það eru fullt af flottu fólki sem kemur til greina.“ SNÆFELLSBÆR J-listi Bæjarmálasam- taka Snæfellsbæjar Svandís Jóna Sigurðardóttir leiddi listann í kosningunum fyrir fjór­ um árum. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvort hún ætli að gefa kost á sér í kosningunum í vor. „Við höfum ekki náð að funda neitt um þetta og því er ég ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Hugsanlega verður samein­ ing sveitarfélaga hér á svæðinu og það er í raun ekki fyrr en niður­ staða kosningar liggur fyrir sem eitthvað fer að skýrast hjá okkur,“ segir Svandís. Sjálfstæðisflokkur Björn Haraldur Hilmarsson odd­ viti Sjálfstæðismanna í Snæfells­ bæ segist ekki geta gefið það upp að svo stöddu hvort hann muni gefa kost á sér í kosningunum í vor. Uppstillingarnefnd mun ræða við áhugasama og raða á lista fyr­ ir kosningarnar en Björn seg­ ir þá vinnu alla jafnan vera búna um tveimur mánuðum fyrir kosn­ ingar. „Það er aldrei neitt vanda­ mál hjá okkur að finna fólk á lista en við viljum hafa nýtt fólk í bland við fólk með reynslu,“ segir Björn og bætir við að ekki verði hægt að raða á lista fyrr en búið verður að kjósa um sameiningu sveitar félaga á svæðinu. Sjálfur ætlar hann að gefa út sína ákvörðun á næstu tveimur til þremur vikum. STYKKISHÓLMUR H-listinn – listi fram- farasinnaðra Hólmara Hrafnhildur Hallvarðsdóttir leiddi listann í kosningunum fyrir fjórum árum. Hún segist í samtali við Skessuhorn nokkuð ákveðin í að gefa áfram kost á sér á lista fyrir komandi kosningar. Undir­ búningur innan flokksins er nú á byrjunarstigi. „Við erum byrj­ uð að ræða málin og það er ágæt­ is hópur sem vill vera áfram, sem er gott. Við vorum með uppstill­ ingarnefnd síðast og ég hugsa að það verði þannig aftur,“ seg­ ir Hrafnhildur. Hún segir ágæt­ is stemningu vera komna í hóp­ inn. „Ég held að af þeim 13 sem áttu sæti síðast sé rúmlega helm­ ingur sem vill vera áfram og aðrir hætta af persónulegum ástæðum. Það verður ekki raðað í nein sæti fyrr en við vitum endanlega hverj­ ir verða með,“ segir Hrafnhildur. L-Listinn Stykkishólmi Lárus Ástmar Hannesson oddviti L­lista hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann ætli að gefa kost á sér fyrir kosningarnar í vor en hann hefur nú verið í bæjarstjórn í 16 ár. Flokkurinn hefur ekki enn náð að funda og því liggur ekki fyrir hvernig fyrirkomulag verður við myndun lista. O-listi – Okkar Stykkis hólmur Haukur Garðarsson leiddi O­lista í síðustu kosningum. Aðspurður segist hann ekki vera tilbúinn að segja til um það hvort hann muni gefa kost á sér á lista fyrir kosn­ ingarnar í vor. „Við erum einfald­ lega ekki komin svo langt í ferlinu. Það hefur verið erfitt að funda í þessari tíð og við erum því seinna á ferðinni en venjulega. En ég get sagt að það eru umræður í gangi,“ segir hann og bætir því við að sam­ einingarviðræður Stykkishólms­ bæjar og Helgafellssveitar skekki þó myndina aðeins. „Þar gæti vissulega komið inn nýtt fólk.“ arg Hverjir ætla að gefa kost á sér fyrir kosningarnar í vor? Kjörstjórn að störfum. Myndin er úr safni Skessuhorns og tekin í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.