Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2022 21 Sími 455 54 00 postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is Átt þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem eru fjarri innanlandsmarkað eða útflutningahöfn og: • stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk ÍSAT2008 • stunda framleiðslu á vörum sem falla undir flokk 01.1 og/eða flokk 01.2 í a- bálk ÍSAT2008 enda sé varan fullunnin í söluhæfar umbúðir. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Um styrkina gilda lög um svæðisbundna flutningsjöfnun nr. 160/2011. Nánari upplýsingar um styrkina má finna á www.byggdastofnun.is Styrkir SK ES SU H O R N 2 02 2 Dalabyggð auglýsir félagsheimilið Árblik í Dölum til leigu Rekstur í Árbliki er spennandi verkefni fyrir hugmyndaríkan og nýjungagjarnan einstakling. Frábært tækifæri fyrir núverandi íbúa eða þann sem vill breyta til og búa í vinalegu sveitarfélagi sem er margrómað fyrir kyrrð og náttúrufegurð. Tegund rekstrar/þjónustu sem verður í Árbliki er í höndum rekstraraðila og býður húsið upp á möguleika fyrir sýningarrými, viðburðaaðstöðu, vinnustofur og/eða veitingasölu svo eitthvað sé nefnt. Árblik er félagsheimili staðsett í Miðdölum, um 130 km frá Reykjavík og 14 km frá Búðardal. Húsið er vel stórt, á tveimur hæðum og fyrir utan það er að finna tjaldsvæði. Gert er ráð fyrir að samið verði um leigu til þriggja ára með möguleika á framlengingu um tvö ár til viðbótar. Áhugasamir eru beðnir að skila inn umsókn ásamt greinargerð þar sem fram koma meðal annars hugmyndir að rekstri í Árbliki fyrir 21.02.2022 Umsóknareyðublað og upplýsingar er að finna á slóðinni www.dalir.is/leiga-arblik Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um rekstrarfyrirkomulag og kjör með því að senda tölvupóst á netfangið dalir@dalir.is Bjarki Aron Laxdal Sigurðsson er að vinna í leikskólanum Akraseli við Ketilsflöt á Akranesi. Bjarki var áður að vinna í Norðuráli á Grundartanga og fannst það frekar glatað. Hann ákvað því að breyta um starfsvettvang og segir að á Akraseli hafi hann algjörlega fund­ ið sig en hann hefur unnið í skólan­ um í fjögur og hálft ár ásamt því að vera í millitíðinni eitthvað í námi með vinnu. Bjarki segir að hon­ um finnist æðislegt að vinna hérna, fínt fólk og ennþá betri börn. Hann vinnur núna á deildinni Læk þar sem yngstu börnin eru 2­3 ára en hefur unnið á öllum deildum leik­ skólans á þessum árum. Spurður hvað sé skemmtilegasti aldurinn að vinna með, svarar Bjarki: „Það eru plúsar og mínusar alls staðar, þessi yngri eru mikið að knúsa mann á meðan þau eldri eru meira á spjall­ inu. Þetta er geggjaður vinnu­ staður, það er frábært að geta ver­ ið maður sjálfur alla daga og ekk­ ert leiðinlegt nema kannski kúkabl­ eyjurnar sem eru þó lítið að trufla, þetta venst allt.“ Bjarki á fimm systur og segist vera vanur því að vera í kringum konur og er alsæll í kvennafansi. Hann er þriðji í röðinni í systkina­ hópnum og segir að það hafi far­ ið vel á með þeim í gegnum tíð­ ina. En hvernig er að vinna með öllum þessum konum í leikskólan­ um? „Það er bara fínt, það skiptir mig engu máli hvort ég er að vinna með körlum eða konum. Á fund­ um í leikskólanum er reyndar alltaf sagt allt í kvenkyni en annars tek­ ur maður ekkert sérstaklega eft­ ir því. Þá hafa börnin einnig tek­ ið mér mjög vel. Börn eru ekki að mismuna, það er bara þannig. Ég finn alveg fyrir því að ég sé í upp­ áhaldi af því ég er eini strákurinn á svæðinu. En svo er það bara þannig að sum börn taka manni mjög vel og svo eru önnur sem er alveg sama um mann, þetta er bara sitt á hvað.“ Bjarki er stúdent af félagsfræði­ braut í FVA og hefur verið að spá í það að læra leikskólakennarann eða annað kennaranám, það sé stefnan. Bjarki, sem er 24 ára, segist ekkert vera að flýta sér í þessum málum og stefnir á að vinna hér næstu árin. Hann er mjög ánægður á þessum vinnustað og segir það fínt að vinna hérna. Bjarki segir að þó hann sé karlmaður þurfi hann ekkert endi­ lega að vera að vinna í einhverju skítadjobbi. „Það vita allir að það eru kannski ekki frábær laun hérna en það sem er gott fyrir andlegu heilsuna kýs ég frekar. Launin eru ekki allt, ég hef verið í vinnu þar sem launin voru mjög há en vinn­ an var ömurleg,“ segir Bjarki að endingu. vaks „Kýs frekar það sem er gott fyrir andlegu heilsuna“ Bjarki er að vinna á Læk á Akraseli. Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæj­ ar ákvað á fundi 20. janúar síðast­ liðinn að Grundarfjarðarbær verði „Barnvænt sveitarfélag“. Barnvæn sveitarfélög er verkefni sem styður sveitarfélög við að inn­ leiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. Verkefnið byggir á al­ þjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative (CFCI), sem hefur verið innleitt í þúsund­ um sveitarfélaga út um allan heim frá árinu 1996, eins og segir á vef verkefnisins. Verkefnið byggir jafnframt á efni frá umboðsmönn­ um barna í Noregi og Svíþjóð og UNICEF í Finnlandi. UNICEF á Íslandi hefur umsjón með verk­ efninu en verkefnið er stutt af fé­ lagsmálaráðuneytinu. Sveitarfélög sem taka þátt og innleiða Barnasáttmálann að fullu, hljóta í lok innleiðingarferl­ is viðurkenningu sem Barnvæn sveitarfélög. Akureyrarbær var fyrsta sveitarfélagið til að ljúka innleiðingu og hljóta þá viður­ kenningu en auk hans hafa t.d. Borgarbyggð og Akraneskaup­ staður hafið vinnu við inn­ leiðinguna. Innleiðingarferlið tekur að minnsta kosti tvö ár og skiptist í átta skref sem sveitar­ félag stígur með það að mark­ miði að virða og uppfylla réttindi barna. Að tveimur árum liðnum getur sveitarfélagið sótt um viður­ kenningu frá UNICEF á Íslandi. Hljóti sveitarfélagið viðurkenn­ inguna þá gildir hún í þrjú ár en til að viðhalda viðurkenningunni þarf sveitarfélagið að halda inn­ leiðingunni áfram, setja sér ný markmið og óska eftir nýju mati að þremur árum liðnum. Grundarfjarðarbær mun á næstu vikum hefja þessa vegferð til inn­ leiðingar og verður Ólafur Ólafs­ son, nýráðinn íþrótta­ og tóm­ stundafulltrúi Grundarfjarðar­ bæjar, tengiliður vegna verkefnis­ ins. Verkefnið krefst aðkomu allra nefnda bæjarins en ungmennaráð mun þó hafa sérstakt hlutverk og aukið vægi. tfk Grundarfjörður verði barnvænt sveitarfélag

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.