Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 202224 Í gær, þriðjudaginn 1. febrúar, voru 45 ár liðin frá því Borgnesingur­ inn Þorsteinn Eyþórsson byrjaði í sorpbransanum, en hann var að­ eins 22 ára gamall þegar hann bauð í sorphreinsun í Borgarnesi og fékk verkefnið. Blaðamaður Skessu­ horns kíkti til Steina, eins og hann er alltaf kallaður, í Fíflholt á Mýr­ um í tilefni áfangans og ræddi við hann um árin í ruslinu. Steini vann á Bílastöðinni í Borgarnesi þegar hann ákvað að breyta um stefnu og fara yfir í ruslið. Fyrstu árin sá hann um hreinsun í Borgarnesi og fljót­ lega vatt starfið upp á sig og fleiri sveitarfélög bættust við auk dreif­ býlisins. „Ég prófaði líka smá til­ raunaverkefni þar sem ég fór að hreinsa á Hvammstanga og Skaga­ strönd og varð það til þess að þeir fóru út í þetta fyrirkomulag og fengu verktaka til að sjá um sorp­ hirðu,“ segir Steini en hann rak Gámaþjónustu Vesturlands um árabil. Fyrstur með gáma sem hægt var að losa á staðnum Segja má að Steini hafi verið frum­ kvöðull á sínu sviði en hann hef­ ur alla tíð verið mikill talsmað­ ur flokkunar og lagt áherslu á um­ hverfismál. Þá var hann fyrstur til að koma með gáma sem hægt var að losa á staðnum. „Það var árið 1989 og þá var ég með svona aftur­ hlaðninga, þar sem gámarnir voru teknir upp að aftan, svo komu framhlaðningarnir,“ útskýrir hann. Árið 2007 ákvað hann að selja fyrir­ tækið og hætti í ruslinu. Það ent­ ist þó ekki lengi því hálfu ári síð­ ar var hann kominn vestur í Fíflholt þar sem hann hefur unnið síðan hjá Sorpurðun Vesturlands. „Ég veit eiginlega ekki af hverju ég ákvað að taka þetta starf. En það var eitthvað sem sannfærði mig,“ segir hann og brosir. Hann hefur unnið gott starf í Fíflholtum þau 14 ár sem hann hefur verið þar. Hann talaði til dæmis fyrir því að tré væru gróður­ sett fyrir neðan safnhauginn í til að nýta næringarefnin sem koma frá haugnum. Loks var byrjað á því verkefni síðastliðið sumar. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni. Það eru töluverð næringarefni sem koma frá haugnum og ég hef viljað nýta þau fyrir tré frekar en að láta þau safnast upp. Nú erum við loks­ ins byrjuð að útbúa hreinsivirki hér með töluverðri gróðursetningu,“ segir hann ánægður. Reykurinn skyggði á útsýnið Aðspurður segir Steini gríðarlega margt hafa breyst þau 45 ár sem hann hefur verið í ruslinu og rifj­ ar hann það upp þegar sorpið var brennt í opnum brennum. „Það er mér alltaf minnisstætt árið 1994 þegar ég fór ríðandi yfir Skarðs­ heiðina í fallegu veðri með út­ sýni alveg hér vestur yfir allt. Það eina sem skyggði á útsýnið þarna var reykurinn á ruslahaugnum frá mér en þetta var rétt áður en hætt var að brenna í opinni brennslu. Um haustið sama ár var byrjað að urða,“ segir hann og bætir því við að flokkun á rusli sé einnig eitt­ hvað sem hefur breyst mikið á þessum tíma. „Við erum samt alls ekki að flokka nóg í dag. Hjá okk­ ur hefur eitt aðal vandamálið verið fok á rusli sem á alls ekki að koma hingað,“ segir hann en það er mest plastið sem fýkur og það á að fara í endurvinnslu. Oft hefur borið á þeirri um­ ræðu að flokkun skipti ekki máli þar sem allt endi þetta á sama stað. En Steini segir það alls ekki rétt. „Ég get alveg skilið þessar áhyggj­ ur en þær eru alveg óþarfar. Fyr­ irtækin sem hirða sorpið fá borg­ að fyrir það sem kemur úr grænu tunnunni en þurfa að borga fyr­ ir urðun á almennu sorpi. Það er því hagur fyrir tækisins að fá sem mest til endurvinnslu. Vissulega koma stundum fyrir slys sem verða til þess að farmar skemmast og þá þarf að urða, en það gerist ekki oft,“ segir hann. Bruðl að sækja lífræna úrganginn til sveita Steini segist alltaf hafa verið mjög fylgjandi flokkun á sorpi og vill að lögð verði enn meiri áhersla á hana. „Við þurfum enn að gera mikið bet­ ur. En það er líka fleira sem má gera betur og að mínu mati hefur við­ gengist að sorpmál séu ofþjónust­ uð. Í fyrsta lagi á að mínu mati ekki að þurfa að sækja allt sorp heim að dyrum til fólks. Mér þykir til dæm­ is algjört bruðl að verið sé að safna lífrænum úrgangi til sveita með til­ heyrandi kostnaði og akstri. En ég á vissulega svolítinn þátt í þessari of­ þjónustu og viðurkenni það alveg. Ég kom á söfnun á rusli í sveitum hér um slóðir,“ segir Steini. Hvað myndi hann þá vilja að gert væri við lífræna úrganginn? „Ég var á sín­ um tíma í nefnd sem fjallaði um úr­ gangsmálin og við lögðum til að í dreifbýlinu yrði öllum boðið upp á jarðgerðartunnu. Það var mjög vel tekið í þá hugmynd en svo var ekk­ ert meira gert með það því það má víst ekki mismuna íbúum eftir bú­ setu,“ segir hann og bætir því við að sjálfur hafi hann lagt það til á sínum tíma að sorphirða yrði sam­ ræmd þannig að almennt og flokk­ að sorp yrði tekið í einni ferð með tvískiptum bílum. Þannig mætti minnka akstur. Vigtar eigið rusl Spurður hvað hann sjái framundan í sorpurðun segist Steini vera ánægð­ ur með að nú sé loks verið að horfa til sorpbrennslu á ný. „Loksins má tala um þennan möguleika aftur. Fólk er loks að átta sig á að það er betra að brenna, það hefur minni áhrif á umhverfið því brennslu­ stöðvar í dag eru svo hreinar að það kemur mjög lítil mengun frá þeim nú orðið,“ segir hann. „Það sem skiptir fyrst og fremst máli er að taka allt úr úrganginum sem hægt er að nýta og brenna svo bara það sem eftir stendur.“ Til að vera sjálf­ ur meðvitaður um eigið rusl hef­ ur Steini í nærri áratug vigtað það sorp sem fellur til á heimili hans og Önnu Þórðardóttur. „Ég byrj­ aði á þessu eftir að ég hafði farið á ráðstefnu þar sem talað var um að fólk hugsi alltaf þannig að ruslið komi frá öllum öðrum en aldrei frá því sjálfu. Ég varð forvitinn að vita hvað við værum að láta frá okkur. Ég ætlaði nú bara að vigta í nokkra mánuði en svo hef ég bara ekki get­ að hætt,“ segir Steini og hlær. Þau hjónin létu á síðasta ári frá heim­ ili þeirra um 240 kíló af úrgangi og hafa þau verið dugleg að flokka allt samviskusamlega. Almennt sorp var aðeins um 16% af heildar­ tölunni, annað var flokkað. „Ég er því ekki að skila miklu til okkar hér í Fíflholt,“ segir hann og hlær. Um 7% af úrgangi frá heimili Steina og Önnu fór í lífrænt sorp og segir hann það mest vera kaffikorg, öðru kom hann til hunda­ og hænsna­ eigenda. Ætlar að hjóla Vestfirðina Steini segist vera bjartsýnni fyr­ ir komandi kynslóðum sem séu mun meðvitaðri um umhverfismál en kynslóðirnar sem á undan hafa komið. „Ég man til dæmis eftir því að í gamla daga var það talin níska að endurnýta en það hugarfar hef­ ur breyst,“ segir hann. En hvað er framundan hjá Steina? „Ég var eig­ inlega búinn að ákveða á síðasta ári að hætta að vinna hér en á þeim tíma var mikil neikvæð umræða um starfsemina og ég fann líka að ég var búinn að vera í þessu svo lengi. En ég veit ekki af hverju en ég ákvað að vera hér eitthvað leng­ ur, ég veit samt ekki hversu mikið lengur,“ svarar hann og hlær. Um framtíðina segist hann þó geta sagt frá því að næsta sumar ætlar hann hjóla Vestfjarðahringinn. Árið 2016 hjólaði Steini hringveginn og safnaði um leið nærri 700 þús­ und krónum fyrir ADHD samtök­ in og var fénu varið í útgáfu bókar um ADHD og unglinga. Aðspurð­ ur segist hann vel geta hugsað sér að safna aftur fyrir ADHD sam­ tökin í næsta hjólaverkefni. „Þetta er málefni sem stendur mér nærri og mér þykir nú allt í lagi að leggja þeim lið ef ég get það,“ segir Steini og brosir. 50 ár í slökkviliðinu Auk þess að eiga stórafmæli í sorp­ inu hefur Steini á þessu ári ver­ ið í hálfa öld í Slökkviliði Borgar­ byggðar. „Eða ég held það. Ég þori ekki alveg að fullyrða þetta en ég er nokkuð viss um að ég hafi byrj­ að í slökkviliðinu árið 1972. Ég geri reyndar voða lítið í slökkvi­ liðinu í dag og er latur að mæta á æfingar en ég er enn í liðinu og það er kannski eitthvað gagn af mér,“ segir hann í gamansömum tón. „Ég get líka sagt að við eigum mjög flott slökkvilið hér í Borgar­ byggð sem ég er mjög stoltur af.“ Spurður hvort hann hafi einhvern tímann hlaupið inn í brennandi hús játar hann því. „Hér áður fyrr gerði ég það nú og þá fór maður án þess að vera með reykköfunartæki eða nokkuð slíkt. Þetta hefur sem betur fer breyst. Í dag er enginn út­ kallshæfur nema hafa lært eitthvað og það er aldrei farið í neinar að­ stæður nema með viðeigandi bún­ að. Sjálfur hef ég samt meira ver­ ið á slöngunni en að hlaupa inn í brennandi hús,“ segir Þorsteinn Eyþórsson að lokum. arg Þorsteinn Eyþórsson á að baki 45 ára starfsferil í rusli Árið 2007 var ný slökkvistöð tekin í gagnið í Reykholti. Við það tækifæri var Sigurði Þorsteinssyni og Þorsteini Eyþórssyni þakkað langt og heillaríkt starf við Brunavarnir Borgarness og nágrennis og síðar Slökkvilið Borgarbyggðar. Hér eru þeir ásamt Bjarna K. Þorsteinssyni, slökkviliðsstjóra. Ljósm. úr safni/mm Steini Eyþórs hefur verið í rusli í 45 ár. 45 ára afmæli Steina var fagnað með tertu á kaffistofunni í Fíflholtum. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.