Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 202230 Ertu að horfa á Verbúðina? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Kristjana Júlíusdóttir „Ég er bara búin að horfa á einn þátt, fannst hann góður og ætla að horfa áfram.“ Þórdís Bachmann „Já og finnst hún frábær, fær fimm stjörnur frá mér.“ Óðinn Örn Einarsson „Jebbz, þetta er flott og vel gert sjónvarpsefni.“ Harpa Sif Þráinsdóttir „Heldur betur, hún er mjög skemmtileg.“ Sigurlaug Njarðardóttir „Mér finnst hún frábær.“ Íþróttanefnd Ungmennafélags Reykdæla í Borgarfirði veitti um helgina íþróttamanni Umf. Reyk­ dæla viðurkenningu fyrir sinn ár­ angur. Að þessu sinni var það Heiður Karlsdóttir sem hreppti titilinn fyrir körfubolta. Á Face­ book síðu Umf. Reykdæla er árið 2021 hjá Heiði í körfuboltan­ um rakið. Hún æfði og spilaði með meistaraflokki Skallagríms í körfubolta framan af árinu 2021. Hún var valin í U16 landslið og spilaði með því og var til dæmis í byrjunar liðinu gegn Eistlandi á Norðurlandamótinu síðasta sum­ ar. Heiður gerði svo samning og spilar með stúlkna­ og meistara­ flokki Fjölnis. „Heiður er mjög einbeitt og frábær íþróttamað­ ur sem stundar sína íþrótt af mik­ ill alvöru og er frábær fyrirmynd fyrir annað íþróttafólk,“ segir í til­ kynningunni. Í öðru sæti í vali á íþrótta­ manni Umf. Reykdæla var Skírn­ ir Ingi Hermannsson. Skírnir æfir og spilar körfubolta með sam­ eiginlegur liði Umf. Reykdæla og Skallagríms í 9. og 10. flokki. Hann spilar næstum allar mínútur í öllum leikjum og er „mikilvæg­ ur hlekkur í liðinu.“ Skírnir æfir af kappi og er fyrirmynd fyrir aðra íþróttamenn. Í þriðja sæti var Lis­ beth Inga Kristófersdóttir, einnig fyrir körfubolta. Lisbeth Inga lék með 10. flokki stúlkna og meist­ araflokki Skallagríms. „Þá æfði hún aðeins í sumar með Heffingen í Lúxemborg, fór svo til Ísafjarð­ ar og samdi við Vestra,“ segir í tilkynningunni um val á íþrótta­ manni Umf. Reykdæla. Lisbeth sleit krossband á árinu og bíður eftir að komast í aðgerð. arg Keppni í klassískum kraft­ lyftingum á Reykjavíkur­ leikunum ­RIG 2022 fór fram um helgina og sendi Kraftlyftingafélag Akra­ ness þrjá keppendur á mótið. Keppt var að stig­ um og stóðu þeir sig all­ ir vel. Sylvía Ósk Rodrigu­ ez bætti sig um fimm kg í hnébeygju og lyfti þar þyngst 150 kg. Hún fór létt með 80 kg í bekk­ pressu og 162,5 kg í rétt­ stöðulyftu sem er bæting um 2,5 kg. Samanlagður árangur hennar var 392,5 kg sem gáfu 75,16 stig og 6. sætið í kvennaflokki. Helgi Arnar Jónsson lyfti þyngst 230 kg í hné­ beygju, 122,5 kg í bekk­ pressu og 270 kg í rétt­ stöðulyftu. Þyngsta lyft­ an í réttstöðulyftunni er jöfnun á hans besta ár­ angri. Samanlagður ár­ angur Helga var 622,5 kg sem gáfu honum 89,83 stig og 5. sætið í karlaflokki. Einar Örn Guðnason lyfti þyngst 287,5 kg í hnébeygju sem fóru létti­ lega upp, 180 kg í bekkpressu og 282,5 kg í réttstöðulyftu sem einnig flugu upp. Samanlagður árangur hans var 750 kg sem gáfu honum 89,56 stig og 6. sætið í karlaflokki. vaks Sundmótið Reykjavík International Games­RIG 2022 fór fram um helgina í Laugardalslaug. RIG er fyrsta sundmótið í 50 metra laug á tímabilinu og í ár var keppnin sterk með félögum frá Danmörku, Fær­ eyjum, Grænlandi og Noregi. Fjór­ ir Ólympíufarar voru á mótinu og samtals voru keppendur 233 frá 22 félögum. Sundfélag Akraness sendi alls 13 sundmenn á mótið og komu þeir heim með eitt gull, eitt silfur og þrjú brons. Einar Margeir Ágústs­ son átti gott mót, hann sigraði í 200 metra skriðsundi og var í þriðja sæti í 100 metra bringusundi. Enrique Snær Llorens Sigurðsson stóð sig einnig vel en hann var í öðru sæti í 200 og 400 metra fjórsundi og í þriðja sæti í 400 metra skriðsundi. Þá var Ragnheiður Karen Ólafs­ dóttir í þriðja sæti í 200 metra bringusundi og Sindri Andreas Bjarnason þriðji í 50 metra skrið­ sundi. vaks Knattspyrnufélag ÍA hefur gert samning við Brooke Jones, banda­ rískan markvörð, sem gildir út tímabilið 2022. Brooke, sem er 21 árs, hefur leikið með Idaho sem er í efstu deild bandaríska háskólabolt­ ans. Henni er ætlað að fylla skarð Anítu Ólafsdóttur sem hefur stað­ ið á milli stanganna hjá ÍA frá árinu 2018 og lék alls 46 leiki í Inkasso­ og Lengjudeildinni á þessum fjór­ um árum. Aníta gekk á dögunum til liðs við Stjörnuna í Garðabæ sem leikur í efstu deild kvenna í sumar. Þá gerði ÍA einnig nýjan samn­ ing við Dagnýju Halldórsdóttur sem gildir út tímabilið 2022. Dag­ ný, sem er fædd árið 2002, lék 17 leiki í Lengjudeildinni með ÍA síð­ asta sumar og skoraði eitt mark. Ásamt Anítu Ólafsdóttur hafa þær Sigrún Eva Sigurðardóttir og Róberta Lilja Ísólfsdóttir einnig yfir gefið herbúðir Skagamanna á síðustu vikum. Sigrún Eva gekk til liðs við Aftureldingu og Ró­ berta Lilja gekk í raðir KR en bæði lið leika í efstu deild kvenna næsta sumar. vaks Einar Margeir sigraði í 200 metra skriðsundi á RIG 2022. Ljósm. SA. Sundfólk frá ÍA stóð sig vel á RIG 2022 Einar Örn, Helgi Arnar og Sylvía í góðum gír. Ljósm. Kraftlyftingafélag Akraness. Kraftlyftingafólk frá ÍA stóð sig vel Heiður er íþróttamaður Umf. Reykdæla Dagný hefur gert nýjan samning við ÍA. ÍA nær sér í bandarískan markvörð Brooke Jones verður í markinu hjá ÍA í sumar. Ljósm. kfia

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.