Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 202226 Í dag 2. febrúar er Alþjóðlegi dagur votlendis en þann dag árið 1971 var Ramsarsamningur, samningur um verndun votlendis, undirritaður. Endurheimt votlendis er viður­ kennd aðferð hjá Loftslagsráði sameinuðu þjóðanna (IPCC) í bar­ áttunni við loftslagsbreytingarn­ ar. Alþjóðleg viðmið um losun hvers hektara sem IPCC hefur gef­ ið út eru 19,5 tonn. Um nokkurra ára skeið hefur vísindafólk Land­ græðslunnar unnið að rannsókn­ um að meðallosun íslenskra mýra. Mælt er á fjórum mismunandi stöð­ um á landinu og til þessa hafa mæl­ ingarnar gefið til kynna að með­ altalið sé nokkuð svipað og þegar kemur að losun íslenskra mýra. Endurheimt votlendis er ein­ föld og hraðvirk leið í baráttunni við loftslagsbreytingarnar, og um leið endurheimt vistkerfa og styð­ ur við náttúrulega fjölbreytileika. Vert er að taka fram að stöðvun los­ unar koldíoxíðs er að ræða en ekki bindingu. Árið 2019 stöðvaði sjóðurinn los­ un 1.404 tonn af koldíoxíð en upp­ reiknað til þriggja ára eru það 4.212 tonn. Árið 2020 stöðvaði sjóður­ inn 2.636 tonn en uppreiknað til tveggja ára eru það 5.265 tonn. Samtals til dagsins í dag eru þetta 9.477 tonn sem samsvara losun 4.738 nýrra fólksbíla á sama tíma. Þess utan lauk sjóðurinn við endur­ heimt í Fífustaðadal í haust, svæði sem telur um 70 hektara. Landgræðslan metur og mæl­ ir forsendur allra endurheimtar­ verkefna Votlendissjóðs. Að lok­ inni framkvæmd er verkið mælt og metið að nýju. Ef verkið hef­ ur heppnast til fulls færir Land­ græðslan það í samantektartölur landsins um stöðvun losunar frá framræstu votlendi. Votlendissjóður býður öllum landeigendum til samstarfs um framkvæmd endurheimtar á svæð­ um í þeirra eigu. Undir slíkum samningi tryggir landeigandinn að endurheimtin verði unnin af fagað­ ilum og undir eftirliti og mælingum Landgræðslunnar. Á átta ára samningstíma greiðir Votlendissjóðurinn fyrir alla vinnu við undirbúning og framkvæmd endurheimtarinnar. Á samnings­ tímanum er ábati aðgerðanna, þ.e. kolefniseiningarnar eign sjóðsins og selur sjóðurinn þær til að fjár­ magna aðgerðina. Að samningstím­ anum loknum eru einingarnar eign landeigandans. Kynntu þér starfið okkar hjá Votlendissjóði á www.votlendi.is og sjáðu sóknarfærin sem liggja allt í kringum okkur í loftslagsbarátt­ unni. Einar Bárðarson Höf. er framkvæmdastjóri Votlendissjóðs Vonin í votlendinu Pennagrein Þann 14. maí nk. verður kosið til sveitastjórna í landinu. Í dag eru nærri 70 sveitarfélög í landinu og stjórnsýsla sveitarfélaga er mikil­ væg í lýðræðislegri ákvörðun um grunnþjónustu í því samfélagi sem stendur öllum íbúum landsins næst þar sem sveitarfélögin eru grund­ vallareining í stjórnskipan lands­ ins. Það er því gríðarlega mikilvægt hverju sveitarfélagi að sveitarstjórn­ in endurspegli sem best íbúasam­ setningu þess. Í núgildandi byggðaáætlun kem­ ur fram mikilvægi þess að auka þátt­ töku kvenna í sveitastjórnum og það þurfi að hvetja konur til þátttöku í stjórnum í nærsamfélaginu og í að­ gerðaráætlun með byggðaáætlun er lögð áhersla á þennan þátt með því að fara í fræðslu­ og auglýsinga­ herferð með þetta að markmiði. Eftir síðustu sveitastjórnarkosn­ ingar var ásættanleg niðurstaða því að 47% sveitastjórnarfólks voru konur og hefur það aldrei ver­ ið hærra. Það er brýnt að viðhalda þeirri skiptingu í komandi kosning­ um. Listar endur- spegli fjöl- breytni Kvenréttindafélag Ís­ lands, Innviðaráðu­ neytið, Fjölmenn­ ingasetrið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa hrint af stað framtaki sem kallað er Játak. Já­ tak vekur athygli íbúa sveitarfélaga og þeim sem fara í forsvari til þess að huga að fjölbreytni og að standa vörð um rétt allra kynja og að kom­ andi listar til framboðs í komandi sveitarfélögum spanni litróf mann­ lífsins í viðkomandi sveitarfélagi. Einnig þarf að huga að dreifingu fulltrúa í fjölkjarnasveitarfélögum. Við erum svo heppin að mannlíf­ ið er fjölbreytt um allt land, til þess að nýta þann kraft og sköpunar­ gleði sem felst í því þarf það að skila sér að ákvarðanatöku í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Ef þess er ekki gætt fer fljótt að gæta togstreitu á milli mismunandi skoðana og hætt er á að samkeppnisstaða samfélagsins verði ekki eins kröftug og þarf. Það er jú vilji allra sveitarfélaga að fólk vilji, geti og þrífist í samfélaginu. Af hverju að taka þátt? Viltu hafa áhrif á samfélagið þitt? Hefur þú hugmyndir og sýn sem varða uppbyggingu og tækifæri sveitarfélagsins? Að taka þátt í sveitastjórnum og nefndum eru vettvangurinn til þess. Það fylgir því mikil ábyrgð að taka þátt í stjórnmálum, en það getur líka verið ótrúlega gaman. Ef þú hef­ ur áhuga þá hvetjum við þig til að íhuga framboð. Ef þú situr í upp­ stillinganefnd eða munt kjósa í prófkjöri þá hvetjum við þig til að huga að fjölbreytni á lista. Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Höf. eru tveir af þremur þing- mönnum Framsóknar í NV Fjölbreytni í sveitarstjórnum Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Veiðifélag Ytri­Rangár. Um er að ræða landeldi á laxfiskum að Húsafelli í Hálsasveit þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 40 tonn. Veiði­ félag Ytri­Rangár hefur ver­ ið með leyfi til framleiðslu á 300.000 seiðum allt að 40g á sama stað. Þetta kemur fram á vefsíðu Borgarbyggðar. Fyrirspurn var send til Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu framkvæmdar­ innar og birti stofnunin ákvörðun sína 28. september 2021 um að hún þyrfti ekki að fara í mat á um­ hverfisáhrifum. Umhverfisstofn­ un veitti umsögn í því ferli og ger­ ir ekki athugasemdir við þá niður­ stöðu. Að mati Umhverfisstofnun­ ar munu helstu áhrif vera í formi aukins magns næringarefna bæði á föstu formi og uppleystu sem munu verða losuð í viðtakann. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi los­ un í ferskvatn. Fráveitunni er veitt í settjörn sem gróf­ hreinsar vökvann áður en honum er veitt í viðtaka. Hægt er að endurskoða fyr­ irkomulag fráveitu og gera auknar kröfur bendi mæl­ ingar til að hreinsun fráveitu sé ábótavant samkvæmt mælingum. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis­ stofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28. febrúar 2022. vaks Tillaga hefur verið unnin að starfsleyfi fyrir Veiðifélag Ytri-Rangár. Ljósm. mm Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fiskeldis Pennagrein Þær ánægjulegu fréttir bárust fyr­ ir stuttu að Sundabraut er á áætlun og allt stefnir í að hún verði opn­ uð eftir aðeins níu ár. Auk Sunda­ brautar er nú unnið að lagfæringu og tvöföldun Vesturlandsvegar frá Reykjavík alla leið upp í Borgarnes. Þessi langþráða samgöngubót mun opna á ný tækifæri til vaxt­ ar í sveitarfélaginu hvort sem snýr að búsetu eða tækifærum tengdum atvinnulífinu. Með styttingu vegar, bættum samgöngum og betra um­ ferðaröryggi geta skapast tækifæri af þeirri stærðargráður sem við sáum síðast í kringum árið 1980 þegar Borgarfjarðarbrúin var opn­ uð. Tilkoma Hvalfjarðarganganna breytti miklu fyrir svæðið, tækifæri aukast með hverri samgöngubót. Að þessu tilefni er morgunljóst að í stærsta þéttbýliskjarna sveitar­ félagsins, Borgarnesi, er nauðsyn­ legt að fara í stórátak í skipulögð­ um undirbúningi fyrir þau tíma­ mót sem verða þegar Sundabraut verður opnuð. Ávinningurinn af slíku átaki mun skila sér til allra íbúa sveitarfélagsins óháð búsetu. Lóðir og skipulag Eitt af allra brýnustu verkefn­ um sem þarf að ráðast í strax eru skipulagsmál. Eins og staðan er í dag er mikil vinna fyrir höndum, fáar lóðir eru til úthlutunar og ekki liggur fyrir hvert framtíðarsvæði íbúðabyggðar eða atvinnustarfsemi verður. Skipulagsvinna er tíma­ frek og því mjög brýnt að vinna við framtíðarskipulag sé ekki sett á bið og ekki dregið úr fjármagni til verk efna er lúta að þessum málum. Hér þarf að bretta upp ermarnar. Skipulagsmál hvers sveitarfélags endurspegla væntingar og er vitn­ isburður um trú okkar á tækifæri svæðisins til vaxtar. Þetta er jafn­ framt ein grundvallarforsenda fyr­ ir því að fyrirtæki og íbúar líti já­ kvæðum augum til fjárfestingar í sveitarfélaginu. Umboðsmaður fyrir- tækja- og atvinnuupp- byggingar Skipa þarf sérstakan umboðsmann innan stjórnsýslunnar sem hefur það hlutverk að taka að sér ver­ kefni sem snúa að atvinnuupp­ byggingu í sveitarfélaginu. Tíma­ bært er að þetta viðfangsefni sé nú tekið traustum tökum til að tryggja að öll tengsl, samskipti, ferlar og aðstoð við fyrirtækja­ eigendur gangi greiðlega fyr­ ir sig. Þá er mikilvægt í tengsl­ um við slíka ákvörðun að hug­ að sé að fasteignagjöld á atvinnu­ starfsemi og nauðsynlegir innviðir séu samkeppnishæfir og aðlaðandi. Vinna þarf markvisst að því kynna fyrirtækjum í léttum iðnaði, fram­ leiðslu, þjónustu o.fl. þá kosti sem fylgja því að færa starfsemi sína í Borgarbyggð. Fleiri fyrirtæki skila ekki einungis beinum og óbeinum tekjum til sveitarfélagsins, þeim fylgir starfsfólk sem gæti séð þann kost vænlegastan að setjast að í Borgarbyggð. Skipulagsáætlun höfuðborgar­ innar skapar tækifæri fyrir ná­ grannasveitarfélögin þegar kemur að því að sækja fyrirtæki sem þurfa að hörfa vegna skipulagsmála og kostnaðar við uppbyggingu á höf­ uðborgarsvæðin. Íbúar og lífsgæði Fjölgun íbúa er þekktur ávinning­ ur af bættum samgöngum. En af hverju ætti fólk að velja Borgar­ byggð? Ef fjölskyldur og einstak­ lingar eiga að líta til sveitarfélags­ ins sem búsetukost er mikilvægt að huga að þeim þáttum sem skipta máli og lúta að helstu lífsgæðum. Starfsemi leik­ og grunnskóla er mjög góð í sveitarfélaginu og kann­ anir síðustu ára hafa sýnt að íbúar eru ánægðir. Mikilvægt er að nægt pláss sé til staðar í grunn­ og leik­ skólum í Borgarnesi ásamt því að aðstaða til fjölbreyttra tómstunda sé í boði fyrir börn og unglinga. Til þess að við séum samkeppn­ ishæf við önnur sveitarfélög verður aðstaða til íþrótta­ og tómstunda fyrir fólk á öllum aldri að vera góð. Þar höfum við verk að vinna. Mik­ ilvægt er unnið sé heildstætt að uppbyggingu á íþróttamannvirkj­ um til lengri tíma. Nýtt íþróttahús á núverandi stað mun aðeins leysa hluta af þörfinni. Huga þarf að að­ stöðu til heilsueflingar og tóm­ stunda á víðum grunni. Umhverfið skiptir jafnframt miklu máli og því þarf að leggja metnað í fegrun umhverfis og endurbótum á götum og gang­ stéttum og lagningu göngu­ og hjólastíga. Framtíðin er handan við hornið Níu ár eru fljót að líða, ef við ætlum okkur að nýta tækifærin sem felast í framtíðinni þá þarf að huga að þeim strax. Við höfum verk að vinna! Ef við náum því vel og ör­ ugglega er ástæða til þess að horfa bjartsýn fram á veginn. Framtíðin er í Borgarbyggð. Guðveig Lind Eyglóardóttir Höfundur er oddviti Framsóknar- flokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar Undirbún- ingur að blómaskeiði í Borgar- byggð www.skessuhorn.is Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.