Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2022 23 “Þorragönguvika” Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs í samstarfi við Heilsueflandi samfélag Borgarbyggðar býður upp á daglegar gönguferðir vikuna 7. til 12. febrúar. Göngurnar verða allt að klukkutíma lan- gar, nema sú síðasta sem verður um þriggja tíma löng. Í upphafi hverrar göngu verður boðið uppá fróðleiksmola um sitthvað er tengist gönguferðum. DAGSKRÁ “ÞORRAGÖNGUVIKU”: 7. febrúar kl. 17.00: Borgarneshringur. - Mæting við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. 8. febrúar kl. 17.00: Ganga í Reykholtsskógi. – Mæting á kirkjuplanið í Reykholti. 9. febrúar kl. 17.00: Hvanneyrarhringur. – Mæting við Ásgarð. 10. febrúar kl. 20.00: Vasaljósaganga í Einkunnum. - Mæting á bílastæði í Einkunnum. 11. febrúar kl. 17.00: Varmalandshringur - Mæting við grunnskólann á Varmalandi. 12. febrúar kl. 10.00: Þorraganga í Norðurárdal. - Mæting á bílastæðið við gamla skólahúsið á Bifröst. Fólki er ráðlagt að búa sig eftir veðri og aðstæðum. Í Vasaljósagöngunni er einnig æskilegt að vera með ljós af einhverju tagi. Allir velkomnir, Göngunefnd FFB og Heilsueflandi samfélag - Borgarbyggð S K E S S U H O R N 2 02 2 Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða tvo frístundaleiðbeinendur til starfa í félagsmiðstöðinni 301 í Heiðarskóla. Störfin eru unnin í tímavinnu einn dag í viku frá kl. 17:00 og felast í að undirbúa félagsstarfið í samvinnu við frístunda- og menningarfulltrúa. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu og ánægju af því að vinna með börnum og unglingum. Góðir skipulagshæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð og hreint sakavottorð eru skilyrði. Starfið hentar öllum kynjum. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og hafa bíl til umráða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Ása Líndal, frístunda-og menningarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500 eða á netfanginu fristund@hvalfjardarsveit.is. Alls verður heimilt að veiða 1.021 hreindýr á veiðitímanum í ár; 546 kýr og 475 tarfa. Þetta er 199 hrein­ dýrum færra en á liðnu ári sem stafar fyrst og fremst af óvissu um talningar hreindýra vegna veður­ skilyrða og tilfærslu dýra milli veiðisvæða á talningartímanum. Umhverfisráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða fyrir árið og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til 15. september, en þó getur Um­ hverfisstofnun heimilað veiðar á þeim frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. „Fyrstu tvær vikur veiðitímabilsins er veiðimönnum gert að forðast í lengstu lög að fella mylkar kýr svo draga megi eftir megni úr áhrifum veiðanna á kálfa. Þess í stað eru veiðimenn eindregið hvattir til að veiða eingöngu geldar kýr. Er í þessu sambandi bent á hlutverk og skyldur leiðsögumanna við að aðstoða og leiðbeina veiðimönn­ um við val á bráð. Þá eru vetur­ gamlir tarfar alfriðaðir og mið­ ast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri. Óheimilt er að veiða kálfa,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimilda. mm Heimilt verður að fella 1.021 hreindýr Helsti galli hvað ég er löt í eldhúsinu Íþróttamaður vikunnar Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta­ manna úr alls konar íþróttum á öll­ um aldri á Vesturlandi. Íþrótta­ maður vikunnar að þessu sinni er körfuknattleikskonan Rebekka Rán frá Stykkishólmi. Nafn: Rebekka Rán Karlsdóttir Fjölskylduhagir? Í sambúð. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál eru íþróttir, hreyfing, heilsa og að ferðast. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Mæti í vinnuna, þar er ég að kenna íþrótt­ ir og sund. Svo fer ég að þjálfa körfubolta eða crossfit og svo mæti ég sjálf á körfuboltaæfingu. Þess á milli nýti ég tímann til þess að læra. Hverjir eru þínir helstu kost- ir og gallar? Mínir helstu kost­ ir myndi ég segja að væru dugnað­ ur í því sem ég tek mér fyrir hendi, en mínir helstu gallar er hvað ég er löt og léleg í eldhúsinu. Það vill til að kærastanum mínum finnst gam­ an að elda. Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi ca. 4­6 daga vikunnar, það fer eftir því hvenær það eru leikir. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Mín helsta fyrirmynd í körfu­ bolta var Kobe Bryant. Svo eru þrjár „legends” sem ég horfði mik­ ið upp til á yngri árum. Það eru Hildur Sigurðardóttir og systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnars­ dætur. Af hverju valdir þú körfu- bolta? Mér fannst körfubolti alltaf skemmtilegasta íþróttin sem ég æfði frá því ég byrjaði að æfa um 6 ára aldur. Ég æfði allar íþróttir sem hægt var að æfa í Hólminum og svo varð körfuboltinn fyrir valinu. Lík­ legast líka af því ég var best í þeirri íþrótt af þeim öllum. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Baldur Þorleifs. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Það sem mér þykir skemmtilegast er félagsskapurinn og hvað mað­ ur kynnist mörgum. Það sem mér þykir leiðinlegast er að tapa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.