Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 20228 Átta óku of hratt AKRANES: Myndavélabíll á vegum lögreglunnar var fyrir há­ degi á mánudaginn að mæla við Kirkjubraut þar sem hámarks­ hraði er 30 km. Af 153 ökutækj­ um voru átta kærð en mynd er tekin ef ökumenn fara hraðar en á 39 km hraða. Sektirnar fara þó ekki í partýsjóð lögreglunnar á Akranesi, heldur beint í ríkissjóð, þótt margir haldi annað. Sam­ kvæmt lögreglu þá fá um fjögur þúsund manns í hverjum mánuði sekt úr hraðamyndavélum að jafnaði á öllu landinu. -vaks Starfshópur um forvarnir LANDIÐ: Jón Gunnarsson inn­ anríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislög­ reglustjóra að leiða starfshóp um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kyn­ bundnu ofbeldi og áreiti. Aðrir í starfshópnum eru Guðfinnur Sig­ urvinsson verkefnastjóri, Hild­ ur Sunna Pálmadóttir frá dóms­ málaráðuneyti og Eygló Harðar­ dóttir hjá embætti ríkislögreglu­ stjóra. Skal hópurinn styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess, þar á meðal í formlegri þjónustu við þolendur kynferðisbrota. Starfshópurinn mun einnig standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbund­ ið ofbeldi í samfélaginu. Í vinnu hópsins verður hugað sérstaklega að viðkvæmum hópum fólks sem reynslan hefur sýnt að eru í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 22.-28. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 6 bátar. Heildarlöndun: 4.211.348 kg. Mestur afli: Venus NS: 2.644.353 kg í einni löndun. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu Grundarfjörður: 9 bátar. Heildarlöndun: 611.519 kg. Mestur afli: Viðey RE: 133.037 kg í einni löndun. Ólafsvík: 17 bátar. Heildarlöndun: 479.320 kg. Mestur afli: Valdimar GK: 68.077 kg í einum róðri. Rif: 14 bátar. Heildarlöndun: 567.331 kg. Mestur afli: Magnús SH: 62.926 kg í þremur róðrum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 140.959 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 140.959 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Venus NS – AKR: 2.644.353 kg. 23. janúar.. 2. Guðrún Þorkelsdóttir SU – AKR: 1.553.982 kg. 24. janúar. 3. Viðey RE – GRU: 133.037 kg. 26. janúar. 4. Akurey AK – GRU: 131.512 kg. 25. janúar. 5. Harðbakur EA – GRU: 72.858 kg. 27. janúar. -arg Síðastliðinn miðvikudag, 26. janú­ ar, voru rétt 80 ár frá fyrsta bæjar­ stjórnarfundinum á Akranesi en bærinn öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1942. Af því tilefni hélt bæjar­ stjórn Akraness sérstakan hátíðar­ fund síðdegis þar síðasta mánudag, en vegna sóttvarna fór hann fram í streymi. Á þessum áttatíu árum hef­ ur 21 bæjarstjórn setið við völd, en ein þeirra sat aðeins um nokkurra mánaða skeið þar sem ekki náðist niðurstaða um myndun meirihluta og var því kosið að nýju. Valgarður Lyngdal Jónsson, for­ seti bæjarstjórnar Akraness, minnt­ ist þess á fundinum 24. janúar að fyrsti bæjarstjórnarfundurinn á Akranesi hafi farið fram 26. janú­ ar 1942. Af þessu tilefni las hann úr fyrstu fundargerð bæjarstjórn­ ar. Sagði hann jafnframt að sér­ stakur hátíðarfundur bæjarstjórn­ ar verði haldinn síðar á þessu ári þegar aðstæður í samfélaginu bjóða upp á slíkt. Jafnframt er í undirbún­ ingi hjá menningar­ og safnanefnd ýmsir viðburðir í bæjarfélaginu á afmælisárinu og verða þeir kynnt­ ir síðar. mm Almennar fjöldatakmarkanir eru nú 50 manns, nándarregla einn metri, krár og skemmtistaðir mega hafa opið að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verið lengdur um tvær klukku­ stundir. Heimilt er að halda sitj­ andi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrð­ um. Takmarkanir í skólum eru að mestu óbreyttar. Þetta er megin­ inntak breytinga í reglugerð um samkomutakmarkanir sem tók gildi á miðnætti síðastliðinn föstu­ dag samkvæmt ákvörðun Willum Þórs Þórssonar heilbrigðiráðherra og kynnt var á blaðamannafundi á föstudaginn. Breytingar frá og með 29. janúar: • Almennar fjöldatakmarkan­ ir eru nú 50 manns í stað 10 áður. • Nándarregla fór úr 2 metrum í einn metra. • Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu. • Sund­, baðstöðum, líkams­ ræktarstöðvum og skíðasvæð­ um er nú heimilt að hafa opið með 75% afköstum. • Íþróttakeppnir eru áfram heimilar með 50 þátttakend­ um og áhorfendur leyfðir á ný. • Hámarksfjöldi í verslunum getur mest orðið 500 manns. • Skemmtistöðum, krám, spila­ stöðum og spilakössum er heimilað að opna á ný. • Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, er heim­ ilt að hleypa nýjum viðskipta­ vinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina á miðnætti. • Á sitjandi viðburðum er heim­ ilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skal eins metra nándar­ reglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki er þörf á hraðprófum. • Í skólum eru óbreyttar tak­ markanir, þó þannig að þær verða aðlagaðar framan­ greindum tilslökunum eftir því sem við á. Reglugerðin gildi í tæpar fjórar vikur til og með 24. febrúar. Drög að afléttingaráætl- un og forsendur hennar Í minnisblaði sínu lagði sóttvarna­ læknir fram áætlun að afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða sem hann telur rétt að gera í skrefum. Sóttvarnalæknir áréttar að með­ an á afléttingum stendur megi bú­ ast við að samfélagssmitum muni fjölga tímabundið sem geti bæði haft þau áhrif að þeim sem veik­ ist alvarlega fjölgi en jafnframt geti starfsemi margra fyrirtækja rask­ ast vegna veikinda starfsmanna. Neyðarástand geti því skapast á mörgum vinnustöðum sem krefjist sérstakra úrræða og fyrirtæki þurfi að vera undir það búin að starfa í einhvern tíma með skertu vinnu­ afli. Mikilvægt sé að hafa í huga að faraldrinum ljúki ekki hér á landi fyrr en gott samfélagslegt ónæmi hafi skapast, sem gæti náðst eftir tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir telur, að þessu framanröktu, skyn­ samlegt að miða við að um miðjan mars 2022 verði öllum takmörkun­ um aflétt svo fremi sem núverandi forsendur haldi, þ.e. ekki komi upp ný afbrigði veirunnar og aukning verði ekki á alvarlegum veikind­ um sem valdi of miklu álagi á heil­ brigðiskerfið eða of mikil veikinda­ forföll starfsmanna verði í ýms­ um fyrirtækjum sem skapi neyðar­ ástand. Heilbrigðisráðherra og ríkis­ stjórnin munu hafa afléttingaráætl­ unina til hliðsjónar vegna næstu afléttinga og verður staðan metin reglulega, einkum álag á heilbrigð­ iskerfið, og verður brugðist við í samræmi við stöðuna. Það getur þýtt að ráðist verði fyrr í afléttingar en áætlunin gerir ráð fyrir eða þeim frestað ef forsendur breyt­ ast, svo sem vegna nýrra afbrigða veirunnar. mm Akraneskaupstaður er 80 ára Þeir tóku vígreifir afmælis- sönginn; f.v. Jói, Simmi, Siggi Palli og Sævar Freyr. Veislutertur fóru á stofnanir bæjarins á afmælisdeginum. Hér mundar Sævar Freyr bæjarstjóri sig til að skera í kökuna á bæjarskrifstofunum. Létt verður á takmörkunum í áföngum á 6-8 vikum Notið lífsins. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.