Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 16
Ef til sameiningar kemur þarf að gera nýtt aðalskipu-
lag og samræma áherslur sem þar birtast. Ekki er
von á miklum breytingum í málaflokknum þar sem
bæði sveitarfélög hafa reynslu af skipulagi í dreifbýli
og áherslur eru svipaðar.
Tækifæri eru til að styrkja stjórnsýslu um skipulags-
og umhverfismál og auka fagmennsku.
Tækifæri eru í stefnumörkun í umhverfismálum og
ferðaþjónustu. Sameiginlegar áherslur sveitarfélag-
anna varðandi atvinnulíf og samfélagið í heild sinni
eru markaðar í Svæðisgarðinum Snæfellsnesi og
Svæðisskipulagi Snæfellsness. Unnið er að því að fá
svokallaða „biosphere“ vottun frá UNESCO sem
skapar mikil tækifæri.
Skipulags- og umhverfismál
Fjárhagsleg viðmið
Skuldahlutfall sameinaðs sveitarfélags árið 2020 var 70,9% og
uppsafnaður rekstrarafgangur til þriggja ára 617 m. kr.
Sameinað sveitarfélag stenst því bæði jafnvægis- og
skuldareglu og hefur gert það síðustu þrjú árin.
Fjárfestingargeta í sameinuðu sveitarfélagi yrði góð, sérstak-
lega með tilkomu sameiningarframlaga. Við sameiningu
sveitarfélaganna myndu eignir reiknaðar á íbúa í Eyja- og
Miklaholtshreppi aukast um 1.350 þús. kr. en skuldir og
skuldbindingar á íbúa aukast um 900 þús. kr.
Sameiningarframlög
Verði af sameiningu sveitarfélaganna mun Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga veita um 593 m. kr. framlag til nýs sveitarfélags
til að bæta þjónustu og mæta kostnaði við breytingarnar.
Fjármál
Skólasamfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi er sammála
um að útmá hreppamörk og byggja sameiginlega upp
öflugan dreifbýlisskóla á góðum grunni Laugargerðisskóla
og Lýsudeildar GSNB. Nýr skóli verði með skýra stefnu,
nýti fjölbreytta kennsluhætti sem taki mið af staðháttum
og sinni af metnaði þörfum nemenda á leik- og
grunnskólastigi í skólahverfinu.
Hafin er vinna við að móta skólastefnu til framtíðar og
velja nýjum skóla stað til skemmri og lengri tíma. Áætlað
er að sú þróunarvinna haldi áfram skólaárið 2022-2023, en
stefnt er að sameiningu skólanna frá og með næsta
skólaári haustið 2022.
Mikilvægt er að nálgast breytingar af auðmýkt og vinna
hana í nánu samráði við bæði notendur og starfsfólk
skólanna enda mikill mannauður í því góða starfsfólki sem
starfar í skólunum. Ekki stendur til að fækka starfsfólki og
verði sameiningin samþykkt yrði öllum starfsmönnum
boðið að starfa hjá sameinuðu sveitarfélagi.
Skólastarf
Sameining sveitarfélaganna skapar tækifæri til að byggja
upp góðan dreifbýlisskóla með skýra stefnu og framtíðarsýn.
Tækifæri eru til að styrkja stjórnsýslu um skipulags-
og umhverfismál og auka fagmennsku
Sameinað sveitarfélag myndi standast meginreglu um ábyrga
fjármálastjórnun og hafa gott svigrúm til fjárfestinga.
KR KR