Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 20222 573 í sóttkví og einangrun VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi birti síðdegis á mánudaginn samantekt um fjölda smitaðra af Covid­19 og í sóttkví í landshlutanum. Líkt og búist hafði verið við í kjöl­ far tilslakana á sóttvörnum hef­ ur fjölgað bæði í einangrun og sóttkví; voru alls 573 á Vestur­ landi; 241 í sóttkví og 332 í ein­ angrun. Langmest fjölgun hafði orðið í heilsugæsluumdæmun­ um á Akranesi og Borgarnesi. Á Akranesi voru 177 í einangrun og 145 í sóttkví; í Borgarbyggð 121 í einangrun og 73 í sóttkví; í Snæfellsbæ 16 í einangrun og fimm í sóttkví; í Grundarfirði níu í einangrun og 14 í sóttkví; í Stykkishólmi sjö í einangrun og tveir í sóttkví og loks í Dölum tveir í einangrun og aðrir tveir í sóttkví. -mm Að nýju í formannsslag LANDIÐ: Líkur eru á að hressilega verði tekist á í bar­ áttunni um formennsku í Efl­ ingu stéttarfélagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér for­ mennsku í félaginu á síðasta ári, ætlar nú að gefa kost á sér að nýju til formennsku í félaginu. Hún segir fjölda áskorana frá félagsmönnum ástæðu þess að hún ætli fram að nýju. Tvö önn­ ur hafa tilkynnt um framboð; Ólöf Helga Adolfsdóttir núver­ andi varaformaður stjórnar og Guðmundur Baldursson stjórn­ armaður í félaginu. Kosningu um formanninn lýkur 15. febr­ úar nk. -mm Verðbólgudraug- ur bærir á sér LANDIÐ: Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7% samkvæmt neysluvísitölu Hag­ stofunnar. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil hér á landi í ára­ tug. Gert er ráð fyrir að Seðla­ banki Íslands hækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunardegi sem er 9. febrúar næstkomandi, en stýrivextir eru tvö prósent í dag. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósentustig milli des­ ember og janúar. Það er áfram­ haldandi þensla á húsnæðis­ markaði sem áfram kyndir und­ ir verðbólgunni því án húsnæð­ isliðar mælist verðbólgan 3,7% síðustu tólf mánuði. -mm Þakplötur að fjúka AKRANES: Björgunarfélag Akraness var kallað út á þriðju­ dag í liðinni viku til að aðstoða vegna foks á þakplötu og klæðn­ ingu á húsi á Vallholti. Sama dag fauk klæðning á húsi við Vesturgötu, björgunarsveitin kom á staðinn og negldi klæðn­ inguna á aftur. -vaks Undanfarna daga hefur víða ver- ið hálka á götum og því um að gera að fara ofur varlega í þeim aðstæðum. Gangandi vegfar- endur eiga það á hættu að fljúga á hausinn á svellinu og það er aldrei skemmtilegt. Þá þurfa ökumenn einnig að vara sig og aka hægar því hálkan er stund- um ekki sjáanleg á götum eða á vegum úti og þá geta óhöpp átt sér stað. Sérstaklega þurfa öku- menn að gæta að sér nálægt skólum og íbúðahverfum því börnin geta verið annars hugar oft á tíðum á leið sinni í og úr skóla. Á fimmtudag gengur í norðan 10-18 m/s með snjókomu eða éljum, en þurrt að kalla verð- ur á sunnanverðu landinu. Frost 3 til 9 stig. Á föstudag má bú- ast við norðvestan 8-15, hvassast með austurströndinni. Léttskýj- að sunnan heiða, en él á Norð- ur- og Austurlandi. Hægari vind- ur og styttir upp um kvöldið. Áfram kalt í veðri. Á laugardag og sunnudag er gert ráð fyr- ir breytilegri átt og snjókomu með köflum eða éljum í flestum landshlutum. Frost 3 til 10 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ertu að fylgj- ast með EM í handbolta?“ 41% sagði „Já en bara með leikjum Íslands,“ 35% sögðu „Já, horfi á flesta leiki“ og 24% sögðu „Nei, hef engan áhuga á handbolta.“ Í næstu viku er spurt: Hvaða fisk finnst þér best að borða? Í gær, þriðjudaginn 1. febrú- ar, voru 45 ár liðin frá því Borg- nesingurinn Þorsteinn Eyþórs- son byrjaði í sorpbransanum, en hann var aðeins 22 ára gamall þegar hann bauð í sorphreinsun í Borgarnesi og fékk verkefnið. Undanfarin ár hefur hann starf- að hjá Sorpurðun Vesturlands í Fíflholtum. Steini, eins og hann er alltaf kallaður, er Vestlending- ur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Eitt stærsta verkefni í vegagerð sem nú er í gangi um vestanvert landið er lagning nýs Þverárhlíðarvegar (522) Inga Sæland og aðrir þingmenn Flokks fólksins fluttu í síðustu viku tillögu til þingsályktunar á Alþingi um skattleysi launatekna undir 350.000 kr. og 350.000 kr. lágmark til framfærslu lífeyrisþega. Tillagan er eitt forgangsmála Flokks fólksins og hefur verið eitt helsta baráttu­ mál hans á Alþingi undanfarin ár. Í tillögunni felst að fjármála­ og efnahagsráðherra verði falið að leggja fram lagafrumvarp fyrir árs­ lok 2022 sem kveði á um að tekinn verði upp fallandi persónuafsláttur þannig að skattleysismörk verði við 350.000 krónur og að persónuaf­ sláttur falli niður með sveigðu ferli við ákveðin efri mörk. Einnig að breytingar verði gerðar á skiptingu útsvars og tekjuskatts af skattstofni til að jafna tekjuáhrif vegna hækk­ unar skattleysismarka á milli ríkis og sveitarfélaga. Loks að fullur ör­ orkulífeyrir, endurhæfingarlífeyrir og ellilífeyrir tryggi lífeyrisþegum 350.000 kr. í ráðstöfunartekjur, á mánuði, skatt­ og skerðingarlaust. mm Dalabyggð auglýsir félagsheimilið Árblik í Dölum til leigu, en þetta kom fram á vefsíðu sveitarfélags­ ins. Þar segir að rekstur í Árbliki sé spennandi verkefni fyrir hug­ myndaríkan og nýjungagjarnan einstakling og frábært tækifæri fyr­ ir núverandi íbúa eða þann sem vill breyta til og búa í vinalegu sveitar­ félagi sem er margrómað fyrir kyrrð og náttúrufegurð. Tegund rekstrar/þjónustu sem verður í Árbliki er í höndum rekstraraðila og býður húsið upp á möguleika fyrir sýningarrými, við­ burðaaðstöðu, vinnustofur og/eða veitingasölu svo eitthvað sé nefnt. Árblik er félagsheimili staðsett í Miðdölum, um 130 km frá Reykja­ vík og 14 km frá Búðardal. Húsið er vel stórt, á tveimur hæðum og fyrir utan er að finna tjaldsvæði. Gert er ráð fyrir að samið verði um leigu til þriggja ára með möguleika á framlengingu um tvö ár til viðbótar. vaks Breyttur og betri vegur lagður um Kleifarnar í Borgarfirði. Endurbyggður er veg­ urinn frá Hvítársíðu og að Högna­ stöðum í Þverárhlíð en leiðin er hálfur níundi kílómetri að lengd og 6,3 metrar á breidd. Í verkinu felst því töluvert mikil breikkun vegarins sem þó er að mestu lagður í gamla vegstæðinu. Mestar breytingar eru þar sem vegstæðið fer yfir Kleifarn­ ar, þar sem vegurinn liggur hæst í landinu á móts við afleggjarann að Sleggjulæk og Ásbjarnarstöðum. Gamli vegurinn lá þar í sveigum og skorningum meðfram klettum sem nú hafa verið teknir niður að stór­ um hluta, grjótið úr þeim unnið og það notað í fyllingar og burðarlag nýja vegarins. Það er Borgarverk sem er verktaki í þessari vegagerð og er verkstjóri Valdimar Guðmundsson. Sjálf­ ur er hann fæddur og uppalinn á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstung­ um. Aðspurður kveðst hann stoltur af að koma að svona skemmtilegu verki í heimabyggð, en þarna seg­ ist hann í gamansömum tón fyrst og fremst vera að leggja splunkunýjan afleggjara heim til Þórðar bróður, sem býr myndarbúi á Gunnlaugs­ stöðum. Ljóst er að nýr Þverárhlíðarveg­ ur verður einn af breiðari og betri vegum í landshlutanum enda er við allar vegaframkvæmdir í dag farið eftir evrópskum stöðlum um veg­ breidd og umferðaröryggi. Hafist var handa við þessar framkvæmd­ ir síðasta sumar en uppbyggingu vegarins á að verða lokið í júlí og frágangi í kringum réttir í haust. mm Fluttu tillögu um skattleysis- mörk og lágmarks lífeyri Félagsheimilið Árblik í Dölum. Ljósm. dalir.is Félagsheimilið Árblik boðið til leigu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.