Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 17
Lagt er upp með sambærilegt nefndarkerfi og núverandi stjórnskipulag Snæfellsbæjar með sjö fulltrúum í sveitarstjórn. Samlegð liggur fyrst og fremst í skrifstofuhaldi og hagræðingu í aðkeyptri sérfræðiþjónustu. Tillaga að skipuriti Stjórnsýsla Sameining sveitarfélaganna skapar tækifæri til að byggja upp góðan dreifbýlisskóla með skýra stefnu og framtíðarsýn. Tækifæri og áskoranir eru við það að ákvarðanataka færist fjær íbúum en ákvarðanataka getur orðið faglegri en í nándinni. Að mati nefndarinnar felast tækifæri í að auka beina þátttöku íbúa á stefnumótun, auka samstöðu íbúa í dreifbýli um sína hagsmuni og skapa sterkari stöðu fyrir mögulegar frekari sameiningar í framtíðinni. Breiðablik er hliðið inn á Snæfellsnesið, en samstarfsnefnd leggur til að þar verði virk starfsemi stjórnsýslu sameinaðs sveitarfélags. Fimm fulltrúar eru í hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps og jafn margir til vara og fastanefndir eru sex. Í bæjarstjórn Snæfellsbæjar eru sjö fulltrúar og jafn margir til vara. Fastanefndir eru 11 auk ungmennaráðs. Ein helsta framtíðaráskorun sveitarfélaganna, hvort sem af sameiningu verður eða ekki, verður að mæta auknum kröfum um rafræna stjórnsýslu og skjalavörslu. Samstarfsnefnd leggur áhersla á skilvirka og faglega stjórnsýslu í sameinuðu sveitarfélagi. Mynd: Tillaga að myndrænu stjórnskipuriti Bæjarstjórn Bæjarstjóri Bæjarráð Fræðslumál Félagsþjónusta og tómstundir Íþrótta- og æskulýðsmál UngmennaráðUngmennaráð Umhverfis- og skipulagsmál Hafnamál Atvinnumál Landbúnaðar - og fjallskilamál Yfirkjörstjórn Öldungaráð Skrifstofa Fjármál Launa- og mannauðsmál Markaðs- og upplýsingamál Lögfræði og persónuvernd Stafræn stjórnsýsla Atvinnumál Samstarfsverkefni Menningarmál og félagsheimili Skólamál Íþróttamál Félagsþjónusta Málefni fatlaðs fólks Málefni útlendinga Málefni eldra fólks Dvalarheimili Æskulýðsmál Frístundir og forvarnir Stjórnsýsla- og fjármál Fjölskyldumál Skipulagsmál Umhverfismál Byggingamál Framkvæmdir og viðhald Eignaumsýsla Veitur Umferðar- og samgöngumál Áhaldahús Tæknimál Slökkvilið Hafnamál

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.