Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
9.995.- / St. 27-35
Vnr. S-400600L-BBLM
9.995.- / St. 27-35
Vnr. S-401650L-NVBL
9.995.- / St. 27-35
Vnr. S-302321L-BKMT
9.995.- / St. 27-35
Vnr. S-302321L-LVMT
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
Skechers ljósaskór
SKECHERS
„Í landinu hér leynist glettilega
mikið líf,“ segir Björn Hjaltason
náttúrufræðingur. Hann var um
síðustu helgi á útkíkki í Meðallandi
og fylgdist þar með fuglum og
öðru kviku í náttúrunni. Blaðamað-
ur hitti Björn í mólendinu fyrir
neðan Bakkakotsbæina svo-
nefndu, hvar hann staðsetti sig á
fyrirfram ákveðnum punkti þar
sem útsýni er ágætt. Þeir Björn,
Jóhann Óli Hilmarson og Alex Máni
Guðríðarson hafa með höndum að
rannsaka fuglalíf á þessum slóð-
um. Allar upplýsingar um slíkt
þurfa að liggja fyrir vegna mats á
umhverfisáhrifum, komi til þess
að vindmyllur verði reistar á þess-
um slóðum eins og áform eru um.
„Síðustu tvö árin höfum við ver-
ið reglulega í mólendinu hér við
rannsóknir. Erum þá í ákveðinn
daga- og stundafjölda á hverjum
stað fyrir sig hér í mólendinu en út
frá slíkum forsendum eru mæl-
ingar gerðar. Innan tíðar munum
við svo færa okkur sunnar og niður
á sandana niður við sjó,“ segir
Björn.
Í móum Meðallands er mikið um
til dæmis óðinshana, spóa og
lóuna með sitt dirrindí. Einnig sést
þar kjói og svo skúmurinn, sem
segja má að sé einkennisfugl
sandanna á suðaustanverðu land-
inu. Einnig sjást á þessum slóðum
álftir og gæsin er áberandi á
haustin.
„Hér er margt að sjá og vinnan
er skemmtileg, en inntak hennar
er í raun að halda athygli og fylgj-
ast vel með. Skrá niður upplýs-
ingar sem verða mikilvægar þegar
kemur að því að taka ákvarðanir
um orkunýtingu á þessu svæði,“
segir náttúrufræðingurinn.
Í landinu leynist mikið líf
ÓÐINSHANINN OG LÓA Í MÓA
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fuglatalning Björn Hjaltason náttúrufræðingur var á besta staðnum með kíkinn.
skurðum sem byrjað var að grafa ár-
ið 1953. Seinna var hér grafið til
framræslu í því skyni að þurrka land-
ið. Fram á sandana er þannig veitt
vatni með áburði og náttúrulegum
efnum. Árangur af því er mjög góð-
ur,“ segir Sigursveinn og bætir við:
„Áður en skurðirnir komu fór
láglendi hér stundum nánast á kaf og
á vetrum þegar frysti var svell um
jarðir sem laus sandur fauk eftir.
Þetta var vítahringur gróðureyð-
ingar, sem blessunarlega tókst að
brjóta upp. Mér finnst gaman að sjá
hvað gróður hér dafnar, en slíkt hef-
ur gert landið mjög verðmætt.“
„Tilvalið fyrir vindorkugarð“
Landgæði skapa möguleika. Við
bæinn Sandhól í Meðallandi eru
ræktaðir hafar, bygg og repja. Einn-
ig er þar nautgripabúskapur og
nytjaskógrækt. Hestamenn líta
sömuleiðis til þessa svæðis í um-
svifum sínum og sama gera spekúl-
antar sem vilja virkja vindinn. Hluta-
félagið Cair áformar að segja upp
vindorkugarð í landi Grímsstaða og
leigir jörðina af Sigursveini bónda.
Orkan sem framleiða mætti á þess-
um slóðum gæti verið um 135 MW.
Drög að mati á umhverfisáhrifum
orkuvers liggja fyrir. Samkvæmt
þeim gögnum er svæðið „… tilvalið
fyrir vindorkugarð þar sem um er að
ræða flatt svæði, fjarri fjöllum og
skjóli og því vindasamt“.
Að mörgu er þó að hyggja ef
virkja skal og sérstaklega þarf að líta
eftir fuglalífi. „Að mínu mati hentar
afar vel að reisa vindmyllur á þessum
slóðum,“ segir Sigursveinn á Lyng-
um. Hann vísar þar til veðurathug-
ana sem gerðar hafa verið fram við
sjó við Skarðsfjöruvita. Þarna er jafn
og stöðugur vindur. Á hverjum 100
klukkustundum er logn í fjórar!
Skarðsfjara og Gullsandur
Skarðsfjara er nefnd eftir
kirkjustaðnum Skarði í Meðallandi,
sem til var fyrir öldum en sandfok
lagði í auðn. Kirkjan átti ítök og
margvíslegar nytjar þarna við sjó-
inn, samanber máltækið um að þetta
og hitt reki á fjörurnar. Gengið á
reka, er orðalag af sama meiði.
Skipsströnd hér voru líka tíð
fyrr á tímum. Frá síðustu árum 19.
aldar og fram undir lok þeirrar 20.
eru skráðar heimildir um nærri 100
skip sem þarna fóru upp í fjöru og
grófust flest í sandinn. Vitinn þarna,
stór járngrind með ljóshúsi efst sem
reist var um 1960, var því ómissandi
fyrir sjófarendur.
Úr byggð liggur vegslóði að
Skarðsfjöruvita þar sem á kafla er
ekið um sanda sem vatnsgljá flæðir
yfir. Þegar nær fjöru kemur er þrætt
milli melgresishóla. Umhverfi þetta
er ævintýralegt að sjá og upplifa, en
það þekkja sjálfsagt einhverjir úr
bíómyndinni Gullsandur eftir Ágúst
Guðmundsson. Myndin, sem var
gerð árið 1984, er að mestu leyti tek-
in upp þarna. Inntak hennar er ein-
hverskonar ádeila eða skop um
Varnarliðið og umsvif þess á Íslandi
og leitina eilífu á Skeiðarársandi að
gullskipinu fræga, Het Wapen van
Amsterdam. Sá barkur er ófundinn
enn og víst er að ekki er allt gull sem
glóir. Verðmætin geta falist í mörgu
öðru og hver veit hvað framtíðin ber í
skauti sér í Landbroti og Meðallandi.
Langholt Sveitakirkjan er hvítmáluð með rauðu þaki í hefðbundnum ís-
lenskum stíl, reist árið 1863. Er vel við haldið og setur svip sinn á svæðið.
Skarðsfjöruviti Leiðarljós í fjör-
unni þar sem skipsströnd voru tíð.
Akur Guli liturinn táknar von, segir Biblían, og hér gætu leynst miklir möguleikar. Við Efri-Ey
er stunduð repjurækt en úr þeirri jurt fæst olía sem nýtist til steikingar og sem eldsneyti á tæki.
Melhóll Gamla íbúðarhúsið má muna sinn fífil fegri. Forðum daga var þarna starfrækt kram-
vörubúð og bærinn var ákveðinn miðpunktur í Leiðvallahreppi, eins og sveitin hét forðum daga.