Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Í oft og tíðum rugl- ingslegri umræðu um sjávarútveginn hafa margir lagt lykkju á leið sína til þess að halda því fram að hagnaður og afkoma fyrirtækja þar sé önn- ur og betri en þekkist í íslensku samfélagi. Það geri síðan fyrirtækjum í sjávarútvegi kleift að kaupa „upp“ aðrar at- vinnugreinar. Ekkert er fjær lagi, því fyrirtæki í sjávarútvegi eru ekki með betri afkomu en gengur og ger- ist og arðsemi þar er síst meiri en við eigum að venjast á íslenskum fyrirtækjamarkaði. Því miður, ligg- ur mér við að segja, en sem betur fer eru mörg fyrirtæki í sjávarútvegi vel rekin og skila góðri afkomu þó þau starfi í mjög krefjandi umhverfi þar sem alþjóðleg samkeppni er hörð á sama tíma og þau þurfa sífellt að laga sig að breytingum sem lúta að grunnþáttum greinarinnar. Framlegð sjávarútvegs byggist ekki á fákeppni Í síðustu grein minni hér í Morg- unblaðinu sýndi ég fram á að sam- þjöppun er til þess að gera lítil í sjávarútvegi. Í framhaldi af því er rétt að horfa til afkomu sjávarút- vegsfyrirtækja eins og hún birtist í sömu gögnum og stuðst var við þá. Þá er mikilvægt að horfa á mismun- andi atvinnugreinar. Hér berum við saman nokkra atvinnugreinaflokka Hagstofunnar (ISAT) eins og vatnsveitur, rafmagnsframleiðslu, fjármálastarfsemi, tryggingarfélög, mann- virkjagerð, fjarskipta- félög, sjávarútveg, alla smásölu, heildverslun og byggingu húsnæðis. Ef við síðan berum saman nokkrar lyk- ilstærðir, eins og fram- legð og ávöxtun eigin fjár, þá fáum við upp þá mynd sem hér fylgir. Hún sýnir okkur að hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja byggist á um 14% ávöxtun eigin fjár og 25% framlegð. Því hærri sem framlegðin er því meira er greitt í auðlindagjald, því þriðjungur fram- legðar útgerðar fer til greiðslu auð- lindagjalds. Afkoma áranna 2020 og 2021 var sérstaklega góð í sjávar- útvegi. Þessi mynd er byggð á skoðun á ársreikningum um 900 félaga frá ár- unum 2020 og 2021. Þannig hlýtur að vekja athygli að vatnsveitur og raf- magnsframleiðsla eru með góða framlegð þótt ávöxtun eigin fjár sé ekki há. Bankar og tryggingarfélög eru sömuleiðis með háa framlegð en einnig góða ávöxtun af eigin fé. Get- ur það tengst því að þarna eru til þess að gera fá fyrirtæki (oft aðeins þrjú) að starfa á umræddum mark- aði? Sambærileg arðsemishlutföll og í mannvirkjagerð Það er óhætt að segja að afkoman í sjávarútvegi sé síður en svo einstök og satt best að segja ekkert sérstök. Við sjáum einnig af myndinni að það eru svipuð arðsemishlutföll í sjávar- útvegi og mannvirkjagerð þó að markaðshlutdeild í sjávarútvegi sé dreifðari. Í því sambandi væri án efa áhugavert að skoða hinar miklu sveiflur í afkomu sjávarútvegsfyrir- tækja samanborðið við afkomu ann- arra greina fyrir fleiri ár en þessi tvö sem hér eru undir. Fáar atvinnu- greinar búa við jafnmiklar ytri áskoranir og sjávarútvegurinn eins og áður sagði. Einnig verður að horfa til þess að nútímasjávarút- vegur kallar á meiri fjárfestingu en margar aðrar starfsgreinar, nema hugsanlega rafmagnsframleiðsla. Frystitogari kostar meira en vöru- skemma eða skrifstofur utan um tryggingastarfsemi, svo dæmi séu tekin. Þegar vel veiðist eru margir uppteknir af aflatölum og aflaverð- mæti eins og við þekkjum af lax- veiðimönnum. En þegar ekkert fiskast þegja flestir. Allir græða þegar vel gengur Ef fyrirtækjum í sjávarútvegi tekst að bæta afkomu sína, þá græð- ir þjóðin í formi hærri auðlinda- gjalda, aukinna skattgreiðslna og vaxandi gjaldeyristekna. Mikilvægt er að stjórnmálamenn átti sig á því og stuðli að bættum leikreglum þannig að afkoma sjávarútvegsfyr- irtækja verði enn betri. Jafnframt getum við bætt enn frekar í og flutt út okkar þekkingu á rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja og aðstoðað aðrar þjóðir við að reka sinn sjávarútveg á hagkvæman hátt. Það gerist ekki með því að dreifa ósannindum um stöðuna eða fara í tilraunastarfsemi og breytt rekstrarform þegar það fyrirkomulag sem við vinnum eftir er nú þegar álitið það besta í heimi af flestum sem til þekkja. Eftir Svan Guðmundsson »Ef fyrirtækjum í sjávarútvegi tekst að bæta afkomu sína, þá græðir þjóðin í formi hærri auðlindagjalda, aukinna skattgreiðslna og vaxandi gjaldeyris- tekna. Svanur Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. og sjávarútvegs- fræðingur. svanur@arcticeconomy.com Villandi umræða um ofurhagnað sjávarútvegsins Framlegð, hagnaður af eigið fé og fjöldi fyrirtækja 80/20* Skv. ársreikningum árin 2020 og 2021 Vatnsveita Rafmagnsfram- leiðsla Bankar, fjár- málafyrirtæki Skaða- tryggingar Sjávarútvegur Mannvirkjagerð Fjarskipti Smásölu- verslun Heildverslun Bygging húsnæðis 36% 14% 11% 11% 11% 14% 62% 48% 35% 28% 25% 21% 19% 9% 8% 8% 1 3 3 3 22 13 3 14 43 45 3% 5% 12% 16% *Fjöldi fyrirtækja með 80% veltu hvers Isat-flokks Framlegð (%) Hagnaður af eigið fé (%) Fjöldi fyrirtækja sem samtals eru með 80% af veltu í flokki* Tollhúsið Náðugur dagur í skjóli mósaíkmyndar Gerðar Helgadóttur af mestu verstöð landsins, en þar hefur verið komið fyrir steyptri stétt í stað malbikaðra bílastæða. Hákon Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.