Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir við fyrirhugaðan Sæ- brautarstokk munu hafa í för með sér umtalsverða röskun hjá fyrir- tækjum sem eru með starfsemi í húsum austan megin við Sæbraut. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg og Veitur áform um að leggja Reykjanesbraut/ Sæbraut (41) í stokk frá Vestur- landsvegi í norðurátt til móts við Húsasmiðjuna, alls rúmlega einn kílómetra. Vegurinn verður með tveimur akreinum í hvora aksturs- stefnu í tvískiptum stokk með flótta- rými á milli hluta. Verkefnið er hluti samgöngusáttmála ríkis og sveitar- félaga. Áætlað er að framkvæmdin taki tvö ár og er vonast til að stokk- urinn verði tilbúinn til notkunar fyrri hluta árs 2027. Vegna fyrirhugaðra framkvæmda sendi Vegagerðin umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar bréf hinn 1. júlí síðastliðinn. Þar seg- ir m.a.: „Ljóst er að vegna fram- kvæmdanna verður þörf á að leggja bráðabirgðaveg, samsíða Sæbraut, sem þjónar almennri umferð á með- an á framkvæmdum stendur. Á þessu stigi er helst horft til þess að bráðabirgðavegurinn verði lagður austan megin við fyrirhugaðan stokk, á svæðinu milli núverandi Sæ- brautar og Dugguvogs.“ Ennfremur segir í bréfinu að á þessu svæði séu nú hús og í þeim fyrirtæki í fullum rekstri. Lóðirnar eru; Skektuvogur 1, Súðarvogur 2E-F, Dugguvogur 42, Dugguvogur 44, Dugguvogur 46, Dugguvogur 48- 50, Dugguvogur 52, Knarrarvogur 2 og Knarrarvogur 4. Í sumum húsanna er engin starfsemi en í öðr- um eru skráð allt að 20 fyrirtæki. Leita þarf til lóðarhafa „Vegna þess hvað undirbúningur verksins er kominn stutt eru enn margar breytur óljósar en fram- kvæmdaraðilar hafa boðið út vinnu við mat á umhverfisáhrifum og for- hönnun stokksins,“ segir í bréfi Vegagerðarinnar. Einnig sé að hefj- ast vinna við deiliskipulag svæðisins hjá Reykjavíkurborg. „Vegagerðin hefur þess vegna ákveðið að senda þetta erindi til Reykjavíkurborgar þar sem farið er fram á að Reykjavíkurborg leiði saman lóðarhafa og Vegagerðina ef einhverjar óskir koma fram um skipulags- og/eða leyfismál á svæð- inu, t.d. um útgáfu byggingarleyfa, gerð nýrra lóðarleigusamninga, rekstrarleyfa o.þ.h. Farið er fram á að erindi lóðarhafa varðandi skipu- lags- og leyfismál verði send Vega- gerðinni til umfjöllunar og umsagn- ar þ.a. ekki verði árekstrar við vænt- anlegar framkvæmdir.“ Jafnframt vekur Vegagerðin at- hygli á að huga þurfi tímanlega að skipulagsmálum og öðrum nauðsyn- legum ráðstöfunum vegna aðliggj- andi eigna vestan megin við fyrir- hugaðan stokk, bæði á fram- kvæmdatíma og rekstrartíma Sæ- brautarstokks. Einkum er bent á fasteignirnar Barðavog 40, 42 og 44 og Snekkjuvog 23. Vegagerðin muni hafa forgöngu um viðræður við lóðarhafa og er mælst til þess að erindum varðandi skipulags- og leyfismál á þessu svæði sem og almennum fyrir- spurnum lóðarhafa og íbúa á svæð- inu verði vísað til verkefnastjóra hjá Vegagerðinni. Í lok júní sl. var kynnt matsáætl- un vegna fyrirhugaðs vegstokks á Sæbraut/Reykjanesbraut í Reykja- vík. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk. Útbúin verða mislæg gatnamót við Klepps- mýrarveg. Gera má ráð fyrir að að- laga þurfi rampa á mislægum gatna- mótum Sæbrautar og Vestur- landsvegar þegar Sæbrautin er lækkuð, segir í verklýsingu. Mestur ávinningur af stokk Árið 2019 var unnin greining á valkostum á Sæbraut/Reykjanes- braut. Þar voru settar fram mögu- legar lausnir á umferðarskipulagi brautarinnar milli Stekkjarbakka og Holtavegar, bæði til skemmri og lengri tíma með tilkomu Sunda- brautar. Meginmarkmið verkefn- isins var að finna lausnir fyrir um- ferð bíla á Sæbraut/Reykjanesbraut sem samrýmast myndu framtíðar- þróun svæðisins þar sem m.a. voru teknar inn forsendur uppbyggingar á svæðinu og forsendur fyrir legu borgarlínu. „Niðurstaða greiningarinnar var að sviðsmynd með Sæbraut í stokk og mislæg gatnamót við Bústaðaveg og Skeiðarvog myndi gefa mestan ávinning ef litið er til framtíðar og bestu lausnina fyrir alla ferðamáta,“ segir m.a. í matsáætlun um verkið, sem unnin var af verkfræðistofunni Verkís. Almenningur getur kynnt sér matsáætlunina á vegagerdin.is. Röskun vegna vegastokks - Leggja þarf bráðabirgðaveg samsíða Sæbraut austan megin - Á þessu svæði eru mörg fyrirtæki í fullum rekstri - Sæbrautarstokkur verður kílómetri að lengd - Framkvæmdir standa yfir í tvö ár Morgunblaðið/sisi Sæbrautin Þröngt er víða milli götunnar og húsa austan megin. Sum hús ná að Sæbraut. Húsið t.v. er Dugguvogur 42 en þar eru skráð 20 fyrirtæki. H ei m ild :V eg ag er ð in G ru n n ko rt :V er kí s Fyrirhuguð lagning Sæbrautar í stokk S ke ið a rvo g u r M ik la b ra u t V e s tu rl a n d s v e g u r K le p p s m ý ra rv e g u r Sæbraut Stokkur frá gatnamótum við Vesturlandsveg og norður fyrir gatnamótin við Kleppsmýrarveg. Aðlögun á aðliggjandi götum. Úr matsáætlun » Meginmarkmið með gerð stokka er að auka umhverfis- gæði í aðliggjandi byggð og tengja betur saman hverfi sem eru aðskilin með umferðar- þungum stofnbrautum. » Stokkalausnir greiða götu borgarlínunnar, þar sem hún þarf að þvera stofnbrautir og bæta almennt skilyrði fyrir vistvæna ferðamáta. » Stokkalausnir tryggja einnig ný byggingarsvæði fyrir íbúðir og blandaða byggð og skapa skilyrði fyrir borgargötur með rólegu yfirbragði. » Mögulegt er að skapa ný al- menningsrými og útivistar- svæði á helgunarsvæðum stofnbrautanna. » Auðveldara verður að ná sátt um gatnamót helstu stofnbrauta borgarinnar. 18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Guðrún Sigríður Arnalds gsa@mbl.is Vísindamenn hjá Íslenskri erfða- greiningu hafa raðgreint erfðamengi 150 þúsund einstaklinga fyrir UK biobank. Hingað til hafa vís- indamenn beint sjónum sínum helst að erfðavísunum, en niðurstöður þessar leiddu í ljós mikilvægi þeirra svæða sem eru inn á milli þeirra. Greint var frá þessu í grein í tímarit- inu Nature í gær. Umrætt verkefni er stærsta rað- greiningarverkefni í heiminum til þessa. Raðgreint var erfðamengi 150.000 einstaklinga og tóku um 250.000 manns þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar varpam.a. ljósi á það að svæði inn á milli erfðavísanna séu mögulega mikilvægari í erfðamenginu heldur en vísarnir sjálfir, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Langstærstur hluti þeirra svæða sem þola verst breytingar, eru utan erfðavísanna og er því ekkert „rusl- DNA“ eins og menn töldu áður, heldur gegna mikilvægu hlutverki,“ segir Kári. Kallar á frekari rannsóknir Vísindamenn ÍE unnu jafnframt við að tengja þessa breytileika við sjúkdóma og aðrar svipgerðir, sem hægt var með skýrum hætti. Nú þurfi að skoða svæðin í smáatriðum. Kári segir niðurstöðurnar opna marga möguleika á ítarlegri rann- sókn á þessum svæðum: „Nú er kominn tími til að elta þessi svæði, en maður spyr sig hvað þessi svæði gera ef þau framleiða ekki prótín beint.“ Uppgötvun við raðgreiningu - Árangur metnaðarfyllsta raðgreiningarverkefnis í heimi Ljósmynd/Aðsend Erfðagreining Kári Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.