Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Vinsælu leikföngin fást hjá okkur Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is Hlaupahjól SPIDER-MAN Hlaupahjól Frozen Kolkrabbi Reversable 40 cm Forest friends Reversable 20 cm Plop up fidget Dino/Hvalur Plop up fidget Rainbow/Ice Stressbolti Multi - 7 cm Squeezy Skrímsli 10 cm Squidgy Monster Emoji boltar 6 teg. 15 cm Stressbolti 10 cm GOLF BIOM H4 32.995 kr. / St. 36-42 ÞÆGINDI Á VELLINUM MEÐ GORE-TEX VATNSVÖRN GOLF BIOM H4 29.995 kr. / St. 40-48 GOLF BIOM H4 32.995 kr. / St. 40-48 GOLF BIOM H4 29.995 kr. / St. 36-42 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS Skemmtilegasta söguskýringin á stofn- un íslenska þjóðveld- isins, og sú sem við segjum útlendingum, er sú að stoltir og sjálfstæðir víkinga- höfðingjar í Noregi hafi ekki viljað láta norskan konung kúga sig og því flúið yfir úf- ið haf til að festa ræt- ur í frjálsu landi, með viðkomu á Bretlandseyjum til að sækja vinnuafl. Þessi andi sjálf- stæðis, viljastyrks og dugnaðar hafi einkennt íslenska þjóð alla tíð síðan. „Við erum afkomendur víking- anna og tölum tungumálið þeirra,“ segjum við með stolti. „Þetta redd- ast,“ segjum við og reynum að út- skýra fyrir útlendingum hvað það þýði: Ekki of miklar óþarfa áhyggj- ur, enda þjóð á veðurbarinni eld- fjallaeyju sem þarf alltaf að vera tilbúin að bregðast við með stuttum fyrirvara. Viðbúnaður án tauga- veiklunar. Víkingar með varann á. Eins vel og þetta hljómar þá þarf því miður að leita lengi til að finna hið svokallaða víkingaeðli í dag. Ís- lendingar eru orðnir að þjóð reglu- verks og hjarðhegðunar. Veiru- tímar voru hér upplýsandi. Samfélagið snerist um að hlýða fyr- irmælum fólks sem vildi skerða at- hafna- og atvinnufrelsi almennings, klaga nágranna til lögreglu fyrir að hafa of marga gesti, ganga um með grímur við sem flest tækifæri, tak- marka félagslíf barnanna og sprauta sig með nýstárlegum efnum með takmarkaðar rannsóknir á bak við sig (í nafni vísindanna, auðvitað, sem lofuðu endalokum heimsfarald- urs í skiptum fyrir inngripin). Við leyfðum hárinu að vaxa og spikinu að hlaupa af því að veiran faldi sig í hárgreiðslustofum og líkamsrækt- arstöðvum en ekki áfengis- og mat- vöruverslunum. Nú eru þessir tímar sem betur fer afstaðnir (í bili) og fyrir aðdá- endur víkingaeðlisins hafa þeir ver- ið vonbrigði. En það er ljós í myrkrinu og skal hér nefnt dæmi. Þökk sé nokkrum íslenskum „víkingum“ er nú hægt að kaupa áfengi og sækja eða fá heimsent samdægurs án þess að versla við ríkisverslun. Löglega, að því er virðist. Frumkvöðlar kynntu sér hið íslenska og evrópska reglu- verk og sóttu sér túlkun á því sem gerði þeim kleift að fara í eins kon- ar störukeppni við yfirvöld: Hér er selt áfengi með nýjum hætti og hvað ætlar þú að gera í því? Þessir frumkvöðlar virðast ætla að hafa betur í störukeppninni og almenn- ingur þarf ekki að gera annað en njóta, þökk sé mönnum af þeirri gerð sem fellur vel að söguskýringu okkar um víkingana sem stofnuðu íslenska þjóðveldið. Okkur er alltof tamt að telja skrifaðar reglugerðir og orð mannvera í kjörnum og ókjörnum emb- ættum vera hinn heil- aga sannleika. Okkar eigin tilfinning fyrir réttu og röngu er látin víkja fyrir fyrirmælum annarra. Við tökum ólaunað að okkur hlut- verk njósnara og leyni- þjónustuaðila sem senda ábend- ingar á yfirvöld ef við sjáum brot á reglugerð. Við framfylgjum fyrir- mælum hins opinbera af mikilli samviskusemi og hrópum jafnvel á ókunnugt fólk ef við sjáum brot á ráðleggingum minnisblaða. Við tök- um lyf ef okkur er sagt að gera það, jafnvel án þess að spyrja um mögu- legar aukaverkanir af slíku. Nema auðvitað þegar við greið- um í reiðufé fyrir dekkjaskiptin, tökum með okkur meira áfengi í gegnum flugstöðina en skiltið segir til um og leyfum krökkunum að vera lengur úti að leika sér en lög- reglan segir að sé í lagi. Það örlar aðeins á víkingaeðlinu, þegar vel er að gáð. Haustið nálgast og nú þegar er byrjað að berja í trommur sótt- varnatakmarkana, í fyrstu hægt og rólega en sennilega sífellt harðar eftir því sem fyrstu haustlægðirnar nálgast. Tjaldborgir Þjóðhátíðar eru byrjaðar að rísa og fá sennilega að standa í ár, en þær hafa verið taldar mikil ógn við lýðheilsu al- mennings seinustu tvö ár. Það tekst kannski að klára sumarið án skerð- inga. En hvað gerir víkingaþjóðin svokallaða þegar nýr sóttvarna- læknir vill merkja sér svæði eftir að sá fráfarandi er búinn að eyða öllu sumrinu í að vara við nýjum hætt- um og afbrigðum? Stendur hinn nýi sóttvarnalæknir á eigin fótum eða fylgir í fótspor orðuhafans? Og hvað ætlum við hin að gera? Hlýða? Eða sjá til hvort nýjasta kvefpestin gangi ekki bara yfir – sýnum mátu- lega varfærni að hætti víkinganna og látum þetta að öðru leyti redd- ast? Eftir Geir Ágústsson » Við erum afkom- endur víkinganna og tölum tungumálið þeirra, segjum við með stolti. En í raun eru Ís- lendingar aðallega upp- teknir af gildandi reglum. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. geirag@gmail.com Hinn hlýðni ís- lenski víkingur Eðlisfræði og af- leiddar greinar eins og efnafræði, líf- efnafræði, erfðafræði o.s.frv. hafa á minna en 100 árum ger- breytt lífi mannsins á jörðinni. Lítum til framfara í gerð sprengiefna (púðurs) sem hófst að vísu fyrst með byssupúðri er kom upprunalega frá Kína fyrir 1.000 árum. Fram að seinni heimsstyrjöld var sprengi- efni efnafræðilegt og byggðist sprengikrafturinn á hröðum bruna kolefnis og vetnis, en þá tekur kjarnatæknin við og vetnis- sprengjur og nifteindasprengjur eru afraksturinn. Þótt dýnamít og fleiri gerðir hafi einnig friðsamleg not, m.a. við námagröft og grjót- nám, þá er það eitt öflugasta efna- fræðilega sprengiefnið enn í dag og leysti að mestu af byssupúðrið sem hafði verið allsráðandi til daga Al- freðs Nóbels. Síðan hafa komið fram TNT og mörg fleiri efnafræðileg sprengi- efni. En haldið var áfram að nota vísindin síðustu 70-80 árin í hertækni og með kjarnorkutækninni tókst að gera sprengi- efni sem er meira en 50.000 sinnum sterkara en sami massi TNT og er aðalógnin í dag ef yrði notað. Segja má að hér hafi vísindunum ekki verið beitt í þágu mannkyns. Annað sem vísindin hafa líka gert og er eftiráséð óhag- stætt varðar vinnslu og nýtingu jarðefnaeldsneytis (kol, jarðgas og hráolía), bæði til brennslu og í framleiðslu plastefna. Þetta hvort tveggja (CO2 og plastagnir) stefnir í að gera jörðina illbyggilega vegna mengunar öndunarandrúmsloftsins og svo mengunar fæðu okkar og allra dýra. Hér er bara nefnt fátt eitt af því sem vísindunum hefur mistekist að sjá við. En hvað stjórnar þessu? Misvitrum stjórnmálamönnum má líklega kenna um margt og hvernig komið er fyrir jarðarbúum því þeir hafa oftast gert þetta mögulegt af annarlegum ástæðum með fjár- magni og lítilli framtíðarsýn í hags- munaskyni. Meðan gróðahyggjan ræður virðast lögmál frumskóg- arins ráða för og ráðamönnum er fyrirmunað að stefna að bara hag- nýtri og friðsamlegri notkun vísind- anna öllum jarðarbúum til góðs, sem útrýmdi líka misskiptingu gæðanna. Augsýnilega er þörf á allsherjar- lögum fyrir alla á jörðinni ef ekki á illa að fara þar sem lífið sjálft, manna og lífríkisins, yrði aðal- atriðið og yrði vandlega framfylgt af öllum jarðarbúum. Vísindin byggjast á frumrannsóknum og síð- an oft hagnýtingu þeirra. En hér hefur verið farið í ranga átt hvað varðar heill mannkyns! Vísindi ætti bara að nýta til góðs. Vísindin til góðs eða ills? Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson »Notkun vísindaþekk- ingar til að gera drápstól og hættuleg úr- gangsefni verður að linna, mannkynsins vegna. Höfundur er efnaverkfræðingur. spalmi@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.